Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 18. mars 2025 09:01 Starfshópur ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri skilaði inn tillögum á dögunum. Meðal þeirra er að finna tillögu um að „létt [verði] á jafnlaunavottun og stærðarmörk hækkuð“. Í tillögum starfshópsins segir að lög um jafnlaunavottun hafi verið „mikið framfaraskref þegar þau voru sett“, en hins vegar hafi fjölmargar ábendingar borist um að kerfið sé „meira íþyngjandi en tilefni er til“. Þegar Viðreisn var síðast í ríkisstjórn náði flokkurinn í gegn sínu helsta baráttumáli, jafnlaunavottun með lögum. Með lögunum var lögfest skylda fyrirtækja og stofnana, þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa, til að öðlast svokallaða jafnlaunavottun með sérstakri vottun faggilts vottunaraðila. Sem sagt, stimpil frá ríkinu um jöfn laun fyrirtækisins. Frumvarpinu var því ætlað að koma í veg fyrir að konum og körlum væru greidd mismunandi laun fyrir sömu eða sambærileg störf. Flokkurinn sem svo gjarnan kennir sig við atvinnulífið hafði litlar áhyggjur af kostnaði sem jafnlaunavottun lagði á atvinnurekendur við lögfestingu hennar. Atvinnulífið hafði hins vegar þungar áhyggjur af honum við lögfestingu og nú nefna stjórnendur fyrirtækja kostnaðinn sem eitt þess sem þykir mest íþyngjandi við jafnlaunavottun. Var jafnlaunavottun framfaraskref? Undirrituð hefur ítrekað lagt fram þingmál sem tengjast jafnlaunavottun, m.a. frumvarp um að vottunin skuli vera valkvæð en ekki skylda. Samkvæmt upplýsingum sem ég kallaði eftir í þinginu, sýna rannsóknir að það mælist enginn marktækur launamunur á fyrirtækjum og stofnunum sem hlotið hafa jafnlaunavottun og öðrum. Þá hafa, frá lögfestingu jafnlaunavottunar, ítrekað komið fram dæmi um að vinnustaðir geta komist upp með að mismuna starfsfólki í launakjörum. Nýlegt dæmi er frá Landspítalanum, þar sem kvenlæknar flettu ofan af launamun kynja. Landspítalinn er einmitt ein þeirra fjölmörgu stofnana sem greiða fyrir hina alræmdu jafnlaunavottun, lögum samkvæmt. Formaður Læknafélags Íslands gengur svo langt að segja þetta kerfi veiti falskt öryggi fyrir jöfnum launum. Verkefnastjóri á mannauðssviði, sem rannsakaði jafnlaunavottun í meistaranámi sínu, bendir á að jafnlaunavottunin sé ákveðin „skrautfjöður“. Í henni felist gæðastimpill um að launaákvarðanir séu teknar á hlutlægan og málefnalegan hátt án mismununar (https://www.laeknabladid.is/tolublod/2024/05/nr/8638). Tillögur starfshóps ríkisstjórnarinnar ganga út frá því að lögfesting jafnlaunavottunar hafi verið „mikið framfaraskref“. Í hverju felast þær framfarir? Pólitísk mistök Viðreisnar Jafnlaunavottun er ekki bara kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum sem skilar engum marktækum árangri; hún er hreinn skaðvaldur eins og dæmin sanna. Framangreindar tillögur starfshóps ríkisstjórnarinnar ganga því alltof skammt, enda er uppleggið að verja pólitísk mistök Viðreisnar sem hafði forgöngu um málið og hefur varið vottunarkerfið með kjafti og klóm. Ég legg því til að ríkisstjórnin geri alvöru átak í að létta byrðum af íslensku atvinnulífi og taki undir með að dyggðaskreytingin jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda fyrir atvinnulífið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Kjaramál Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Starfshópur ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri skilaði inn tillögum á dögunum. Meðal þeirra er að finna tillögu um að „létt [verði] á jafnlaunavottun og stærðarmörk hækkuð“. Í tillögum starfshópsins segir að lög um jafnlaunavottun hafi verið „mikið framfaraskref þegar þau voru sett“, en hins vegar hafi fjölmargar ábendingar borist um að kerfið sé „meira íþyngjandi en tilefni er til“. Þegar Viðreisn var síðast í ríkisstjórn náði flokkurinn í gegn sínu helsta baráttumáli, jafnlaunavottun með lögum. Með lögunum var lögfest skylda fyrirtækja og stofnana, þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa, til að öðlast svokallaða jafnlaunavottun með sérstakri vottun faggilts vottunaraðila. Sem sagt, stimpil frá ríkinu um jöfn laun fyrirtækisins. Frumvarpinu var því ætlað að koma í veg fyrir að konum og körlum væru greidd mismunandi laun fyrir sömu eða sambærileg störf. Flokkurinn sem svo gjarnan kennir sig við atvinnulífið hafði litlar áhyggjur af kostnaði sem jafnlaunavottun lagði á atvinnurekendur við lögfestingu hennar. Atvinnulífið hafði hins vegar þungar áhyggjur af honum við lögfestingu og nú nefna stjórnendur fyrirtækja kostnaðinn sem eitt þess sem þykir mest íþyngjandi við jafnlaunavottun. Var jafnlaunavottun framfaraskref? Undirrituð hefur ítrekað lagt fram þingmál sem tengjast jafnlaunavottun, m.a. frumvarp um að vottunin skuli vera valkvæð en ekki skylda. Samkvæmt upplýsingum sem ég kallaði eftir í þinginu, sýna rannsóknir að það mælist enginn marktækur launamunur á fyrirtækjum og stofnunum sem hlotið hafa jafnlaunavottun og öðrum. Þá hafa, frá lögfestingu jafnlaunavottunar, ítrekað komið fram dæmi um að vinnustaðir geta komist upp með að mismuna starfsfólki í launakjörum. Nýlegt dæmi er frá Landspítalanum, þar sem kvenlæknar flettu ofan af launamun kynja. Landspítalinn er einmitt ein þeirra fjölmörgu stofnana sem greiða fyrir hina alræmdu jafnlaunavottun, lögum samkvæmt. Formaður Læknafélags Íslands gengur svo langt að segja þetta kerfi veiti falskt öryggi fyrir jöfnum launum. Verkefnastjóri á mannauðssviði, sem rannsakaði jafnlaunavottun í meistaranámi sínu, bendir á að jafnlaunavottunin sé ákveðin „skrautfjöður“. Í henni felist gæðastimpill um að launaákvarðanir séu teknar á hlutlægan og málefnalegan hátt án mismununar (https://www.laeknabladid.is/tolublod/2024/05/nr/8638). Tillögur starfshóps ríkisstjórnarinnar ganga út frá því að lögfesting jafnlaunavottunar hafi verið „mikið framfaraskref“. Í hverju felast þær framfarir? Pólitísk mistök Viðreisnar Jafnlaunavottun er ekki bara kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum sem skilar engum marktækum árangri; hún er hreinn skaðvaldur eins og dæmin sanna. Framangreindar tillögur starfshóps ríkisstjórnarinnar ganga því alltof skammt, enda er uppleggið að verja pólitísk mistök Viðreisnar sem hafði forgöngu um málið og hefur varið vottunarkerfið með kjafti og klóm. Ég legg því til að ríkisstjórnin geri alvöru átak í að létta byrðum af íslensku atvinnulífi og taki undir með að dyggðaskreytingin jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda fyrir atvinnulífið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun