Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir og Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifa 17. mars 2025 07:02 Í margvíslegum samvinnuverkefnum á síðustu árum hefur Kolbrún sýnt sveigjanleika og seiglu og ekki hikað við að láta hendur standa fram úr ermum. Við styðjum framboð hennar til rektors Háskóla Íslands heilshugar og hvetjum öll þau sem atkvæðisrétt hafa til að kynna sér stefnumál hennar og árangur. Kolbrún Pálsdóttir hefur náð að tengja Menntavísindasvið Háskóla Íslands við aðrar menntastofnanir samfélagsins á nýjan hátt. Hún hefur vilja og metnað til að brjóta niður múra milli stofnana, skapa vettvang fyrir samtal ólíkra aðila og tryggja að Háskólinn starfi í tengslum við skóla á öllum stigum, fagfélög, stjórnvöld og aðra lykilaðila. Kolbrún hefur verið óþreytandi í því að styðja við þróun kennslu og rannsókna og leitað leiða til að styrkja samstarf og nýja sprota í menntakerfinu. Hún hefur ásamt samstarfsfólki af Menntavísindasviði tekið virkan þátt í mótun stefnu og uppbyggingu verkefna á vegum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Eitt dæmi um mikilvægt samstarfsverkefni er MEMM – menntun, mótttaka og miðlun – þróunarverkefni sem mennta- og barnamálamálaráðuneytið leiðir og miðar að því að skapa samræmda stefnu fyrir móttöku og menntun barna með fjölbreyttan bakgrunn í íslenskum skólum. Annað dæmi um nýjan sprota er fagháskólanám í leikskólafræði á landsvísu þar sem Menntavísindasvið HÍ og Kennaradeild Háskólans á Akureyri byggja upp nýja námsleið saman sem mætir þörfum sveitafélaga og leikskóla um land allt. Það er ekki sjálfgefið að tryggja stuðning og fjármagn til nýrra verkefna, en Kolbrún hefur náð því með skýrri sýn, öflugri samvinnu og sannfæringarkrafti. Kolbrún hefur það sem þarf til að leiða Háskólann áfram á vegferð uppbyggingar síðustu ára. Yfirgripsmikil reynsla hennar af stjórnun og þekking á stjórnkerfinu, framsýni, seigla og ríkuleg tengsl við fjölmarga aðila munu nýtast vel í embætti rektors. Við hvetjum ykkur öll sem hafið atkvæðisrétt í rektorskjörinu sem fram fer á Uglu 18. og 19. mars til að kjósa Kolbrúnu sem næsta rektor Háskóla Íslands. Kristín Jónsdóttir er kennslukona og dósent við Deild kennslu og menntunarfræða HÍ Þórdís Jóna Sigurðardóttir er forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í margvíslegum samvinnuverkefnum á síðustu árum hefur Kolbrún sýnt sveigjanleika og seiglu og ekki hikað við að láta hendur standa fram úr ermum. Við styðjum framboð hennar til rektors Háskóla Íslands heilshugar og hvetjum öll þau sem atkvæðisrétt hafa til að kynna sér stefnumál hennar og árangur. Kolbrún Pálsdóttir hefur náð að tengja Menntavísindasvið Háskóla Íslands við aðrar menntastofnanir samfélagsins á nýjan hátt. Hún hefur vilja og metnað til að brjóta niður múra milli stofnana, skapa vettvang fyrir samtal ólíkra aðila og tryggja að Háskólinn starfi í tengslum við skóla á öllum stigum, fagfélög, stjórnvöld og aðra lykilaðila. Kolbrún hefur verið óþreytandi í því að styðja við þróun kennslu og rannsókna og leitað leiða til að styrkja samstarf og nýja sprota í menntakerfinu. Hún hefur ásamt samstarfsfólki af Menntavísindasviði tekið virkan þátt í mótun stefnu og uppbyggingu verkefna á vegum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Eitt dæmi um mikilvægt samstarfsverkefni er MEMM – menntun, mótttaka og miðlun – þróunarverkefni sem mennta- og barnamálamálaráðuneytið leiðir og miðar að því að skapa samræmda stefnu fyrir móttöku og menntun barna með fjölbreyttan bakgrunn í íslenskum skólum. Annað dæmi um nýjan sprota er fagháskólanám í leikskólafræði á landsvísu þar sem Menntavísindasvið HÍ og Kennaradeild Háskólans á Akureyri byggja upp nýja námsleið saman sem mætir þörfum sveitafélaga og leikskóla um land allt. Það er ekki sjálfgefið að tryggja stuðning og fjármagn til nýrra verkefna, en Kolbrún hefur náð því með skýrri sýn, öflugri samvinnu og sannfæringarkrafti. Kolbrún hefur það sem þarf til að leiða Háskólann áfram á vegferð uppbyggingar síðustu ára. Yfirgripsmikil reynsla hennar af stjórnun og þekking á stjórnkerfinu, framsýni, seigla og ríkuleg tengsl við fjölmarga aðila munu nýtast vel í embætti rektors. Við hvetjum ykkur öll sem hafið atkvæðisrétt í rektorskjörinu sem fram fer á Uglu 18. og 19. mars til að kjósa Kolbrúnu sem næsta rektor Háskóla Íslands. Kristín Jónsdóttir er kennslukona og dósent við Deild kennslu og menntunarfræða HÍ Þórdís Jóna Sigurðardóttir er forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun