Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2025 09:01 Gunnlaugur Árni Sveinsson og félagar í sigurliði LSU í Kaliforníu í gær. @lsumensgolf Gunnlaugur Árni Sveinsson fagnaði sigri með liði sínu LSU og hafnaði sjálfur í 3. sæti í einstaklingskeppninni á afar sterku móti í bandaríska háskólagolfinu í gær. Gunnlaugur Árni lék hringina þrjá á Pauma Valley Invitational í Kaliforníu á samtals sjö höggum undir pari. Hann lék fyrstu tvo hringina samtals á -3 höggum, eða 69 og 70 höggum, en var svo eini kylfingurinn til að leika lokahringinn án þess að fá skolla eða skramba og fór hann á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari. Gunnlaugur Árni endaði aðeins tveimur höggum á eftir sigurvegaranum Christian Maas úr Texas-háskólanum en félagi hans úr LSU, Algot Kleen, varð í 2. sæti á -8 höggum. Gunnlaugur Árni Sveinsson og félagar í sigurliði LSU í Kaliforníu í gær.@lsumensgolf Fram kemur á golf.is að mótið sé eitt allra sterkasta háskólamót ársins, með átta af tuttugu efstu kylfingum heimslista áhugakylfinga, og nánast í hæsta mögulega styrkleika áhugamóta (900+ stig af 1.000 mögulegum, samanborið við 111 stig sem Íslandsmótið í höggleik í fyrra hafði). Með sínum magnaða árangri á fyrsta ári í háskólagolfinu hefur Gunnlaugur Árni nú tryggt sér sæti á meðal fimmtíu bestu áhugakylfinga heims á næsta heimslista. Lið hans, LSU, vann afar öruggan sigur í liðakeppninni eða með tíu högga mun, þrátt fyrir að vera talið 7. besta háskólalið Bandaríkjanna og í keppni við liðin sem eru í 2.-6. sæti listans. Lokastöðuna á mótinu má finna hér. View this post on Instagram A post shared by LSU Men's Golf Team (@lsumensgolf) Golf Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Gunnlaugur Árni lék hringina þrjá á Pauma Valley Invitational í Kaliforníu á samtals sjö höggum undir pari. Hann lék fyrstu tvo hringina samtals á -3 höggum, eða 69 og 70 höggum, en var svo eini kylfingurinn til að leika lokahringinn án þess að fá skolla eða skramba og fór hann á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari. Gunnlaugur Árni endaði aðeins tveimur höggum á eftir sigurvegaranum Christian Maas úr Texas-háskólanum en félagi hans úr LSU, Algot Kleen, varð í 2. sæti á -8 höggum. Gunnlaugur Árni Sveinsson og félagar í sigurliði LSU í Kaliforníu í gær.@lsumensgolf Fram kemur á golf.is að mótið sé eitt allra sterkasta háskólamót ársins, með átta af tuttugu efstu kylfingum heimslista áhugakylfinga, og nánast í hæsta mögulega styrkleika áhugamóta (900+ stig af 1.000 mögulegum, samanborið við 111 stig sem Íslandsmótið í höggleik í fyrra hafði). Með sínum magnaða árangri á fyrsta ári í háskólagolfinu hefur Gunnlaugur Árni nú tryggt sér sæti á meðal fimmtíu bestu áhugakylfinga heims á næsta heimslista. Lið hans, LSU, vann afar öruggan sigur í liðakeppninni eða með tíu högga mun, þrátt fyrir að vera talið 7. besta háskólalið Bandaríkjanna og í keppni við liðin sem eru í 2.-6. sæti listans. Lokastöðuna á mótinu má finna hér. View this post on Instagram A post shared by LSU Men's Golf Team (@lsumensgolf)
Golf Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira