Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar 18. mars 2025 16:01 Ofbeldi er faraldur sem læðist hljóðlega um samfélagið okkar, líkt og veirufaraldur sem smitast á milli kynslóða, heimila, skóla og vinnustaða. Það er ekki aðeins líkamlegur skaði sem verður til heldur hafa áhrifin djúpstæðar afleiðingar á andlega heilsu, sjálfsmynd og félagsleg tengsl þeirra sem verða fyrir því og jafnvel þeirra sem verða vitni að því. Eru börnin okkar ekki merkilegri en þetta? Við þurfum samfélag sem stendur saman, ber ábyrgð og neitar að líta í hina áttina þegar ofbeldi á sér stað. Á Íslandi er staðan orðið grafalvarleg. Við heyrum fréttir að ofbeldi er að stigmagnast meðal ungmenna, með skelfilegum afleiðingum og átök á götum úti, í skólum og í nánum samböndum. Þrátt fyrir að samfélagið okkar sé lítið, hefur það ekki tekist að halda þessum faraldri í skefjum. Það er óásættanlegt að stjórnvöld setji aðeins plástra á blæðandi sár þegar hægt væri að fyrirbyggja mörg þeirra. Viðbrögð eftir harmleik duga ekki ein og sér, við verðum að grípa inn í áður en skaðinn er skeður. Lausnirnar liggja ekki eingöngu í refsingum og harðari lögum, heldur í því að styrkja samfélagið okkar innan frá, setja meira fjármagn og finna lausnir: Markviss kennsla í samskiptahæfni og tilfinningastjórnun frá unga aldri. Virkt forvarnastarf í skólum og frístundastarfi, með þátttöku allrar fjölskyldunnar. Aukið aðgengi að sálfræðiaðstoð og stuðningskerfum fyrir börn, ungmenni og foreldra. Samfélagsátak þar sem við tökum öll höndum saman gegn ofbeldi, líkt og við gerðum þegar COVID-19 skall á. Hversu snemma getum við byrjað forvarnir? Forvarnir eiga að hefjast um leið og barn fæðist. Við verðum að horfa til framtíðar og tryggja að foreldrar fái nauðsynlega fræðslu og stuðning strax frá upphafi. Það þarf að vera skipulagt ferli sem tryggir: Námskeið fyrir verðandi og nýja foreldra um uppeldi, mörk og samskipti. Kerfisbundið utanumhald og eftirfylgni fyrir fjölskyldur sem þurfa aukinn stuðning. Aukin fræðsla, menntun fagstétta á háskólastigi fyrir alla sem starfa með fólki Stuðningur við kennara og skólastjórnendur til að styðja börn og fjölskyldur sem glíma við áskoranir. Sumir foreldrar þurfa meiri aðstoð við uppeldið og sumir skólar þurfa einnig að fá aukna aðstoð til að tryggja betra umhverfi fyrir börnin. Það má ekki vera tilviljunarkennt hvaða börn fá stuðning, við verðum að tryggja að öll börn fái jöfn tækifæri til að alast upp við öryggi og kærleika. Börn kalla eftir betri samskiptum til dæmis þau sem þekkja Lausnahringinn. Fyrir mörgum árum starfaði ég með börnum í leikskóla, þau ákváðu að búa til sínar eigin reglur í samskiptum (Lausnahringinn). Hann hefur síðan þá verið í mótun meðal barna og fullorðinna í mörgum leik- og grunnskólum. Börn og kennarar finna hvað það hjálpar að hafa sömu reglurnar til að setja og virða mörk í samskiptum. Börnin kalla eftir betri samskiptum alls staðar, með vinum sínu, heima fyrir, í skólanum, í íþróttum og í samfélaginu. Þau segja frá því sem þau upplifa, hver það er sem gleymir að „stjórna sér“ og eða „öskrar“ það er alveg saman hver það er. Lausnahringurinn er rammi sem kennir og þjálfar okkur að læra samskipti, þar sem fullorðnir móta fræðsluna út frá þeim aldri sem börnin eru hverju sinni, hann gengur út á að setja og virða mörk annarra og finna leiðir til að leysa ágreining án ofbeldis. Hættulegt að taka lögin í sínar hendur. Heyrst hefur að fólk og ungmenni séu að taka lögin í sínar hendur, hvort sem það gerist í reiði, vanmætti eða af því að þau telja sig hafa rétt fyrir sér, er það hættulegt fyrir samfélagið í heild. Þetta á við í öllum aðstæðum, hvort sem um er að ræða samskipti á heimili, í skólum eða úti í samfélaginu. Við verðum að byggja upp menningu þar sem samskipti eru leiðin til lausna, ekki valdbeiting eða að taka lögin í eigin hendur. Þurfum nýtt „þríeyki“ líkt og í COVID-19 baráttunni okkar, kerfi sem fylgist með, grípur inn í og veitir viðeigandi stuðning áður en skaðinn skeður.Þetta „þríeyki“ gæti verið, fagaðilar í skólum, heilbrigðiskerfi og félagsþjónustu sem greina stöðuna, fyrir börn og fjölskyldur sem þurfa stuðning. Samfélagslegt átak (Herferð) þar sem foreldrar, kennarar og almenningur, fá faglegar leiðbeiningar og taka þátt að vera fyrirmyndir í jákvæðum lausnamiðuðum samskiptum. Öflugu stuðningsneti sem veitir aðbúnað, húsnæði og úrræði fyrir börn og fjölskyldur í viðkvæmri stöðu. Þetta er ekki aðeins nauðsynlegt, þetta er samfélagsleg skylda. Við getum ekki leyft þessum faraldri að dreifa sér áfram. Þetta snýst ekki bara um einstaka mál sem birtast í fréttum, því miður þá er vandinn líklega miklu stærri en það og þetta snýst um framtíð okkar allra.Ef við viljum byggja upp samfélag þar sem virðing, öryggi og vellíðan ríkja, þá þurfum við að stöðva þennan faraldur áður en hann drepur fleiri, bæði bókstaflega og andlega. Ég kalla á Hjálp, fyrir hönd barna þessa lands, setjum á oddinn miðstöð forvarna! Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur áður en fleiri líf tapast! Höfundur er leikskólakennari með áherslu á forvarnir í samskiptum og eigandi Samtalið fræðsla ekki hræðsla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Ofbeldi er faraldur sem læðist hljóðlega um samfélagið okkar, líkt og veirufaraldur sem smitast á milli kynslóða, heimila, skóla og vinnustaða. Það er ekki aðeins líkamlegur skaði sem verður til heldur hafa áhrifin djúpstæðar afleiðingar á andlega heilsu, sjálfsmynd og félagsleg tengsl þeirra sem verða fyrir því og jafnvel þeirra sem verða vitni að því. Eru börnin okkar ekki merkilegri en þetta? Við þurfum samfélag sem stendur saman, ber ábyrgð og neitar að líta í hina áttina þegar ofbeldi á sér stað. Á Íslandi er staðan orðið grafalvarleg. Við heyrum fréttir að ofbeldi er að stigmagnast meðal ungmenna, með skelfilegum afleiðingum og átök á götum úti, í skólum og í nánum samböndum. Þrátt fyrir að samfélagið okkar sé lítið, hefur það ekki tekist að halda þessum faraldri í skefjum. Það er óásættanlegt að stjórnvöld setji aðeins plástra á blæðandi sár þegar hægt væri að fyrirbyggja mörg þeirra. Viðbrögð eftir harmleik duga ekki ein og sér, við verðum að grípa inn í áður en skaðinn er skeður. Lausnirnar liggja ekki eingöngu í refsingum og harðari lögum, heldur í því að styrkja samfélagið okkar innan frá, setja meira fjármagn og finna lausnir: Markviss kennsla í samskiptahæfni og tilfinningastjórnun frá unga aldri. Virkt forvarnastarf í skólum og frístundastarfi, með þátttöku allrar fjölskyldunnar. Aukið aðgengi að sálfræðiaðstoð og stuðningskerfum fyrir börn, ungmenni og foreldra. Samfélagsátak þar sem við tökum öll höndum saman gegn ofbeldi, líkt og við gerðum þegar COVID-19 skall á. Hversu snemma getum við byrjað forvarnir? Forvarnir eiga að hefjast um leið og barn fæðist. Við verðum að horfa til framtíðar og tryggja að foreldrar fái nauðsynlega fræðslu og stuðning strax frá upphafi. Það þarf að vera skipulagt ferli sem tryggir: Námskeið fyrir verðandi og nýja foreldra um uppeldi, mörk og samskipti. Kerfisbundið utanumhald og eftirfylgni fyrir fjölskyldur sem þurfa aukinn stuðning. Aukin fræðsla, menntun fagstétta á háskólastigi fyrir alla sem starfa með fólki Stuðningur við kennara og skólastjórnendur til að styðja börn og fjölskyldur sem glíma við áskoranir. Sumir foreldrar þurfa meiri aðstoð við uppeldið og sumir skólar þurfa einnig að fá aukna aðstoð til að tryggja betra umhverfi fyrir börnin. Það má ekki vera tilviljunarkennt hvaða börn fá stuðning, við verðum að tryggja að öll börn fái jöfn tækifæri til að alast upp við öryggi og kærleika. Börn kalla eftir betri samskiptum til dæmis þau sem þekkja Lausnahringinn. Fyrir mörgum árum starfaði ég með börnum í leikskóla, þau ákváðu að búa til sínar eigin reglur í samskiptum (Lausnahringinn). Hann hefur síðan þá verið í mótun meðal barna og fullorðinna í mörgum leik- og grunnskólum. Börn og kennarar finna hvað það hjálpar að hafa sömu reglurnar til að setja og virða mörk í samskiptum. Börnin kalla eftir betri samskiptum alls staðar, með vinum sínu, heima fyrir, í skólanum, í íþróttum og í samfélaginu. Þau segja frá því sem þau upplifa, hver það er sem gleymir að „stjórna sér“ og eða „öskrar“ það er alveg saman hver það er. Lausnahringurinn er rammi sem kennir og þjálfar okkur að læra samskipti, þar sem fullorðnir móta fræðsluna út frá þeim aldri sem börnin eru hverju sinni, hann gengur út á að setja og virða mörk annarra og finna leiðir til að leysa ágreining án ofbeldis. Hættulegt að taka lögin í sínar hendur. Heyrst hefur að fólk og ungmenni séu að taka lögin í sínar hendur, hvort sem það gerist í reiði, vanmætti eða af því að þau telja sig hafa rétt fyrir sér, er það hættulegt fyrir samfélagið í heild. Þetta á við í öllum aðstæðum, hvort sem um er að ræða samskipti á heimili, í skólum eða úti í samfélaginu. Við verðum að byggja upp menningu þar sem samskipti eru leiðin til lausna, ekki valdbeiting eða að taka lögin í eigin hendur. Þurfum nýtt „þríeyki“ líkt og í COVID-19 baráttunni okkar, kerfi sem fylgist með, grípur inn í og veitir viðeigandi stuðning áður en skaðinn skeður.Þetta „þríeyki“ gæti verið, fagaðilar í skólum, heilbrigðiskerfi og félagsþjónustu sem greina stöðuna, fyrir börn og fjölskyldur sem þurfa stuðning. Samfélagslegt átak (Herferð) þar sem foreldrar, kennarar og almenningur, fá faglegar leiðbeiningar og taka þátt að vera fyrirmyndir í jákvæðum lausnamiðuðum samskiptum. Öflugu stuðningsneti sem veitir aðbúnað, húsnæði og úrræði fyrir börn og fjölskyldur í viðkvæmri stöðu. Þetta er ekki aðeins nauðsynlegt, þetta er samfélagsleg skylda. Við getum ekki leyft þessum faraldri að dreifa sér áfram. Þetta snýst ekki bara um einstaka mál sem birtast í fréttum, því miður þá er vandinn líklega miklu stærri en það og þetta snýst um framtíð okkar allra.Ef við viljum byggja upp samfélag þar sem virðing, öryggi og vellíðan ríkja, þá þurfum við að stöðva þennan faraldur áður en hann drepur fleiri, bæði bókstaflega og andlega. Ég kalla á Hjálp, fyrir hönd barna þessa lands, setjum á oddinn miðstöð forvarna! Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur áður en fleiri líf tapast! Höfundur er leikskólakennari með áherslu á forvarnir í samskiptum og eigandi Samtalið fræðsla ekki hræðsla.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun