Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar 15. mars 2025 23:31 Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, hefur í áratugi verið ötull baráttumaður fyrir aukinni fjármögnun háskóla- og vísindastarfs á grundvelli gæða og árangurs. Hann skilur hvað þarf til að tryggja áframhaldandi og vaxandi árangur Háskóla Íslands, góða aðstöðu til rannsókna, rannsóknanáms og nýliðunar akademískra starfsmanna og hann mun berjast fyrir bættri fjármögnun Háskólans og eflingu samkeppnissjóða – enda hefur hann gert það ötullega undanfarin 20 ár, eins og margvísleg skrif hans og opinber framganga sanna. Þess vegna styð ég Magnús í kosningum sem fram fara dagana 18.–19. mars þegar nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands velja sér nýjan rektor. Rektor skiptir miklu máli fyrir framtíð háskólans, kennslu og vísindastarf, stöðu hans og áhrif í íslensku samfélagi. Því ber að fagna að úrvalsfólk er í framboði til rektors, en að mínu mati stendur Magnús Karl öðrum framar. Því styð ég hann. En ég styð hann ekki einungis vegna þess að ég veit að hann mun berjast af krafti fyrir bættri stöðu Háskóla Íslands, sem vísinda- og menntastofnunar. Magnús Karl hefur þann skilning á og reynslu af stjórnun í flóknu umhverfi háskóla- og vísindastarfs sem rektor er nauðsynlegur. Hann var deildarforseti læknadeildar í 4 ár og áður varadeildarforseti í 2 ár. Hann hefur verið prófessor og deildarstjóri í lyfja- og eiturefnafræði í 15 ár, afar farsæll kennari, leiðtogi og stjórnandi rannsóknateyma, leiðbeinandi meistara- og doktorsnema og afkastamikill vísindamaður við Háskóla Íslands í og einnig hjá Íslenskri erfðagreiningu sl. 7 ár. Meistara- og doktorsnemar Magnúsar bera lof á hann fyrir hvatningu, góða leiðsögn, mikinn metnað og kröfur, en líka mikinn stuðning. Það sama á við um samstarfsfólk hans. Magnús Karl hefur djúpan skilning á eðli vísinda- og fræðastarfs og mikla yfirsýn yfir vísindastarf langt út fyrir sitt eigið fræðasvið. Hann þekkir vel styrkleika og veikleika háskóla- og vísindasamfélagsins á Íslandi og á alþjóðavettvangi, sérstaklega í Bandaríkjunum, þar sem hann stundaði nám og rannsóknir við University of Wisconsin og National Institutes of Health (NIH). Hann þekkir vel stöðu háskóla og rannsóknastofnana á Norðurlöndunum og í Evrópu gegnum samstarf sem vísindamaður og forseti læknadeildar. Magnús Karl hefur gengt mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir Háskóla Íslands, stjórnvöld og íslenskt vísindasamfélag, m.a. sem formaður stjórnar Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, í fagráði Rannís í líf- og heilbrigðisvísindum, í vísindaráði Landspítala, markáætlunum Vísinda- og tækniráðs og sem fulltrúi Íslands í 7. Rammaáætlun ESB um rannsóknir og þróun. Ég kynntist Magnúsi Karli fyrst þegar ég kenndi honum ónæmisfræði á þriðja ári í læknisfræði. Hann var vel að sér, afar áhugasamur og spurði krefjandi spurninga. Það kom ekki á óvart að hann, einn af fyrstu nemendum í læknisfræði, tók valkvætt aukaár til að vinna að vísindarannsókn (um frumulíffræði æðaþelsfruma), sem lagði grunn að vísindaferli hans. Í byrjun aldarinnar fór ég með Davíð Á. Gunnarssyni, þá ráðuneytisstjóra Heilbrigðisráðuneytisins og hópi vísindamanna í heimsókn til National Institutes of Health, sem var liður í markvissu átaki íslenskra stjórnvalda til að auka samstarf Íslands og Bandaríkjanna um vísindarannsóknir á sviði líf- og læknisfræði. Gestgjafinn (NIH) fékk Magnús Karl til að sýna íslensku sendinefndinni National Heart, Lung and Blood Institute, þar sem hann vann við rannsóknir, til kynna okkur fyrir vísindamönnum og rannsóknum á sviði sameindalíffræði blóðsjúkdóma, stofnfrumna og blóðkrabbameina. Magnús Karl hafði hlotið bæði styrki og viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar þar og var greinilega mikils metinn af kollegunum. Brennandi áhugi og metnaður streymdi frá honum og ég hugsaði þá; vonandi á Magnús Karl eftir að flytja heim og taka þátt í uppbyggingu líf- og heilbrigðisvísinda á Íslandi. Sú von rættist. Ég hef verið þeirra gæfu aðnjótandi að vinna með Magnúsi við læknadeild í 13 ár og hjá Íslenskri erfðagreiningu í 7 ár, sem hefur verið gefandi og mannbætandi. Magnús Karl hefur beitt sér til að auka skilning stjórnvalda á lykilhlutverki Háskóla Íslands í íslensku vísinda- og þekkingarsamfélagi, sem einni af grunnstoðum samfélagsins, atvinnulífs og verðmætasköpunar á mörgum sviðum. Hann mun, verði hann kjörinn rektor, efla forystuhlutverk Háskóla Íslands og gera honum kleift að þjóna íslensku rannsóknasamfélagi í heild sinni þannig að hann nýtist íslensku samfélagi til fulls. Hann mun áfram berjast fyrir aukinni fjármögnun háskóla- og vísindastarfs á grundvelli gæða og árangurs í þágu velferðar og velsældar, fyrir eflingu rannsóknanáms, rannsókna og nýsköpunar, aukinni nýliðun, bættri aðstöðu og auknu samstarfi innan skólans og við innlendar og erlendar stofnanir og fyrirtæki. Einnig eflingu vandaðra kennsluhátta, aukinni fjölbreyttni í kennslu og kennsluháttum, umbun fyrir fyrirmyndar kennsluframlag og auknum sveigjanleika í starfsframlagi milli rannsókna og kennslu. Magnús Karl mun vinna að því að háskólinn verði eftirsóttur vinnustaður fyrir framúrskarandi nemendur og starfsfólk. Magnús Karl verður sem rektor, nái hann kjöri, sterkur og trúverðugur talsmaður háskólans, vísinda, menntunar, menningar og félagslegs réttlætis, hér heima og á alþjóðavettvangi. Hann er miklum mannkostum búinn, hann er öflugur leiðtogi með skýra framtíðarsýn, réttsýnn og fylginn sér. Hann hlustar og á auðvelt með að setja sig í spor annara, er laus við hroka og yfirlæti. Hann hrífur fólk með sér til góðra verka. Þess vegna styð ég Magnús Karl í embætti rektors Háskóla Íslands. Höfundur er prófessor emerita við læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, hefur í áratugi verið ötull baráttumaður fyrir aukinni fjármögnun háskóla- og vísindastarfs á grundvelli gæða og árangurs. Hann skilur hvað þarf til að tryggja áframhaldandi og vaxandi árangur Háskóla Íslands, góða aðstöðu til rannsókna, rannsóknanáms og nýliðunar akademískra starfsmanna og hann mun berjast fyrir bættri fjármögnun Háskólans og eflingu samkeppnissjóða – enda hefur hann gert það ötullega undanfarin 20 ár, eins og margvísleg skrif hans og opinber framganga sanna. Þess vegna styð ég Magnús í kosningum sem fram fara dagana 18.–19. mars þegar nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands velja sér nýjan rektor. Rektor skiptir miklu máli fyrir framtíð háskólans, kennslu og vísindastarf, stöðu hans og áhrif í íslensku samfélagi. Því ber að fagna að úrvalsfólk er í framboði til rektors, en að mínu mati stendur Magnús Karl öðrum framar. Því styð ég hann. En ég styð hann ekki einungis vegna þess að ég veit að hann mun berjast af krafti fyrir bættri stöðu Háskóla Íslands, sem vísinda- og menntastofnunar. Magnús Karl hefur þann skilning á og reynslu af stjórnun í flóknu umhverfi háskóla- og vísindastarfs sem rektor er nauðsynlegur. Hann var deildarforseti læknadeildar í 4 ár og áður varadeildarforseti í 2 ár. Hann hefur verið prófessor og deildarstjóri í lyfja- og eiturefnafræði í 15 ár, afar farsæll kennari, leiðtogi og stjórnandi rannsóknateyma, leiðbeinandi meistara- og doktorsnema og afkastamikill vísindamaður við Háskóla Íslands í og einnig hjá Íslenskri erfðagreiningu sl. 7 ár. Meistara- og doktorsnemar Magnúsar bera lof á hann fyrir hvatningu, góða leiðsögn, mikinn metnað og kröfur, en líka mikinn stuðning. Það sama á við um samstarfsfólk hans. Magnús Karl hefur djúpan skilning á eðli vísinda- og fræðastarfs og mikla yfirsýn yfir vísindastarf langt út fyrir sitt eigið fræðasvið. Hann þekkir vel styrkleika og veikleika háskóla- og vísindasamfélagsins á Íslandi og á alþjóðavettvangi, sérstaklega í Bandaríkjunum, þar sem hann stundaði nám og rannsóknir við University of Wisconsin og National Institutes of Health (NIH). Hann þekkir vel stöðu háskóla og rannsóknastofnana á Norðurlöndunum og í Evrópu gegnum samstarf sem vísindamaður og forseti læknadeildar. Magnús Karl hefur gengt mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir Háskóla Íslands, stjórnvöld og íslenskt vísindasamfélag, m.a. sem formaður stjórnar Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, í fagráði Rannís í líf- og heilbrigðisvísindum, í vísindaráði Landspítala, markáætlunum Vísinda- og tækniráðs og sem fulltrúi Íslands í 7. Rammaáætlun ESB um rannsóknir og þróun. Ég kynntist Magnúsi Karli fyrst þegar ég kenndi honum ónæmisfræði á þriðja ári í læknisfræði. Hann var vel að sér, afar áhugasamur og spurði krefjandi spurninga. Það kom ekki á óvart að hann, einn af fyrstu nemendum í læknisfræði, tók valkvætt aukaár til að vinna að vísindarannsókn (um frumulíffræði æðaþelsfruma), sem lagði grunn að vísindaferli hans. Í byrjun aldarinnar fór ég með Davíð Á. Gunnarssyni, þá ráðuneytisstjóra Heilbrigðisráðuneytisins og hópi vísindamanna í heimsókn til National Institutes of Health, sem var liður í markvissu átaki íslenskra stjórnvalda til að auka samstarf Íslands og Bandaríkjanna um vísindarannsóknir á sviði líf- og læknisfræði. Gestgjafinn (NIH) fékk Magnús Karl til að sýna íslensku sendinefndinni National Heart, Lung and Blood Institute, þar sem hann vann við rannsóknir, til kynna okkur fyrir vísindamönnum og rannsóknum á sviði sameindalíffræði blóðsjúkdóma, stofnfrumna og blóðkrabbameina. Magnús Karl hafði hlotið bæði styrki og viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar þar og var greinilega mikils metinn af kollegunum. Brennandi áhugi og metnaður streymdi frá honum og ég hugsaði þá; vonandi á Magnús Karl eftir að flytja heim og taka þátt í uppbyggingu líf- og heilbrigðisvísinda á Íslandi. Sú von rættist. Ég hef verið þeirra gæfu aðnjótandi að vinna með Magnúsi við læknadeild í 13 ár og hjá Íslenskri erfðagreiningu í 7 ár, sem hefur verið gefandi og mannbætandi. Magnús Karl hefur beitt sér til að auka skilning stjórnvalda á lykilhlutverki Háskóla Íslands í íslensku vísinda- og þekkingarsamfélagi, sem einni af grunnstoðum samfélagsins, atvinnulífs og verðmætasköpunar á mörgum sviðum. Hann mun, verði hann kjörinn rektor, efla forystuhlutverk Háskóla Íslands og gera honum kleift að þjóna íslensku rannsóknasamfélagi í heild sinni þannig að hann nýtist íslensku samfélagi til fulls. Hann mun áfram berjast fyrir aukinni fjármögnun háskóla- og vísindastarfs á grundvelli gæða og árangurs í þágu velferðar og velsældar, fyrir eflingu rannsóknanáms, rannsókna og nýsköpunar, aukinni nýliðun, bættri aðstöðu og auknu samstarfi innan skólans og við innlendar og erlendar stofnanir og fyrirtæki. Einnig eflingu vandaðra kennsluhátta, aukinni fjölbreyttni í kennslu og kennsluháttum, umbun fyrir fyrirmyndar kennsluframlag og auknum sveigjanleika í starfsframlagi milli rannsókna og kennslu. Magnús Karl mun vinna að því að háskólinn verði eftirsóttur vinnustaður fyrir framúrskarandi nemendur og starfsfólk. Magnús Karl verður sem rektor, nái hann kjöri, sterkur og trúverðugur talsmaður háskólans, vísinda, menntunar, menningar og félagslegs réttlætis, hér heima og á alþjóðavettvangi. Hann er miklum mannkostum búinn, hann er öflugur leiðtogi með skýra framtíðarsýn, réttsýnn og fylginn sér. Hann hlustar og á auðvelt með að setja sig í spor annara, er laus við hroka og yfirlæti. Hann hrífur fólk með sér til góðra verka. Þess vegna styð ég Magnús Karl í embætti rektors Háskóla Íslands. Höfundur er prófessor emerita við læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun