Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar 20. mars 2025 11:00 Bókun 35 er til umfjöllunar á Alþingi. Hér eru nokkur atriði sem vert er að rifja upp. 1. Bókun 35 geirneglir kerfi sem er á afar gráu svæði gagnvart stjórnarskrá og hugmyndum alls þorra fólks á Íslandi um lýðræði. Kerfið gengur út á að færa dóms- og einkum löggjafarvald í sívaxandi mæli til embættismanna erlends ríkjasambands. 2. Bókun 35 stenst ýmist ekki eða líklega ekki stjórnarskrá að rökstuddu mati margra helstu stjórnspekinga landsins, þar á meðal fv. forseta hæstaréttar og háskólamanna í lögum. Sama sögðu sérfræðingar utanríkisráðuneytis árið 2020 og núverandi innviðaráðherra í fyrra. (sjá t.d. umsagnir Hjartar J. Guðmundssonar og Arnars Þórs Jónssonar sem eru á https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/erindi/156/85/?ltg=156&mnr=85). Óþarfi ætti að vera að minna Alþingismenn á að þeir hafa svarið eið að stjórnarskrá lýðveldisins, en skal það samt gert hér. 3. EES-samningurinn hefði að öllum líkindum aldrei verið samþykktur með bókun 35 innanborðs. Það eru mjög vond og óeðlileg vinnubrögð að koma valdaframsali í gegnum Alþingi með því að kippa framsalið í litla búta og þröngva þeim svo einum og einum í gegn. 4. Bókun 35 er ný forgangsregla sem setur lagasafn Íslands í uppnám. Hvaða lög falla úr gildi? Það er vægast sagt óljóst Mun fyrirvari um sæstreng í lögum um orkumál verða að engu, svo dæmi sé tekið? Áður en Alþingi samþykkir bókun 35, standi vilji til þess, þarf að svara spurningum af þessu tagi. 5. Bókun 35 flækir stjórnkerfi Íslands. Það er dýrt og það gerir óinnvígðum enn erfiðara að átta sig á hvað gildir og hvað ekki. 6. Það er óljóst hver hin raunverulega ástæða er fyrir því að utanríkisráðuneytið leggur allt í einu svona mikla áherslu á að Alþingi samþykki bókun 35. Fjarvera bókunar 35 í þá 3 áratugi sem EES hefur verið í gildi hefur ekki verið til teljandi vandræða og það er líka vandræðalaust að leyfa málinu að fara fyrir dóm, sé það vilji þeirra sem ráða í Brussel. 7. Meirihluti þjóðarinnar er andvígur bókun 35, skv. skoðanakönnun Prósents í september 2024. Núverandi ríkisstjórn hefur sagt að mikilvægt sé að leyfa þjóðinni að ráða í svokölluðum Evrópumálum. Nú er ágætt tækifæri til þess. Höfundur er formaður Heimssýnar, félags um fullveldi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Bókun 35 Alþingi Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Bókun 35 er til umfjöllunar á Alþingi. Hér eru nokkur atriði sem vert er að rifja upp. 1. Bókun 35 geirneglir kerfi sem er á afar gráu svæði gagnvart stjórnarskrá og hugmyndum alls þorra fólks á Íslandi um lýðræði. Kerfið gengur út á að færa dóms- og einkum löggjafarvald í sívaxandi mæli til embættismanna erlends ríkjasambands. 2. Bókun 35 stenst ýmist ekki eða líklega ekki stjórnarskrá að rökstuddu mati margra helstu stjórnspekinga landsins, þar á meðal fv. forseta hæstaréttar og háskólamanna í lögum. Sama sögðu sérfræðingar utanríkisráðuneytis árið 2020 og núverandi innviðaráðherra í fyrra. (sjá t.d. umsagnir Hjartar J. Guðmundssonar og Arnars Þórs Jónssonar sem eru á https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/erindi/156/85/?ltg=156&mnr=85). Óþarfi ætti að vera að minna Alþingismenn á að þeir hafa svarið eið að stjórnarskrá lýðveldisins, en skal það samt gert hér. 3. EES-samningurinn hefði að öllum líkindum aldrei verið samþykktur með bókun 35 innanborðs. Það eru mjög vond og óeðlileg vinnubrögð að koma valdaframsali í gegnum Alþingi með því að kippa framsalið í litla búta og þröngva þeim svo einum og einum í gegn. 4. Bókun 35 er ný forgangsregla sem setur lagasafn Íslands í uppnám. Hvaða lög falla úr gildi? Það er vægast sagt óljóst Mun fyrirvari um sæstreng í lögum um orkumál verða að engu, svo dæmi sé tekið? Áður en Alþingi samþykkir bókun 35, standi vilji til þess, þarf að svara spurningum af þessu tagi. 5. Bókun 35 flækir stjórnkerfi Íslands. Það er dýrt og það gerir óinnvígðum enn erfiðara að átta sig á hvað gildir og hvað ekki. 6. Það er óljóst hver hin raunverulega ástæða er fyrir því að utanríkisráðuneytið leggur allt í einu svona mikla áherslu á að Alþingi samþykki bókun 35. Fjarvera bókunar 35 í þá 3 áratugi sem EES hefur verið í gildi hefur ekki verið til teljandi vandræða og það er líka vandræðalaust að leyfa málinu að fara fyrir dóm, sé það vilji þeirra sem ráða í Brussel. 7. Meirihluti þjóðarinnar er andvígur bókun 35, skv. skoðanakönnun Prósents í september 2024. Núverandi ríkisstjórn hefur sagt að mikilvægt sé að leyfa þjóðinni að ráða í svokölluðum Evrópumálum. Nú er ágætt tækifæri til þess. Höfundur er formaður Heimssýnar, félags um fullveldi Íslands.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar