„Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Hinrik Wöhler skrifar 15. mars 2025 18:26 Snorri Steinn Guðjónsson getur leyft sér að fagna sæti á lokamóti EM eftir stórsigur á Grikkjum í dag. Vísir/Anton Brink Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, var léttur í lund eftir sigur á Grikkjum fyrir framan fulla Laugardalshöll í dag. Ísland vann gríska liðið í annað sinn á fjórum dögum, að þessu sinni með tólf marka mun, 33-21. Snorri Steinn var ánægður með einbeitinguna í liðinu en sér þó ávallt tækifæri til bætingar. „Ég er mjög sáttur og ánægður með strákana. Það var mikil einbeiting og kraftur í þeim, sérstaklega í byrjun og fyrri hálfleikur var góður. Ef ég ætla að vera aðeins frekur þá hefðum við getað verið meira yfir í hálfleik og nýtt færin aðeins betur,“ sagði Snorri Steinn skömmu eftir leik. „Við gáfum þeim nokkur auðveld mörk í fyrri hálfleik en heilt yfir góð frammistaða og fagmannlega gert hjá mínu liði,“ bætti þjálfarinn við. Ísland lék á móti gríska liðinu úti í Grikklandi á miðvikudaginn síðasta og það var fátt sem kom óvart í leik þeirra í dag. Eins og Snorri kemur inn á þá var gangurinn í leikjunum svipaður og enduðu þeir báðir með stórsigri Íslands. „Einhverjar mannabreytingar hjá þeim og eitthvað sem við vissum alveg fyrir leikinn. Mér fannst við gera hlutina betur heldur en í fyrri leiknum þannig leikirnir voru kannski keimlíkir og báðir þessir leikir, þannig lagað, búnir í hálfleik,“ sagði Snorri þegar hann spurður hvort eitthvað hafi komið á óvart í leik gríska liðsins. Næsti landsliðshópur gæti orðið hausverkur fyrir Snorra Íslenska liðið lék án margra leikmanna í þessu landsliðsverkefni og nýttu margir leikmenn þennan glugga til að sýna sig fyrir landsliðsþjálfaranum. Snorri segir að valið verði flókið þegar leikmenn koma af meiðslalistanum. Margir leikmenn gripu tækifærið í fjarveru lykilleikmanna og sýndu hvað í þeim býr.Vísir/Anton Brink „Engin spurning, þetta var góður gluggi fyrir marga. Til þess er þetta nú, að fá tækifæri og þú þarft að nýta það. Það voru margir sem stimpluðu sig inn og það er mjög ánægjulegt. Ef við verðum alla okkar handboltamenn heila þegar að því kemur að velja næsta hóp eða lokamót þá er það bara hausverkur sem ég þarf að glíma við,“ sagði Snorri að lokum. Með sigrinum tryggði Ísland sér sæti á lokamóti EM sem fer fram í janúar á næsta ári en næstu leikir landsliðsins eru á móti Georgíu og Bosníu í byrjun maí. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira
Snorri Steinn var ánægður með einbeitinguna í liðinu en sér þó ávallt tækifæri til bætingar. „Ég er mjög sáttur og ánægður með strákana. Það var mikil einbeiting og kraftur í þeim, sérstaklega í byrjun og fyrri hálfleikur var góður. Ef ég ætla að vera aðeins frekur þá hefðum við getað verið meira yfir í hálfleik og nýtt færin aðeins betur,“ sagði Snorri Steinn skömmu eftir leik. „Við gáfum þeim nokkur auðveld mörk í fyrri hálfleik en heilt yfir góð frammistaða og fagmannlega gert hjá mínu liði,“ bætti þjálfarinn við. Ísland lék á móti gríska liðinu úti í Grikklandi á miðvikudaginn síðasta og það var fátt sem kom óvart í leik þeirra í dag. Eins og Snorri kemur inn á þá var gangurinn í leikjunum svipaður og enduðu þeir báðir með stórsigri Íslands. „Einhverjar mannabreytingar hjá þeim og eitthvað sem við vissum alveg fyrir leikinn. Mér fannst við gera hlutina betur heldur en í fyrri leiknum þannig leikirnir voru kannski keimlíkir og báðir þessir leikir, þannig lagað, búnir í hálfleik,“ sagði Snorri þegar hann spurður hvort eitthvað hafi komið á óvart í leik gríska liðsins. Næsti landsliðshópur gæti orðið hausverkur fyrir Snorra Íslenska liðið lék án margra leikmanna í þessu landsliðsverkefni og nýttu margir leikmenn þennan glugga til að sýna sig fyrir landsliðsþjálfaranum. Snorri segir að valið verði flókið þegar leikmenn koma af meiðslalistanum. Margir leikmenn gripu tækifærið í fjarveru lykilleikmanna og sýndu hvað í þeim býr.Vísir/Anton Brink „Engin spurning, þetta var góður gluggi fyrir marga. Til þess er þetta nú, að fá tækifæri og þú þarft að nýta það. Það voru margir sem stimpluðu sig inn og það er mjög ánægjulegt. Ef við verðum alla okkar handboltamenn heila þegar að því kemur að velja næsta hóp eða lokamót þá er það bara hausverkur sem ég þarf að glíma við,“ sagði Snorri að lokum. Með sigrinum tryggði Ísland sér sæti á lokamóti EM sem fer fram í janúar á næsta ári en næstu leikir landsliðsins eru á móti Georgíu og Bosníu í byrjun maí.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira