Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Valur Páll Eiríksson skrifar 21. mars 2025 10:01 Hamilton er farinn að láta til sín taka á nýjum stað. Mario Renzi - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton verður á ráspól í sprettkeppni helgarinnar í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer í Kína. Hann hefur því náð sínum fyrsta ráspól hjá nýju liði. Fyrsta sprettkeppni ársins fer fram í Sjanghæ í nótt. Tímataka fyrir hana fór fram í morgun en fyrr í nótt fóru æfingar fram. Lando Norris á McLaren, sem fagnaði sigri í fyrstu keppni ársins í Melbourne síðustu helgi, var sneggstur í æfingum næturinnar en gekk heldur verr í tímatöku morgunsins. Norris hefur sprettkeppnina sjötti en liðsfélagi hans Oscar Piastri var þriðji sneggstur í morgun. Norris virtist ætla að taka ráspólinn eftir frábæra byrjun á síðasta hring sínum en mistök á beina kaflanum neyddu hann til að hætta við hringinn. Hamilton, sem skipti til Ferrari fyrir tímabilið, átti glimrandi góðan dag og mun ræsa fremstur í sprettinum, en hann var 0,018 sekúndum fljótari með hring sinn en Max Verstappen á Red Bull, sem ræsir annar. Líkt og segir að ofan er Piastri þriðji, Charles Leclerc, samherji Hamiltons hjá Ferrari, fjórði og George Russell á Mercedes fimmti. Bætingin umtalsverð hjá Ferrari en þeir Hamilton og Leclerc voru sjöundi og áttundi í rásröðinni í Ástralíu. Báðir lentu í vandræðum í rigningunni í kappakstrinum á sunnudag og höfnuðu í áttunda og tíunda sæti. Sprettkeppnin fer fram klukkan 2:45 í nótt og verður sýnd beint á Vodafone Sport. Tímataka fyrir kappakstur sunnudagsins fer svo fram klukkan 6:45 í fyrramálið, og verður einnig í beinni á sömu rás. Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Fyrsta sprettkeppni ársins fer fram í Sjanghæ í nótt. Tímataka fyrir hana fór fram í morgun en fyrr í nótt fóru æfingar fram. Lando Norris á McLaren, sem fagnaði sigri í fyrstu keppni ársins í Melbourne síðustu helgi, var sneggstur í æfingum næturinnar en gekk heldur verr í tímatöku morgunsins. Norris hefur sprettkeppnina sjötti en liðsfélagi hans Oscar Piastri var þriðji sneggstur í morgun. Norris virtist ætla að taka ráspólinn eftir frábæra byrjun á síðasta hring sínum en mistök á beina kaflanum neyddu hann til að hætta við hringinn. Hamilton, sem skipti til Ferrari fyrir tímabilið, átti glimrandi góðan dag og mun ræsa fremstur í sprettinum, en hann var 0,018 sekúndum fljótari með hring sinn en Max Verstappen á Red Bull, sem ræsir annar. Líkt og segir að ofan er Piastri þriðji, Charles Leclerc, samherji Hamiltons hjá Ferrari, fjórði og George Russell á Mercedes fimmti. Bætingin umtalsverð hjá Ferrari en þeir Hamilton og Leclerc voru sjöundi og áttundi í rásröðinni í Ástralíu. Báðir lentu í vandræðum í rigningunni í kappakstrinum á sunnudag og höfnuðu í áttunda og tíunda sæti. Sprettkeppnin fer fram klukkan 2:45 í nótt og verður sýnd beint á Vodafone Sport. Tímataka fyrir kappakstur sunnudagsins fer svo fram klukkan 6:45 í fyrramálið, og verður einnig í beinni á sömu rás.
Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira