Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar 17. mars 2025 11:02 Ég dáist að öllum þeim framúrskarandi einstaklingum sem bjóða sig fram til embættis rektors Háskóla Íslands og eru tilbúnir til að takast á við erfiða stjórnun undirfjármagnaðrar stofnunar. Rektor þarf að setja sig inn í flókin mál sem snúa að kennslu í ólíkum greinum og fjölbreytilegum rannsóknum sem fram fara á vegum háskólans, ekki bara í höfuðborginni heldur einnig víða um landið. Þá þarf hann að gæta hagsmuna fjölbreytilegs starfsfólks og fjölda nemenda með ólíkan bakgrunn, íslenskra sem erlendra. Sá sem gegnir stöðu rektors Háskóla Íslands er um leið andlit Háskóla Íslands út á við og mikilvægt er að hann hafi getu og vilja til að tjá um erfið samfélagsmál hér heima sem og horfur í alþjóðamálum. Ég efast ekki um að allir frambjóðendur til rektors séu hæfir á sínu sviði og myndu reynast góðir stjórnendur. En fáum þeirra treysti ég eins vel og Birni Þorsteinssyni heimspekingi til að vera andlit Háskóla Íslands út á við. Björn hefur yfir sér fágæta áru yfirvegunar og rökvísi, hann hefur ekki síst talað máli náttúrunnar og umhverfisins af einurð og spyr mikilvægra spurninga um vísindi og samfélag sem snúa að framtíð sem í mörgu tilliti virðist ógnvænleg. Svo vitnað sé beint í skrif Björns. af kynningarsíðu hans: Hvort sem vísindin snúast um náttúruna, lífríkið, loftslagið, löndin eða höfin, mannlegt samfélag, menninguna, menntunina, heilbrigði mannfólksins eða velferð annarra tegunda – þá blasa verkefnin við. Hver verður framtíð barnanna okkar og barnabarnanna? Hvers konar samfélag verður það sem þau munu búa í, hvers konar menning, hvers konar menntun mun þrífast þar, hvert verður hlutverk tækninnar, og hvernig og hvar verður náttúran? Vísindin munu ekki láta sitt eftir liggja í leit að svarinu við þeirri spurningu. Samstarfsfólk Björns og nemendur hans bera honum einstaklega góða sögu og vísa til mannkosta hans, samskiptahæfni, forystuhæfileika og kímnigáfu. Sjálf þekki ég rannsóknir hans og hugvekjandi skrif sem eru framúrskarandi og skipta máli. Ég styð því, af heilum hug, Björn Þorsteinsson til embættis rektors Háskóla Íslands og vona að sem flestir greiði honum atkvæði sitt. Höfundur er bókmenntafræðingur og rannsóknarprófessor við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég dáist að öllum þeim framúrskarandi einstaklingum sem bjóða sig fram til embættis rektors Háskóla Íslands og eru tilbúnir til að takast á við erfiða stjórnun undirfjármagnaðrar stofnunar. Rektor þarf að setja sig inn í flókin mál sem snúa að kennslu í ólíkum greinum og fjölbreytilegum rannsóknum sem fram fara á vegum háskólans, ekki bara í höfuðborginni heldur einnig víða um landið. Þá þarf hann að gæta hagsmuna fjölbreytilegs starfsfólks og fjölda nemenda með ólíkan bakgrunn, íslenskra sem erlendra. Sá sem gegnir stöðu rektors Háskóla Íslands er um leið andlit Háskóla Íslands út á við og mikilvægt er að hann hafi getu og vilja til að tjá um erfið samfélagsmál hér heima sem og horfur í alþjóðamálum. Ég efast ekki um að allir frambjóðendur til rektors séu hæfir á sínu sviði og myndu reynast góðir stjórnendur. En fáum þeirra treysti ég eins vel og Birni Þorsteinssyni heimspekingi til að vera andlit Háskóla Íslands út á við. Björn hefur yfir sér fágæta áru yfirvegunar og rökvísi, hann hefur ekki síst talað máli náttúrunnar og umhverfisins af einurð og spyr mikilvægra spurninga um vísindi og samfélag sem snúa að framtíð sem í mörgu tilliti virðist ógnvænleg. Svo vitnað sé beint í skrif Björns. af kynningarsíðu hans: Hvort sem vísindin snúast um náttúruna, lífríkið, loftslagið, löndin eða höfin, mannlegt samfélag, menninguna, menntunina, heilbrigði mannfólksins eða velferð annarra tegunda – þá blasa verkefnin við. Hver verður framtíð barnanna okkar og barnabarnanna? Hvers konar samfélag verður það sem þau munu búa í, hvers konar menning, hvers konar menntun mun þrífast þar, hvert verður hlutverk tækninnar, og hvernig og hvar verður náttúran? Vísindin munu ekki láta sitt eftir liggja í leit að svarinu við þeirri spurningu. Samstarfsfólk Björns og nemendur hans bera honum einstaklega góða sögu og vísa til mannkosta hans, samskiptahæfni, forystuhæfileika og kímnigáfu. Sjálf þekki ég rannsóknir hans og hugvekjandi skrif sem eru framúrskarandi og skipta máli. Ég styð því, af heilum hug, Björn Þorsteinsson til embættis rektors Háskóla Íslands og vona að sem flestir greiði honum atkvæði sitt. Höfundur er bókmenntafræðingur og rannsóknarprófessor við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun