Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 18. mars 2025 09:01 Starfshópur ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri skilaði inn tillögum á dögunum. Meðal þeirra er að finna tillögu um að „létt [verði] á jafnlaunavottun og stærðarmörk hækkuð“. Í tillögum starfshópsins segir að lög um jafnlaunavottun hafi verið „mikið framfaraskref þegar þau voru sett“, en hins vegar hafi fjölmargar ábendingar borist um að kerfið sé „meira íþyngjandi en tilefni er til“. Þegar Viðreisn var síðast í ríkisstjórn náði flokkurinn í gegn sínu helsta baráttumáli, jafnlaunavottun með lögum. Með lögunum var lögfest skylda fyrirtækja og stofnana, þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa, til að öðlast svokallaða jafnlaunavottun með sérstakri vottun faggilts vottunaraðila. Sem sagt, stimpil frá ríkinu um jöfn laun fyrirtækisins. Frumvarpinu var því ætlað að koma í veg fyrir að konum og körlum væru greidd mismunandi laun fyrir sömu eða sambærileg störf. Flokkurinn sem svo gjarnan kennir sig við atvinnulífið hafði litlar áhyggjur af kostnaði sem jafnlaunavottun lagði á atvinnurekendur við lögfestingu hennar. Atvinnulífið hafði hins vegar þungar áhyggjur af honum við lögfestingu og nú nefna stjórnendur fyrirtækja kostnaðinn sem eitt þess sem þykir mest íþyngjandi við jafnlaunavottun. Var jafnlaunavottun framfaraskref? Undirrituð hefur ítrekað lagt fram þingmál sem tengjast jafnlaunavottun, m.a. frumvarp um að vottunin skuli vera valkvæð en ekki skylda. Samkvæmt upplýsingum sem ég kallaði eftir í þinginu, sýna rannsóknir að það mælist enginn marktækur launamunur á fyrirtækjum og stofnunum sem hlotið hafa jafnlaunavottun og öðrum. Þá hafa, frá lögfestingu jafnlaunavottunar, ítrekað komið fram dæmi um að vinnustaðir geta komist upp með að mismuna starfsfólki í launakjörum. Nýlegt dæmi er frá Landspítalanum, þar sem kvenlæknar flettu ofan af launamun kynja. Landspítalinn er einmitt ein þeirra fjölmörgu stofnana sem greiða fyrir hina alræmdu jafnlaunavottun, lögum samkvæmt. Formaður Læknafélags Íslands gengur svo langt að segja þetta kerfi veiti falskt öryggi fyrir jöfnum launum. Verkefnastjóri á mannauðssviði, sem rannsakaði jafnlaunavottun í meistaranámi sínu, bendir á að jafnlaunavottunin sé ákveðin „skrautfjöður“. Í henni felist gæðastimpill um að launaákvarðanir séu teknar á hlutlægan og málefnalegan hátt án mismununar (https://www.laeknabladid.is/tolublod/2024/05/nr/8638). Tillögur starfshóps ríkisstjórnarinnar ganga út frá því að lögfesting jafnlaunavottunar hafi verið „mikið framfaraskref“. Í hverju felast þær framfarir? Pólitísk mistök Viðreisnar Jafnlaunavottun er ekki bara kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum sem skilar engum marktækum árangri; hún er hreinn skaðvaldur eins og dæmin sanna. Framangreindar tillögur starfshóps ríkisstjórnarinnar ganga því alltof skammt, enda er uppleggið að verja pólitísk mistök Viðreisnar sem hafði forgöngu um málið og hefur varið vottunarkerfið með kjafti og klóm. Ég legg því til að ríkisstjórnin geri alvöru átak í að létta byrðum af íslensku atvinnulífi og taki undir með að dyggðaskreytingin jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda fyrir atvinnulífið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Kjaramál Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Starfshópur ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri skilaði inn tillögum á dögunum. Meðal þeirra er að finna tillögu um að „létt [verði] á jafnlaunavottun og stærðarmörk hækkuð“. Í tillögum starfshópsins segir að lög um jafnlaunavottun hafi verið „mikið framfaraskref þegar þau voru sett“, en hins vegar hafi fjölmargar ábendingar borist um að kerfið sé „meira íþyngjandi en tilefni er til“. Þegar Viðreisn var síðast í ríkisstjórn náði flokkurinn í gegn sínu helsta baráttumáli, jafnlaunavottun með lögum. Með lögunum var lögfest skylda fyrirtækja og stofnana, þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa, til að öðlast svokallaða jafnlaunavottun með sérstakri vottun faggilts vottunaraðila. Sem sagt, stimpil frá ríkinu um jöfn laun fyrirtækisins. Frumvarpinu var því ætlað að koma í veg fyrir að konum og körlum væru greidd mismunandi laun fyrir sömu eða sambærileg störf. Flokkurinn sem svo gjarnan kennir sig við atvinnulífið hafði litlar áhyggjur af kostnaði sem jafnlaunavottun lagði á atvinnurekendur við lögfestingu hennar. Atvinnulífið hafði hins vegar þungar áhyggjur af honum við lögfestingu og nú nefna stjórnendur fyrirtækja kostnaðinn sem eitt þess sem þykir mest íþyngjandi við jafnlaunavottun. Var jafnlaunavottun framfaraskref? Undirrituð hefur ítrekað lagt fram þingmál sem tengjast jafnlaunavottun, m.a. frumvarp um að vottunin skuli vera valkvæð en ekki skylda. Samkvæmt upplýsingum sem ég kallaði eftir í þinginu, sýna rannsóknir að það mælist enginn marktækur launamunur á fyrirtækjum og stofnunum sem hlotið hafa jafnlaunavottun og öðrum. Þá hafa, frá lögfestingu jafnlaunavottunar, ítrekað komið fram dæmi um að vinnustaðir geta komist upp með að mismuna starfsfólki í launakjörum. Nýlegt dæmi er frá Landspítalanum, þar sem kvenlæknar flettu ofan af launamun kynja. Landspítalinn er einmitt ein þeirra fjölmörgu stofnana sem greiða fyrir hina alræmdu jafnlaunavottun, lögum samkvæmt. Formaður Læknafélags Íslands gengur svo langt að segja þetta kerfi veiti falskt öryggi fyrir jöfnum launum. Verkefnastjóri á mannauðssviði, sem rannsakaði jafnlaunavottun í meistaranámi sínu, bendir á að jafnlaunavottunin sé ákveðin „skrautfjöður“. Í henni felist gæðastimpill um að launaákvarðanir séu teknar á hlutlægan og málefnalegan hátt án mismununar (https://www.laeknabladid.is/tolublod/2024/05/nr/8638). Tillögur starfshóps ríkisstjórnarinnar ganga út frá því að lögfesting jafnlaunavottunar hafi verið „mikið framfaraskref“. Í hverju felast þær framfarir? Pólitísk mistök Viðreisnar Jafnlaunavottun er ekki bara kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum sem skilar engum marktækum árangri; hún er hreinn skaðvaldur eins og dæmin sanna. Framangreindar tillögur starfshóps ríkisstjórnarinnar ganga því alltof skammt, enda er uppleggið að verja pólitísk mistök Viðreisnar sem hafði forgöngu um málið og hefur varið vottunarkerfið með kjafti og klóm. Ég legg því til að ríkisstjórnin geri alvöru átak í að létta byrðum af íslensku atvinnulífi og taki undir með að dyggðaskreytingin jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda fyrir atvinnulífið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar