Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar 17. mars 2025 11:02 Ég dáist að öllum þeim framúrskarandi einstaklingum sem bjóða sig fram til embættis rektors Háskóla Íslands og eru tilbúnir til að takast á við erfiða stjórnun undirfjármagnaðrar stofnunar. Rektor þarf að setja sig inn í flókin mál sem snúa að kennslu í ólíkum greinum og fjölbreytilegum rannsóknum sem fram fara á vegum háskólans, ekki bara í höfuðborginni heldur einnig víða um landið. Þá þarf hann að gæta hagsmuna fjölbreytilegs starfsfólks og fjölda nemenda með ólíkan bakgrunn, íslenskra sem erlendra. Sá sem gegnir stöðu rektors Háskóla Íslands er um leið andlit Háskóla Íslands út á við og mikilvægt er að hann hafi getu og vilja til að tjá um erfið samfélagsmál hér heima sem og horfur í alþjóðamálum. Ég efast ekki um að allir frambjóðendur til rektors séu hæfir á sínu sviði og myndu reynast góðir stjórnendur. En fáum þeirra treysti ég eins vel og Birni Þorsteinssyni heimspekingi til að vera andlit Háskóla Íslands út á við. Björn hefur yfir sér fágæta áru yfirvegunar og rökvísi, hann hefur ekki síst talað máli náttúrunnar og umhverfisins af einurð og spyr mikilvægra spurninga um vísindi og samfélag sem snúa að framtíð sem í mörgu tilliti virðist ógnvænleg. Svo vitnað sé beint í skrif Björns. af kynningarsíðu hans: Hvort sem vísindin snúast um náttúruna, lífríkið, loftslagið, löndin eða höfin, mannlegt samfélag, menninguna, menntunina, heilbrigði mannfólksins eða velferð annarra tegunda – þá blasa verkefnin við. Hver verður framtíð barnanna okkar og barnabarnanna? Hvers konar samfélag verður það sem þau munu búa í, hvers konar menning, hvers konar menntun mun þrífast þar, hvert verður hlutverk tækninnar, og hvernig og hvar verður náttúran? Vísindin munu ekki láta sitt eftir liggja í leit að svarinu við þeirri spurningu. Samstarfsfólk Björns og nemendur hans bera honum einstaklega góða sögu og vísa til mannkosta hans, samskiptahæfni, forystuhæfileika og kímnigáfu. Sjálf þekki ég rannsóknir hans og hugvekjandi skrif sem eru framúrskarandi og skipta máli. Ég styð því, af heilum hug, Björn Þorsteinsson til embættis rektors Háskóla Íslands og vona að sem flestir greiði honum atkvæði sitt. Höfundur er bókmenntafræðingur og rannsóknarprófessor við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég dáist að öllum þeim framúrskarandi einstaklingum sem bjóða sig fram til embættis rektors Háskóla Íslands og eru tilbúnir til að takast á við erfiða stjórnun undirfjármagnaðrar stofnunar. Rektor þarf að setja sig inn í flókin mál sem snúa að kennslu í ólíkum greinum og fjölbreytilegum rannsóknum sem fram fara á vegum háskólans, ekki bara í höfuðborginni heldur einnig víða um landið. Þá þarf hann að gæta hagsmuna fjölbreytilegs starfsfólks og fjölda nemenda með ólíkan bakgrunn, íslenskra sem erlendra. Sá sem gegnir stöðu rektors Háskóla Íslands er um leið andlit Háskóla Íslands út á við og mikilvægt er að hann hafi getu og vilja til að tjá um erfið samfélagsmál hér heima sem og horfur í alþjóðamálum. Ég efast ekki um að allir frambjóðendur til rektors séu hæfir á sínu sviði og myndu reynast góðir stjórnendur. En fáum þeirra treysti ég eins vel og Birni Þorsteinssyni heimspekingi til að vera andlit Háskóla Íslands út á við. Björn hefur yfir sér fágæta áru yfirvegunar og rökvísi, hann hefur ekki síst talað máli náttúrunnar og umhverfisins af einurð og spyr mikilvægra spurninga um vísindi og samfélag sem snúa að framtíð sem í mörgu tilliti virðist ógnvænleg. Svo vitnað sé beint í skrif Björns. af kynningarsíðu hans: Hvort sem vísindin snúast um náttúruna, lífríkið, loftslagið, löndin eða höfin, mannlegt samfélag, menninguna, menntunina, heilbrigði mannfólksins eða velferð annarra tegunda – þá blasa verkefnin við. Hver verður framtíð barnanna okkar og barnabarnanna? Hvers konar samfélag verður það sem þau munu búa í, hvers konar menning, hvers konar menntun mun þrífast þar, hvert verður hlutverk tækninnar, og hvernig og hvar verður náttúran? Vísindin munu ekki láta sitt eftir liggja í leit að svarinu við þeirri spurningu. Samstarfsfólk Björns og nemendur hans bera honum einstaklega góða sögu og vísa til mannkosta hans, samskiptahæfni, forystuhæfileika og kímnigáfu. Sjálf þekki ég rannsóknir hans og hugvekjandi skrif sem eru framúrskarandi og skipta máli. Ég styð því, af heilum hug, Björn Þorsteinsson til embættis rektors Háskóla Íslands og vona að sem flestir greiði honum atkvæði sitt. Höfundur er bókmenntafræðingur og rannsóknarprófessor við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun