Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar 21. mars 2025 11:00 Öfund og illgirni, ásamt með sjálfselsku, græðgi og grimmd, mega sennilega teljast meðal verstu eiginda mannskepnunnar. Ónáttúra. En, af henni er nóg, og stundum grasserar hún meir en ella. Kúlmínerar. Oft með fullum stuðningi fjölmiðla. Líka þeirra, sem reknir eru af og á kostnað fólksins í landinu. Líka miðils, sem ætti að gæta sérstakrar varkárni, nærgætni og hlutleysis, jafnvel umfram aðra miðla. Kynna sér sérstaklega viðkvæm persónuleg mál feikivel, áður en vaðið er með þau í fréttir og mannorði, lífshamingju og velferð manneskju stefnt í voða eða lagt í rúst. Líka með neikvæðar bylgjur og áhrif langt út fyrir það. Skyldu fréttamenn RÚV, sem eru á launum hjá almenningi og bera skyldur til hans skv. því, allir hafa tandurhreinan skjöld í sínum einkamálum, frá blautu barnsbeini, eða leynist þar eitthvað, sem betur má hvíla í skugga, eða bak við tjöld? Skyldi nokkur meðal okkar vera allur tandurhreinn með öll sín mál? Ég þekki engan, held ég, sem gæti státað sig af því. Það er með ólíkindum, að RÚV skuli leyfa sér að velta upp og vaða fram með 35 ára einkamál, milli tveggja unglinga, sem enga þýðingu hefur fyrir neinn, nú í dag, nema fyrir þau sjálf og þeirra fjölskyldur, og ekki á því í raun neitt erindi til almennings, þó að ekki væri nema vegna aldurs málsins. Fyrir 35 árum, og þó að skemur væri farið aftur í tímann, lifðum við í öðrum heim. Við, sem þá vorum til, vorum líka öll allt aðrar manneskjur, en við erum nú í dag. Við breytumst eiginlega eitthvað á hverjum einasta degi, þegar við vöknum upp að morgni, er ekki aðeins heimurinn orðinn nýr og annar, heldur við sjálf líka. Ekki veit ég, hvað þeim kvennmanni gekk til, sem sendi uplýsingarnar um Ásthildi Lóu og hennar ástarævintýni fyrir 35 árum til forsætisráðherra á dögunum, en ekki var það neitt gott, og hvað átti forsætisráðherra að varða um það. Ég segi bara svei! Og enn meira og sterkara svei verð ég að segja um og til þeirra fréttamanna RÚV, sem í þetta mál óðu, eins og um stórfrétt væri að ræða, sem varðaði alla landsmenn. Fyrir mér varðaði alls engan, nema þá, sem áttu hlut að máli, um þetta. Hvorki fyrr né síðar. Ef ég man rétt, var Ásthildur Lóa kjörinn þingmaður Suðurkjördæmis með flestum atkvæðum allra þar 30. nóvember sl. Ég hygg, að sú góða kosning hafi byggst á verðleikum Ásthildar og því góða orðspori, sem hún hafi byggt upp með stöfum sínum og framferði síðustu áratugi. Ég hygg, að sú glæsilega kosning og hennar skipan í ráðherramebætti hafi verið makleg. Jafn ómakleg er framkoma þeirrar konu, sem sendi þetta eldgamla einkamál á forsætisráðaherra, og, þá um leið, ómannúðleg og ljót aðkoma RÚV að málinu. Ég var að vona, að ljót meðferð á Þórði Snæ, nú nýlega, hefði dugað öfundar- og illgirnisöflunum í bili, en leitina að ljótu og leiðinlegu, því sem veldur fólki þjáningu og óhamingju, eyðileggur líf, virðist grassera meir og betur en nokkru sinni og aldrei ætla að enda. Hödundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Barnamálaráðherra segir af sér Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Sjá meira
Öfund og illgirni, ásamt með sjálfselsku, græðgi og grimmd, mega sennilega teljast meðal verstu eiginda mannskepnunnar. Ónáttúra. En, af henni er nóg, og stundum grasserar hún meir en ella. Kúlmínerar. Oft með fullum stuðningi fjölmiðla. Líka þeirra, sem reknir eru af og á kostnað fólksins í landinu. Líka miðils, sem ætti að gæta sérstakrar varkárni, nærgætni og hlutleysis, jafnvel umfram aðra miðla. Kynna sér sérstaklega viðkvæm persónuleg mál feikivel, áður en vaðið er með þau í fréttir og mannorði, lífshamingju og velferð manneskju stefnt í voða eða lagt í rúst. Líka með neikvæðar bylgjur og áhrif langt út fyrir það. Skyldu fréttamenn RÚV, sem eru á launum hjá almenningi og bera skyldur til hans skv. því, allir hafa tandurhreinan skjöld í sínum einkamálum, frá blautu barnsbeini, eða leynist þar eitthvað, sem betur má hvíla í skugga, eða bak við tjöld? Skyldi nokkur meðal okkar vera allur tandurhreinn með öll sín mál? Ég þekki engan, held ég, sem gæti státað sig af því. Það er með ólíkindum, að RÚV skuli leyfa sér að velta upp og vaða fram með 35 ára einkamál, milli tveggja unglinga, sem enga þýðingu hefur fyrir neinn, nú í dag, nema fyrir þau sjálf og þeirra fjölskyldur, og ekki á því í raun neitt erindi til almennings, þó að ekki væri nema vegna aldurs málsins. Fyrir 35 árum, og þó að skemur væri farið aftur í tímann, lifðum við í öðrum heim. Við, sem þá vorum til, vorum líka öll allt aðrar manneskjur, en við erum nú í dag. Við breytumst eiginlega eitthvað á hverjum einasta degi, þegar við vöknum upp að morgni, er ekki aðeins heimurinn orðinn nýr og annar, heldur við sjálf líka. Ekki veit ég, hvað þeim kvennmanni gekk til, sem sendi uplýsingarnar um Ásthildi Lóu og hennar ástarævintýni fyrir 35 árum til forsætisráðherra á dögunum, en ekki var það neitt gott, og hvað átti forsætisráðherra að varða um það. Ég segi bara svei! Og enn meira og sterkara svei verð ég að segja um og til þeirra fréttamanna RÚV, sem í þetta mál óðu, eins og um stórfrétt væri að ræða, sem varðaði alla landsmenn. Fyrir mér varðaði alls engan, nema þá, sem áttu hlut að máli, um þetta. Hvorki fyrr né síðar. Ef ég man rétt, var Ásthildur Lóa kjörinn þingmaður Suðurkjördæmis með flestum atkvæðum allra þar 30. nóvember sl. Ég hygg, að sú góða kosning hafi byggst á verðleikum Ásthildar og því góða orðspori, sem hún hafi byggt upp með stöfum sínum og framferði síðustu áratugi. Ég hygg, að sú glæsilega kosning og hennar skipan í ráðherramebætti hafi verið makleg. Jafn ómakleg er framkoma þeirrar konu, sem sendi þetta eldgamla einkamál á forsætisráðaherra, og, þá um leið, ómannúðleg og ljót aðkoma RÚV að málinu. Ég var að vona, að ljót meðferð á Þórði Snæ, nú nýlega, hefði dugað öfundar- og illgirnisöflunum í bili, en leitina að ljótu og leiðinlegu, því sem veldur fólki þjáningu og óhamingju, eyðileggur líf, virðist grassera meir og betur en nokkru sinni og aldrei ætla að enda. Hödundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar