Sumarblús Flosi Þorgeirsson skrifar 23. mars 2025 21:31 Nú hækkar sól á lofti. Hið kalda tak vetursins linast. Sorti og drungi hverfur. Léttara verður yfir fólki, útigrillin eru fægð, tjöld viðruð og lögð drög að því hvernig skal nýta þennan magnaða tíma sem íslenska sumarið er. Þó eru ekki allir sem hlakka til sumars. Ákveðinn hópur fólks vill ekkert heitar en finna sömu gleði og tilhlökkun eins og flest sitt samferðafólk. En sú góða tilfinning hreiðrar ekki um sig hjá öllum. Margir hafa þá mynd af þunglyndi að það sé depurð. Þetta fólk sé alltaf leitt og dapurt. Svo er ekki. Þunglyndi er grár tómleiki. Allar tilfinningar dofna, jafnt andlegar sem líkamlegar. Löngun í mat og jafnvel kynlíf minnkar. Þú ert mögulega búin(n) að skipuleggja sumarleyfi á frábærum stað en tilhlökkun er engin. Þunglyndi drepur tilfinningar. Depurð, sorg og söknuður eru eðlilegar tilfinningar. Það er aftur á móti ekkert eðlilegt við þunglyndi. Þessvegna er það skilgreint sem sjúkdómur. Meira að segja mjög hættulegur sjúkdómur. Rannsóknir sýna að sjálfsvíg eru algengari að sumri til. Vetrarblúsinn er öðruvísi en sumarblús. Á veturna er mikill doði sem einkennist af orkuleysi. „Venjulega“ fólkið sem er svo heppið að burðast ekki með þunglyndi, finnur þó einnig fyrir þessu. Það hefur meiri skilning á þyngslum og doða okkar, hinna þunglyndu. Svo er ekki þegar fuglar byrja að syngja og boða vorfögnuð. Sumarblúsinn er því að mörgu leyti erfiðari. Þunglyndið ræðst öðruvísi á okkur er sólin skríður hærra á loft. Við rífum okkur jafnvel meira niður. Ein af ástæðunum fyrir þessu er að samfélagið gerir ráð fyrir að allir eigi að vera glaðir að sumri til. Þeir sem glíma við þunglyndi finna þá fyrir aukinni firringu – „Af hverju er ég ekki hamingjusamur þegar allt í kringum mig kallar á gleði?“ Slík tilfinning getur aukið sjálfsásakanir og vanmáttarkennd. Að auki getur líkaminn átt erfitt með að stilla sig af þegar birtutíminn lengist, og svefntruflanir – algengur fylgifiskur sumars – geta gert þunglyndi enn verra. Þó að engin einhlít skýring sé á því, er talið að þessi árstíðabundna aukning tengist því að fólk sem hefur verið mjög veikt að vetri til finni skammvinna orkuaukningu á vorin – en án þess að líðan þess hafi raunverulega batnað. Slík blanda getur verið hættuleg. Lífshættuleg. Það er þetta niðurrif sem er mun hættulegra en vetrardoðinn. Þunglyndið hefur aðeins eitt markmið: Að koma okkur í gröfina sem fyrst. Ólíkt krabbameini eða öðrum slíkum sjúkdómum, getur þunglyndið sjálft ekki drepið okkur. Það þarf að sannfæra okkur um að falla fyrir eigin hendi. Fyrir suma getur sumarið verið jafn erfitt, ef ekki erfiðara, en svartasta skammdegið. Þess vegna skiptir máli að vera vakandi fyrir merkjum um vanlíðan í kringum sig – líka þegar sólin skín sem skærast. Það er þó ýmislegt sem við getum gert svo að grámanum takist ekki sitt grimma ætlunarverk. Nauðsynlegt er að reyna að viðhalda rútínu hvað varðar svefn, mataræði og hreyfingu. Mundu að það er engin skylda að njóta sumarsins eins og aðrir. Við erum öll ólík. Það er í lagi að vera ekki í sólskinsskapi þótt sól sé björt. Samfélagsmiðlar fyllast af myndum af hamingjusömu fólki í sumarsól, en það er aðeins ein hlið á lífinu. Að draga sig í hlé frá slíkum samanburði getur hjálpað. Ekki burðast ein(n) með þína vanlíðan. Það hjálpar að tala við vin sem skilur þig, eða þá fagaðila. Aðstandendur geta hjálpað með því að gera ekki lítið úr okkar vanlíðan. Frasar eins og „Farðu bara út í sólina, þá líður þér betur“ eða „Af hverju ertu svona leið(ur) þegar það er svona gott veður?“ gera bara illt verra. Þunglyndi að sumri til getur verið erfitt að skilja fyrir þá sem ekki hafa upplifað það, en stuðningur snýst oft um að vera til staðar án þess að þurfa að „laga“ hlutina. Setning eins og: „Langar þig að koma í kaffibolla? Engin pressa, bara ef þú treystir þér“, er aftur á móti virkilega hjálpleg. Ekki segja hinum þunglynda hvað hann „ætti“ að gera. Spyrjið frekar hvernig þið getið hjálpað. Bjóða fram hjálp eða jafnvel eitthvað einfalt eins og að stinga upp á göngutúr saman getur gert gæfumun. Leyfum þunglyndinu ekki að eyðileggja fyrir okkur hið yndislega sumar! Höfundur er sagnfræðingur og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hækkar sól á lofti. Hið kalda tak vetursins linast. Sorti og drungi hverfur. Léttara verður yfir fólki, útigrillin eru fægð, tjöld viðruð og lögð drög að því hvernig skal nýta þennan magnaða tíma sem íslenska sumarið er. Þó eru ekki allir sem hlakka til sumars. Ákveðinn hópur fólks vill ekkert heitar en finna sömu gleði og tilhlökkun eins og flest sitt samferðafólk. En sú góða tilfinning hreiðrar ekki um sig hjá öllum. Margir hafa þá mynd af þunglyndi að það sé depurð. Þetta fólk sé alltaf leitt og dapurt. Svo er ekki. Þunglyndi er grár tómleiki. Allar tilfinningar dofna, jafnt andlegar sem líkamlegar. Löngun í mat og jafnvel kynlíf minnkar. Þú ert mögulega búin(n) að skipuleggja sumarleyfi á frábærum stað en tilhlökkun er engin. Þunglyndi drepur tilfinningar. Depurð, sorg og söknuður eru eðlilegar tilfinningar. Það er aftur á móti ekkert eðlilegt við þunglyndi. Þessvegna er það skilgreint sem sjúkdómur. Meira að segja mjög hættulegur sjúkdómur. Rannsóknir sýna að sjálfsvíg eru algengari að sumri til. Vetrarblúsinn er öðruvísi en sumarblús. Á veturna er mikill doði sem einkennist af orkuleysi. „Venjulega“ fólkið sem er svo heppið að burðast ekki með þunglyndi, finnur þó einnig fyrir þessu. Það hefur meiri skilning á þyngslum og doða okkar, hinna þunglyndu. Svo er ekki þegar fuglar byrja að syngja og boða vorfögnuð. Sumarblúsinn er því að mörgu leyti erfiðari. Þunglyndið ræðst öðruvísi á okkur er sólin skríður hærra á loft. Við rífum okkur jafnvel meira niður. Ein af ástæðunum fyrir þessu er að samfélagið gerir ráð fyrir að allir eigi að vera glaðir að sumri til. Þeir sem glíma við þunglyndi finna þá fyrir aukinni firringu – „Af hverju er ég ekki hamingjusamur þegar allt í kringum mig kallar á gleði?“ Slík tilfinning getur aukið sjálfsásakanir og vanmáttarkennd. Að auki getur líkaminn átt erfitt með að stilla sig af þegar birtutíminn lengist, og svefntruflanir – algengur fylgifiskur sumars – geta gert þunglyndi enn verra. Þó að engin einhlít skýring sé á því, er talið að þessi árstíðabundna aukning tengist því að fólk sem hefur verið mjög veikt að vetri til finni skammvinna orkuaukningu á vorin – en án þess að líðan þess hafi raunverulega batnað. Slík blanda getur verið hættuleg. Lífshættuleg. Það er þetta niðurrif sem er mun hættulegra en vetrardoðinn. Þunglyndið hefur aðeins eitt markmið: Að koma okkur í gröfina sem fyrst. Ólíkt krabbameini eða öðrum slíkum sjúkdómum, getur þunglyndið sjálft ekki drepið okkur. Það þarf að sannfæra okkur um að falla fyrir eigin hendi. Fyrir suma getur sumarið verið jafn erfitt, ef ekki erfiðara, en svartasta skammdegið. Þess vegna skiptir máli að vera vakandi fyrir merkjum um vanlíðan í kringum sig – líka þegar sólin skín sem skærast. Það er þó ýmislegt sem við getum gert svo að grámanum takist ekki sitt grimma ætlunarverk. Nauðsynlegt er að reyna að viðhalda rútínu hvað varðar svefn, mataræði og hreyfingu. Mundu að það er engin skylda að njóta sumarsins eins og aðrir. Við erum öll ólík. Það er í lagi að vera ekki í sólskinsskapi þótt sól sé björt. Samfélagsmiðlar fyllast af myndum af hamingjusömu fólki í sumarsól, en það er aðeins ein hlið á lífinu. Að draga sig í hlé frá slíkum samanburði getur hjálpað. Ekki burðast ein(n) með þína vanlíðan. Það hjálpar að tala við vin sem skilur þig, eða þá fagaðila. Aðstandendur geta hjálpað með því að gera ekki lítið úr okkar vanlíðan. Frasar eins og „Farðu bara út í sólina, þá líður þér betur“ eða „Af hverju ertu svona leið(ur) þegar það er svona gott veður?“ gera bara illt verra. Þunglyndi að sumri til getur verið erfitt að skilja fyrir þá sem ekki hafa upplifað það, en stuðningur snýst oft um að vera til staðar án þess að þurfa að „laga“ hlutina. Setning eins og: „Langar þig að koma í kaffibolla? Engin pressa, bara ef þú treystir þér“, er aftur á móti virkilega hjálpleg. Ekki segja hinum þunglynda hvað hann „ætti“ að gera. Spyrjið frekar hvernig þið getið hjálpað. Bjóða fram hjálp eða jafnvel eitthvað einfalt eins og að stinga upp á göngutúr saman getur gert gæfumun. Leyfum þunglyndinu ekki að eyðileggja fyrir okkur hið yndislega sumar! Höfundur er sagnfræðingur og tónlistarmaður.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun