Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir, Anna Sigríður Guðnadóttir og Lovísa Jónsdóttir skrifa 19. mars 2025 21:30 Það eru að verða tvö ár síðan mennta-og barnamálaráðuneytið, innviðaráðuneytið, IOGT og Mosfellsbær undirrituðu samninga vegna fasteigna og lóða Skálatúns í Mosfellsbæ annars vegar og þjónustu þess við heimilisfólk hins vegar. Skálatún var sjálfseignastofnun í eigu IOGT sem hafði starfað í 70 ár. Á Skálatún fluttu í gegnum tíðina börn alls staðar að af landinu. Þegar Mosfellsbær tók við þjónustunni við íbúana sumarið 2023 voru þeir 34 talsins og höfðu margir búið þar frá barnæsku. Í samningnum er sérstaklega gætt að hagsmunum þeirra og að þeir geti búið á sínum heimilum og verði fyrir eins litlu breytingum á sínum högum og unnt er. Samningarnir voru samþykktur einróma í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Fasteignir og land Með þeim samningum sem gerðir voru féllu allar fasteignir og ráðstöfun lands í hlut ríkisins. Skilyrði er að á svæðinu verði aðeins byggð upp þjónusta við börn og ungmenni. Ljóst er að landið, 6 hektarar, er afar verðmætt enda vel í sveit sett. En notkun þess er bundin þessum skilmálum. Það verður aldrei nýtt fyrir aðra starfsemi en þá sem beinist að börnum og velferð þeirra. Þarna verður því hvorki reist íbúabyggð né önnur starfsemi sem fellur ekki undir skilgreininguna. Mosfellsbær fer að sjálfsögðu með skipulagsvaldið á svæðinu. Umsýsla landsins og fasteigna var sett inn í sjálfseignarstofnunina Farsældartún sem er að fullu og öllu í eigu ríkisins og heyrir undir mennta- og barnamálaráðuneytið. Stofnunin vinnur nú að undirbúningi deiliskipulags svæðisins. Hugmyndin að starfsemi í Farsældartúni er komin frá fyrrum mennta- og barnamálaráherra. Markmiðið er að byggðar verði upp m.a. meðferðareiningar og búsetukjarnar fyrir börn með fjölþættan vanda. Ennfremur húsnæði fyrir Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, Ráðgjafar og greiningastöð, Barna-og fjölskyldustofu og eftir atvikum aðra aðila sem vinna í þágu barna. Allar þessar stofnanir vinna að sama markmiði sem er að veita börnum og ungmennum góða þjónustu og eru í dag í leiguhúsnæði víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Grunnhugsunin er að með því að hafa þessar mikilvægu stofnanir nálægt hver annarri megi ná fram samlegðaráhrifum, samtali og samstarfi þvert á kerfin sem örðugra er að ná þegar langt er á milli stofnana. Verkefninu um Farsældartún hefur fylgt bjartsýni, gleði og von um að loksins muni þjónustan við börn og ungmenni ná að vaxa og dafna á svæði sem sérhannað verður til að halda vel utan um börn. Uppbygging meðferðarúrræða Málefni Blönduhlíðar, húss á svæðinu, hafa hlotið nokkra athygli í fjölmiðlum undanfarið. Barna- og fjölskyldustofa tók húsið á leigu og ætlaði að opna þar meðferðarheimili. Það er að sjálfsögðu mjög óheppilegt að byggingin uppfyllti ekki þær ströngu öryggiskröfur sem gerðar eru til slíkrar starfsemi en halda þarf því til haga að BOFS opnaði annað úrræði að Vogi með því starfsfólki sem ráðið hafði verið. Það er afar mikilvægt að málefni tengd notkun Blönduhlíðar yfirskyggi ekki þau metnaðarfullu áform sem lúta að uppbyggingu í Farsældartúni. Sveitarfélög hafa átt í áralangri og mikilli baráttu við að fá fjármagn til að standa undir þjónustu við börn með fjölþættan vanda og að ríkið fjölgi meðferðarheimilum og öðrum úrræðum fyrir börn og ungmenni. Það hefur vantað milljarða inn í þjónustukerfið, það vantar skipulagðar lóðir undir meðferðarstarf og það vantar skipulega uppbyggingu. Þær gleðilegu fréttir bárust í vikunni að einmitt í dag muni ráðherrar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga loks að skrifa undir samkomulag um að ríkið muni frá 1. júní næstkomandi fjármagna 3. stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Það eru sannarlega gleðitíðindi fyrir íslenskt samfélag. Úrræðin þurfa að vera fjölbreytt því hópurinn er fjölbreyttur, þau þurfa að vera víða - ekki bara á einum stað eða bara á höfuðborgarsvæðinu. Það er því full þörf á að halda áfram með uppbyggingu meðferðarheimila í Garðabæ, í Mosfellsbæ, á Stuðlum, í Gunnarsholti og á fleiri stöðum. Uppgjör fjárhagslegra skuldbindinga Skálatúns. Í fréttum RUV í gær, þriðjudaginn 18 mars er fjallað um fyrrgreint samkomulag IOGT sem rak Skálatún, Mosfellsbæjar og ríkisins vegna samkomulags um yfirtöku Mosfellsbæjar á þjónustu við fatlaða íbúa Skálatúns sem þá voru 34 talsins og afhendingu eigna sjálfseignastofnunarinnar til ríkisins. Sjálfseignastofnunin Skálatún sem var rekin af IOGT átti sér langa sögu í þjónustu við fatlaða einstaklinga eins og kemur fram í upphafi þessarar greinar. Uppsafnaður fjárhagslegur vandi Skálatúns var mjög mikill við yfirtökuna og skuldir vegna þjónustu við fatlaða einstaklinga. Samningaviðræður við Jöfnunarsjóð höfðu staðið yfir með hléum í áratug vegna rekstrarvandans en málaflokkurinn var færður frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 án þess að málefni Skálatúns væru kláruð. Það er brýnt að árétta að allar greiðslur sem komu úr Jöfnunarsjóði fóru í að greiða skuldir vegna m.a. áfallinna ógreiddra gjalda og skuldbindinga vegna starfsmanna. Tækifærin sem felast í uppbyggingu þjónustu í Farsældartúni eru gríðarleg og mikilvægt að halda fókus á því markmiði að byggja upp fyrir börnin og ungmennin sem þurfa svo sárlega á þjónustu að halda. Höfundar eru oddviti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Það eru að verða tvö ár síðan mennta-og barnamálaráðuneytið, innviðaráðuneytið, IOGT og Mosfellsbær undirrituðu samninga vegna fasteigna og lóða Skálatúns í Mosfellsbæ annars vegar og þjónustu þess við heimilisfólk hins vegar. Skálatún var sjálfseignastofnun í eigu IOGT sem hafði starfað í 70 ár. Á Skálatún fluttu í gegnum tíðina börn alls staðar að af landinu. Þegar Mosfellsbær tók við þjónustunni við íbúana sumarið 2023 voru þeir 34 talsins og höfðu margir búið þar frá barnæsku. Í samningnum er sérstaklega gætt að hagsmunum þeirra og að þeir geti búið á sínum heimilum og verði fyrir eins litlu breytingum á sínum högum og unnt er. Samningarnir voru samþykktur einróma í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Fasteignir og land Með þeim samningum sem gerðir voru féllu allar fasteignir og ráðstöfun lands í hlut ríkisins. Skilyrði er að á svæðinu verði aðeins byggð upp þjónusta við börn og ungmenni. Ljóst er að landið, 6 hektarar, er afar verðmætt enda vel í sveit sett. En notkun þess er bundin þessum skilmálum. Það verður aldrei nýtt fyrir aðra starfsemi en þá sem beinist að börnum og velferð þeirra. Þarna verður því hvorki reist íbúabyggð né önnur starfsemi sem fellur ekki undir skilgreininguna. Mosfellsbær fer að sjálfsögðu með skipulagsvaldið á svæðinu. Umsýsla landsins og fasteigna var sett inn í sjálfseignarstofnunina Farsældartún sem er að fullu og öllu í eigu ríkisins og heyrir undir mennta- og barnamálaráðuneytið. Stofnunin vinnur nú að undirbúningi deiliskipulags svæðisins. Hugmyndin að starfsemi í Farsældartúni er komin frá fyrrum mennta- og barnamálaráherra. Markmiðið er að byggðar verði upp m.a. meðferðareiningar og búsetukjarnar fyrir börn með fjölþættan vanda. Ennfremur húsnæði fyrir Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, Ráðgjafar og greiningastöð, Barna-og fjölskyldustofu og eftir atvikum aðra aðila sem vinna í þágu barna. Allar þessar stofnanir vinna að sama markmiði sem er að veita börnum og ungmennum góða þjónustu og eru í dag í leiguhúsnæði víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Grunnhugsunin er að með því að hafa þessar mikilvægu stofnanir nálægt hver annarri megi ná fram samlegðaráhrifum, samtali og samstarfi þvert á kerfin sem örðugra er að ná þegar langt er á milli stofnana. Verkefninu um Farsældartún hefur fylgt bjartsýni, gleði og von um að loksins muni þjónustan við börn og ungmenni ná að vaxa og dafna á svæði sem sérhannað verður til að halda vel utan um börn. Uppbygging meðferðarúrræða Málefni Blönduhlíðar, húss á svæðinu, hafa hlotið nokkra athygli í fjölmiðlum undanfarið. Barna- og fjölskyldustofa tók húsið á leigu og ætlaði að opna þar meðferðarheimili. Það er að sjálfsögðu mjög óheppilegt að byggingin uppfyllti ekki þær ströngu öryggiskröfur sem gerðar eru til slíkrar starfsemi en halda þarf því til haga að BOFS opnaði annað úrræði að Vogi með því starfsfólki sem ráðið hafði verið. Það er afar mikilvægt að málefni tengd notkun Blönduhlíðar yfirskyggi ekki þau metnaðarfullu áform sem lúta að uppbyggingu í Farsældartúni. Sveitarfélög hafa átt í áralangri og mikilli baráttu við að fá fjármagn til að standa undir þjónustu við börn með fjölþættan vanda og að ríkið fjölgi meðferðarheimilum og öðrum úrræðum fyrir börn og ungmenni. Það hefur vantað milljarða inn í þjónustukerfið, það vantar skipulagðar lóðir undir meðferðarstarf og það vantar skipulega uppbyggingu. Þær gleðilegu fréttir bárust í vikunni að einmitt í dag muni ráðherrar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga loks að skrifa undir samkomulag um að ríkið muni frá 1. júní næstkomandi fjármagna 3. stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Það eru sannarlega gleðitíðindi fyrir íslenskt samfélag. Úrræðin þurfa að vera fjölbreytt því hópurinn er fjölbreyttur, þau þurfa að vera víða - ekki bara á einum stað eða bara á höfuðborgarsvæðinu. Það er því full þörf á að halda áfram með uppbyggingu meðferðarheimila í Garðabæ, í Mosfellsbæ, á Stuðlum, í Gunnarsholti og á fleiri stöðum. Uppgjör fjárhagslegra skuldbindinga Skálatúns. Í fréttum RUV í gær, þriðjudaginn 18 mars er fjallað um fyrrgreint samkomulag IOGT sem rak Skálatún, Mosfellsbæjar og ríkisins vegna samkomulags um yfirtöku Mosfellsbæjar á þjónustu við fatlaða íbúa Skálatúns sem þá voru 34 talsins og afhendingu eigna sjálfseignastofnunarinnar til ríkisins. Sjálfseignastofnunin Skálatún sem var rekin af IOGT átti sér langa sögu í þjónustu við fatlaða einstaklinga eins og kemur fram í upphafi þessarar greinar. Uppsafnaður fjárhagslegur vandi Skálatúns var mjög mikill við yfirtökuna og skuldir vegna þjónustu við fatlaða einstaklinga. Samningaviðræður við Jöfnunarsjóð höfðu staðið yfir með hléum í áratug vegna rekstrarvandans en málaflokkurinn var færður frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 án þess að málefni Skálatúns væru kláruð. Það er brýnt að árétta að allar greiðslur sem komu úr Jöfnunarsjóði fóru í að greiða skuldir vegna m.a. áfallinna ógreiddra gjalda og skuldbindinga vegna starfsmanna. Tækifærin sem felast í uppbyggingu þjónustu í Farsældartúni eru gríðarleg og mikilvægt að halda fókus á því markmiði að byggja upp fyrir börnin og ungmennin sem þurfa svo sárlega á þjónustu að halda. Höfundar eru oddviti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar í Mosfellsbæ.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun