Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar 19. mars 2025 15:00 Það að það hafi strandað á 100 milljónum að byggja nýtt sérhæft meðferðarheimili fyrir börn í vanda hlýtur að vera vanræksla miðað við þá lögbundnu skyldu sem ríkið hefur í þessum málaflokki! Ég ætla að nota tækifærið hérna og skora á fólk sem á börn á biðlista eða hefur skaðast vegna þeirra biðar að fara í mál við ríkið því það er við enga aðra við að sakast en ríkið og æðstu yfirmenn Barna- og fjölskyldustofu að leyfa þessu að fara í þennan farveg. Af hverju er ég að hjóla í yfirmennina? Jú, vegna þess að þetta hlýtur að hafa séð það í hendi sér að þegar við vorum 100.000 færri íbúar hér á landi voru 9 starfrækt meðferðarheimili hér á landi þegar mest var, en í dag er varla eitt starfrækt eftir brunann á Stuðlum og við erum 100.000 fleiri íbúar með nýjar áskoranir eins og það að samsetning þjóðar er ekki sú sama og þegar við vorum 100.000 færri íbúar. Eins þegar það er verið að neyðarvista börn, þá er það gert í gluggalausum fangaklefa á gömlu lögreglustöðinni í Hafnarfirði? Getur það talist eðlilegt árið 2025? Í fyrirsögninni segi ég að það sé búið að verðleggja olnbogabarn upp á 100 milljónir en það stenst ekki miðað við það þegar ég fór á fyrirlestur þar sem pabbi Sissu, sem dó 17 ára árið 2014, var búinn að finna út að það væri 800 milljónir en ekki 100. Hérna er linkurinn, hann byrjar á mínútu 41:40. Þegar ég sá fréttina í gær um að bygging nýja meðferðarheimilisins hafi strandað á 100 milljónum féllust mér hendur því okkur í Fjölsmiðjunni vantar 50 til að geta haldið starfinu á floti. En sveitarfélögin geta verið að borga 15-18 milljónir með einum einstakling í einkareknu úrræði en ríkið getur ekki sinnt sínu lögboðna hlutverki að hafa úrræði við hendina. Hvert erum við komin þegar stöðugasta útgerðarfélag Íslands fær 160 milljónir úr ríkissjóði vegna orkuskipta skipa en olnbogabörn geta ekki einu sinni fengið 100 milljónir til að opna sérhæft meðferðarheimili. Auðvitað á að draga einhvern til ábyrgðar í þessu, það hefur meira segja nú þegar eitt barn dáið á meðferðarheimili hér á landi, var það vegna aðstöðuleysis? Svona, miðað við viðtal við forstöðumann Stuðla í Kveik fyrir nokkrum mánuðum síðan þar sem hann lýsti óviðunandi aðstæðum bæði fyrir börnin og starfsmennina. Ég er ekki alveg ókunnugur Stuðlum, vann þar í næstum 17 ár þannig að ég hef fulla samúð með fólkinu þar. Það er alltaf verið að tala um fagmennsku í þessu, en hvað er fagmaður? Er það einhver sem sótti alla sína vitneskju í bækur í háskóla en hefur samt aldrei stigið fæti inn í heim þessara barna? En sá sem hefur verið báðum megin við borðið, upplifað það á eigin skinni að vera olnbogabarn samfélagsins. Jafnvel hefur æskunni hans verið rænt af sams konar fagprikum sem stjórna þessum málaflokki í dag og sitja næst fjárveitingarvaldinu. En þessi „ófagmaður“ hefur samt sem áður unnið svo áratugum skiptir á gólfinu í þessum málaflokki á lægri launum en nemi í leikskólafræðum. Svoleiðis einstaklingar eru ekki marktækir og eiga að hafa vit á því að halda kjafti og ef þeir opna kjaftinn skulu þeir fá áminningu fyrir að draga úr trúverugleika barnaverndar hér á landi eins og undirritaður kynntist á sínum tíma þegar hann vann á Stuðlum. Hvern á að draga til ábyrgðar í þessu máli, það verður einhver að sæta ábyrgð. Ég ætla að vona þeirra vegna sem tóku þessa ákvörðun að 100 milljónir væri of mikið til að hefja smíði á sérhæfðu meðferðarheimili sofi á nóttinni miðað við ástandið í dag. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Það að það hafi strandað á 100 milljónum að byggja nýtt sérhæft meðferðarheimili fyrir börn í vanda hlýtur að vera vanræksla miðað við þá lögbundnu skyldu sem ríkið hefur í þessum málaflokki! Ég ætla að nota tækifærið hérna og skora á fólk sem á börn á biðlista eða hefur skaðast vegna þeirra biðar að fara í mál við ríkið því það er við enga aðra við að sakast en ríkið og æðstu yfirmenn Barna- og fjölskyldustofu að leyfa þessu að fara í þennan farveg. Af hverju er ég að hjóla í yfirmennina? Jú, vegna þess að þetta hlýtur að hafa séð það í hendi sér að þegar við vorum 100.000 færri íbúar hér á landi voru 9 starfrækt meðferðarheimili hér á landi þegar mest var, en í dag er varla eitt starfrækt eftir brunann á Stuðlum og við erum 100.000 fleiri íbúar með nýjar áskoranir eins og það að samsetning þjóðar er ekki sú sama og þegar við vorum 100.000 færri íbúar. Eins þegar það er verið að neyðarvista börn, þá er það gert í gluggalausum fangaklefa á gömlu lögreglustöðinni í Hafnarfirði? Getur það talist eðlilegt árið 2025? Í fyrirsögninni segi ég að það sé búið að verðleggja olnbogabarn upp á 100 milljónir en það stenst ekki miðað við það þegar ég fór á fyrirlestur þar sem pabbi Sissu, sem dó 17 ára árið 2014, var búinn að finna út að það væri 800 milljónir en ekki 100. Hérna er linkurinn, hann byrjar á mínútu 41:40. Þegar ég sá fréttina í gær um að bygging nýja meðferðarheimilisins hafi strandað á 100 milljónum féllust mér hendur því okkur í Fjölsmiðjunni vantar 50 til að geta haldið starfinu á floti. En sveitarfélögin geta verið að borga 15-18 milljónir með einum einstakling í einkareknu úrræði en ríkið getur ekki sinnt sínu lögboðna hlutverki að hafa úrræði við hendina. Hvert erum við komin þegar stöðugasta útgerðarfélag Íslands fær 160 milljónir úr ríkissjóði vegna orkuskipta skipa en olnbogabörn geta ekki einu sinni fengið 100 milljónir til að opna sérhæft meðferðarheimili. Auðvitað á að draga einhvern til ábyrgðar í þessu, það hefur meira segja nú þegar eitt barn dáið á meðferðarheimili hér á landi, var það vegna aðstöðuleysis? Svona, miðað við viðtal við forstöðumann Stuðla í Kveik fyrir nokkrum mánuðum síðan þar sem hann lýsti óviðunandi aðstæðum bæði fyrir börnin og starfsmennina. Ég er ekki alveg ókunnugur Stuðlum, vann þar í næstum 17 ár þannig að ég hef fulla samúð með fólkinu þar. Það er alltaf verið að tala um fagmennsku í þessu, en hvað er fagmaður? Er það einhver sem sótti alla sína vitneskju í bækur í háskóla en hefur samt aldrei stigið fæti inn í heim þessara barna? En sá sem hefur verið báðum megin við borðið, upplifað það á eigin skinni að vera olnbogabarn samfélagsins. Jafnvel hefur æskunni hans verið rænt af sams konar fagprikum sem stjórna þessum málaflokki í dag og sitja næst fjárveitingarvaldinu. En þessi „ófagmaður“ hefur samt sem áður unnið svo áratugum skiptir á gólfinu í þessum málaflokki á lægri launum en nemi í leikskólafræðum. Svoleiðis einstaklingar eru ekki marktækir og eiga að hafa vit á því að halda kjafti og ef þeir opna kjaftinn skulu þeir fá áminningu fyrir að draga úr trúverugleika barnaverndar hér á landi eins og undirritaður kynntist á sínum tíma þegar hann vann á Stuðlum. Hvern á að draga til ábyrgðar í þessu máli, það verður einhver að sæta ábyrgð. Ég ætla að vona þeirra vegna sem tóku þessa ákvörðun að 100 milljónir væri of mikið til að hefja smíði á sérhæfðu meðferðarheimili sofi á nóttinni miðað við ástandið í dag. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar