Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar 15. mars 2025 20:30 Sá sem fjármagnar vopnakaup mun dag einn þurfa að horfast í augu við hlaðið vopn sem beinist að honum sjálfum. Íslenskt skattfé má aldrei nota til að fjármagna vopn, af þeirri einföldu ástæðu að íslenskir skattborgarar eiga engan möguleika á að verja sig verði á þá ráðist. Hins vegar vilja íslenskir skattborgarar styðja og hjálpa fórnarlömbum stríða, sem eru fyrst og fremst almennir óvopnaðir borgarar eins og við sjálf erum. Við viljum fjármagna hjálpargögn, lyf, læknisaðstoð, sjúkraskýli, matvæli, fatnað og vatn og allt það annað sem almennir borgarar í stríðshrjáðu landi þurfa á að halda. Íslendingar vilja ekki fjármagna vopn sem drepa almenna borgara, heldur veita almennum borgurum stuðning og aðstoð í neyð. Stærsta framlag Íslands til heimsmenningarinnar, Íslendingasögur, fjalla um hatur og deilur, átök, hefndir og svik, enda ritaðar á þeim tíma þegar á Íslandi ríkti blóðug borgarastyrjöld, Sturlungaöld. Sögurnar eru niðurstaða þjóðarinnar eftir þessa einu styrjöld sem þjóðin hefur staðið í innanlands. Sögurnar eru allar á sama máli og lokaniðurstaða þeirra allra er sú sama: að stríðandi aðilar skuli sættast, greiða hvor öðrum bætur, og halda þessa sátt um aldur og ævi. Sögurnar eru líka sammála um að allir skuli rísa upp í sameiningu gegn svikurum og lygurum og hverjum þeim sem reynir að rjúfa þá sátt sem góðir menn hafa gjört, og dæma slíka aðila samkvæmt réttum lögum. Íslendingasögur segja: Haldið friðinn, hvað sem það kostar, því ef friðurinn er rofinn mun öllu og öllum verða tortímt - og jafnan þeim er síst skyldi. Þetta er það eina sem rödd Íslands á að segja á alþjóðavettvangi; þetta er lokasvar þjóðarinnar til allra stríðandi aðila, því þetta svar byggir á reynslu okkar sjálfra og er rödd okkar eigin þjóðarsálar. Innanum öskrandi stríðsherra heimsins verður þessi rödd að hljóma hrein og skýr og sterk. Íslenskum ráðamönnum ber að tala einungis fyrir sáttum og friði. Og íslenskir ráðamenn eiga eingöngu að leggja skattfé þjóðarinnar í aðgerðir, vörur og búnað sem styðja við almenna borgara í stríðshrjáðum löndum – en ekki í útbúnað eða vopn hermanna - því besta og öruggasta vörn okkar sjálfra er sú, að hafa ekki sett vopn í hendur neins annars. Það vill svo til að við Íslendingar eigum okkar eigin öfluga her, en munurinn á honum og herjum annarra landa er sá, að okkar her bjargar mannslífum en tortímir þeim ekki. Sjálfboðaliðasveitir björgunarsveitanna um allt land – það eru hersveitir sem berjast fyrir lífinu – lífi annarra – og leggja sjálfar sig í hættu til þess. Hvar í veröldinni er hægt að finna betra fordæmi friðarþjóðar, en okkar litlu þjóð, sem hefur öflugan her þrautþjálfaðra sjálfboðaliða - sem bjarga mannslífum; þjóð sem á merkustu bókmenntir miðalda sem allar segja einni röddu: Haldið friðinn; þjóð sem sjálf hefur aldrei farið með ófriði á hendur annarri þjóð – utan einu sinni - þegar íslenskir ráðamenn vildu spila sig stóra menn innan um stríðsherra heimsins. Öll vitum við hvernig þeirri sögu lauk. Á máli Íslendingasagna gætu þau endalok hafa verið orðuð með þessum hætti: „Höfðu þeir vansæmd mikla af málinu og voru að fullu rúnir heiðri sínum og virðingu. Bar alþýða jafnan lítt traust til þeirra síðan. Og eru þeir úr sögunni.“ Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Erlingsson Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Sá sem fjármagnar vopnakaup mun dag einn þurfa að horfast í augu við hlaðið vopn sem beinist að honum sjálfum. Íslenskt skattfé má aldrei nota til að fjármagna vopn, af þeirri einföldu ástæðu að íslenskir skattborgarar eiga engan möguleika á að verja sig verði á þá ráðist. Hins vegar vilja íslenskir skattborgarar styðja og hjálpa fórnarlömbum stríða, sem eru fyrst og fremst almennir óvopnaðir borgarar eins og við sjálf erum. Við viljum fjármagna hjálpargögn, lyf, læknisaðstoð, sjúkraskýli, matvæli, fatnað og vatn og allt það annað sem almennir borgarar í stríðshrjáðu landi þurfa á að halda. Íslendingar vilja ekki fjármagna vopn sem drepa almenna borgara, heldur veita almennum borgurum stuðning og aðstoð í neyð. Stærsta framlag Íslands til heimsmenningarinnar, Íslendingasögur, fjalla um hatur og deilur, átök, hefndir og svik, enda ritaðar á þeim tíma þegar á Íslandi ríkti blóðug borgarastyrjöld, Sturlungaöld. Sögurnar eru niðurstaða þjóðarinnar eftir þessa einu styrjöld sem þjóðin hefur staðið í innanlands. Sögurnar eru allar á sama máli og lokaniðurstaða þeirra allra er sú sama: að stríðandi aðilar skuli sættast, greiða hvor öðrum bætur, og halda þessa sátt um aldur og ævi. Sögurnar eru líka sammála um að allir skuli rísa upp í sameiningu gegn svikurum og lygurum og hverjum þeim sem reynir að rjúfa þá sátt sem góðir menn hafa gjört, og dæma slíka aðila samkvæmt réttum lögum. Íslendingasögur segja: Haldið friðinn, hvað sem það kostar, því ef friðurinn er rofinn mun öllu og öllum verða tortímt - og jafnan þeim er síst skyldi. Þetta er það eina sem rödd Íslands á að segja á alþjóðavettvangi; þetta er lokasvar þjóðarinnar til allra stríðandi aðila, því þetta svar byggir á reynslu okkar sjálfra og er rödd okkar eigin þjóðarsálar. Innanum öskrandi stríðsherra heimsins verður þessi rödd að hljóma hrein og skýr og sterk. Íslenskum ráðamönnum ber að tala einungis fyrir sáttum og friði. Og íslenskir ráðamenn eiga eingöngu að leggja skattfé þjóðarinnar í aðgerðir, vörur og búnað sem styðja við almenna borgara í stríðshrjáðum löndum – en ekki í útbúnað eða vopn hermanna - því besta og öruggasta vörn okkar sjálfra er sú, að hafa ekki sett vopn í hendur neins annars. Það vill svo til að við Íslendingar eigum okkar eigin öfluga her, en munurinn á honum og herjum annarra landa er sá, að okkar her bjargar mannslífum en tortímir þeim ekki. Sjálfboðaliðasveitir björgunarsveitanna um allt land – það eru hersveitir sem berjast fyrir lífinu – lífi annarra – og leggja sjálfar sig í hættu til þess. Hvar í veröldinni er hægt að finna betra fordæmi friðarþjóðar, en okkar litlu þjóð, sem hefur öflugan her þrautþjálfaðra sjálfboðaliða - sem bjarga mannslífum; þjóð sem á merkustu bókmenntir miðalda sem allar segja einni röddu: Haldið friðinn; þjóð sem sjálf hefur aldrei farið með ófriði á hendur annarri þjóð – utan einu sinni - þegar íslenskir ráðamenn vildu spila sig stóra menn innan um stríðsherra heimsins. Öll vitum við hvernig þeirri sögu lauk. Á máli Íslendingasagna gætu þau endalok hafa verið orðuð með þessum hætti: „Höfðu þeir vansæmd mikla af málinu og voru að fullu rúnir heiðri sínum og virðingu. Bar alþýða jafnan lítt traust til þeirra síðan. Og eru þeir úr sögunni.“ Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar