Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar 17. mars 2025 08:01 Silja Bára Ómarsdóttir er sú forystumanneskja sem Háskóli Íslands þarf. Þegar við stöndum frammi fyrir helstu áskorun okkar tíma, loftslagsvánni, er brýnt að háskólinn setji það í forgrunn að styðja við menntun og rannsóknir sem þjóni heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Silja Bára hefur skilning á mikilvægi háskólans að þessu leyti og vill að rektor verði öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála á opinberum vettvangi og að háskólinn verði í virku samstarfi við stjórnvöld um þekkingamiðlun á því sviði. Þess vegna tel ég hana vera réttu manneskjuna í stöðu rektors. Leiðir okkar Silja Báru lágu fyrst saman á árunum 2008-2009 þegar ég starfaði í utanríkisþjónustunni og hún sinnti þar fræðslu um alþjóðastjórnmál með áherslu á stöðu og hlutverk kvenna á vettvangi alþjóðamála. Árið 2010 tókum við svo báðar sæti í Stjórnlagaráði og þar gafst mér ómetanlegt tækifæri á að vinna við hlið hennar. Í umhverfi sem krafðist gagnrýninnar hugsunar, samstarfshæfni og framsýni reyndist hún vera fremst meðal jafningja. Þar reyndi einnig á eiginleika hennar að draga saman ólík sjónarmið og styðja við að okkur tækist að ná sameiginlegri lendingu þrátt fyrir þau. Hún var ákveðin, skynsöm í sinni nálgun og á sama tíma alltaf tilbúin að hlusta á mismunandi raddir, sem er lykilatriði fyrir hvaða forystuhlutverk sem er. Það var sérstaklega eftirtektarvert að fylgjast með Silju Báru og hennar áherslum í jafnréttismálum en hún kom m.a. að því að setja inn í drög ráðsins að nýrri stjórnarskrá ákvæði um jafnrétti allra einstaklinga og þá með því að tilgreina að slíkt væri sérstaklega óháð kynhneigð fólks. Staða rektors við Háskóla Íslands er mikilvægt embætti, bæði innan sem utan háskólans. Í embætti rektors þarf að veljast manneskja með skýra sýn og skýra stefnu um þá vegferð sem skólinn er á. Háskólinn spilar mikilvægt hlutverk í íslensku samfélagi og hann þarf að búa nemendur undir þær áskoranir sem íslenskt samfélag býr við og fyrirséðar eru. Þar eru loftslagsmálin mér sérstaklega hugleikin. Ég tel að Silja Bára sé einstök í þessum tilliti þar sem hún leggur áherslu á að rektor verði öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála á opinberum vettvangi. Hún vill styðja við þverfræðilegt nám og rannsóknir á eðli og afleiðingum loftslagsbreytinga og hvernig megi þróa mótvægis- og aðlögunaraðgerðir vegna þeirra. Þá vill hún að mótuð verði langtímaáætlun um menntun og rannsóknir sem þjóna heimsmarkmiðunum og tryggja að unnt verði að bregðast við framtíðaráskorunum. Silja Bára leggur áherslu á að háskólinn sé í virku samstarfi við ráðuneyti og stofnanir sem starfa á þessu sviði til að miðla þekkingu inn í ákvarðanatöku hins opinbera. Þetta tel ég vera mikilvægt við stjórn Háskólans þannig að hægt verði að leiða hann inn í framtíðina og Silja Bára er best til þess fallin. Framboð Silju Báru snýst um að skapa háskóla sem er meðvitaður um mikilvægi framlags síns til íslensks samfélags á öllum sviðum – háskóla þar sem áhersla er lögð á fjölbreytni, nýsköpun vegna þeirra áskorana sem samfélagið stendur frammi fyrir og akademískt frelsi. Það er mikilvægt að skólinn búi við forystu sem byggir á skýrri sýn, hugrekki og gagnsæi. Silja Bára er svarið við þeirri þörf og ég styð hana heilshugar til rektors Háskóla Íslands. Ég hvet allt háskólasamfélagið til að gera hið sama. Framsýni Silju Báru, reynsla og eldmóður munu tryggja bjarta framtíð fyrir öll, bæði nemendur og starfsfólk sem og íslenskt samfélag. Höfundur er lögmaður og fyrrverandi Stjórnlagaráðsfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir er sú forystumanneskja sem Háskóli Íslands þarf. Þegar við stöndum frammi fyrir helstu áskorun okkar tíma, loftslagsvánni, er brýnt að háskólinn setji það í forgrunn að styðja við menntun og rannsóknir sem þjóni heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Silja Bára hefur skilning á mikilvægi háskólans að þessu leyti og vill að rektor verði öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála á opinberum vettvangi og að háskólinn verði í virku samstarfi við stjórnvöld um þekkingamiðlun á því sviði. Þess vegna tel ég hana vera réttu manneskjuna í stöðu rektors. Leiðir okkar Silja Báru lágu fyrst saman á árunum 2008-2009 þegar ég starfaði í utanríkisþjónustunni og hún sinnti þar fræðslu um alþjóðastjórnmál með áherslu á stöðu og hlutverk kvenna á vettvangi alþjóðamála. Árið 2010 tókum við svo báðar sæti í Stjórnlagaráði og þar gafst mér ómetanlegt tækifæri á að vinna við hlið hennar. Í umhverfi sem krafðist gagnrýninnar hugsunar, samstarfshæfni og framsýni reyndist hún vera fremst meðal jafningja. Þar reyndi einnig á eiginleika hennar að draga saman ólík sjónarmið og styðja við að okkur tækist að ná sameiginlegri lendingu þrátt fyrir þau. Hún var ákveðin, skynsöm í sinni nálgun og á sama tíma alltaf tilbúin að hlusta á mismunandi raddir, sem er lykilatriði fyrir hvaða forystuhlutverk sem er. Það var sérstaklega eftirtektarvert að fylgjast með Silju Báru og hennar áherslum í jafnréttismálum en hún kom m.a. að því að setja inn í drög ráðsins að nýrri stjórnarskrá ákvæði um jafnrétti allra einstaklinga og þá með því að tilgreina að slíkt væri sérstaklega óháð kynhneigð fólks. Staða rektors við Háskóla Íslands er mikilvægt embætti, bæði innan sem utan háskólans. Í embætti rektors þarf að veljast manneskja með skýra sýn og skýra stefnu um þá vegferð sem skólinn er á. Háskólinn spilar mikilvægt hlutverk í íslensku samfélagi og hann þarf að búa nemendur undir þær áskoranir sem íslenskt samfélag býr við og fyrirséðar eru. Þar eru loftslagsmálin mér sérstaklega hugleikin. Ég tel að Silja Bára sé einstök í þessum tilliti þar sem hún leggur áherslu á að rektor verði öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála á opinberum vettvangi. Hún vill styðja við þverfræðilegt nám og rannsóknir á eðli og afleiðingum loftslagsbreytinga og hvernig megi þróa mótvægis- og aðlögunaraðgerðir vegna þeirra. Þá vill hún að mótuð verði langtímaáætlun um menntun og rannsóknir sem þjóna heimsmarkmiðunum og tryggja að unnt verði að bregðast við framtíðaráskorunum. Silja Bára leggur áherslu á að háskólinn sé í virku samstarfi við ráðuneyti og stofnanir sem starfa á þessu sviði til að miðla þekkingu inn í ákvarðanatöku hins opinbera. Þetta tel ég vera mikilvægt við stjórn Háskólans þannig að hægt verði að leiða hann inn í framtíðina og Silja Bára er best til þess fallin. Framboð Silju Báru snýst um að skapa háskóla sem er meðvitaður um mikilvægi framlags síns til íslensks samfélags á öllum sviðum – háskóla þar sem áhersla er lögð á fjölbreytni, nýsköpun vegna þeirra áskorana sem samfélagið stendur frammi fyrir og akademískt frelsi. Það er mikilvægt að skólinn búi við forystu sem byggir á skýrri sýn, hugrekki og gagnsæi. Silja Bára er svarið við þeirri þörf og ég styð hana heilshugar til rektors Háskóla Íslands. Ég hvet allt háskólasamfélagið til að gera hið sama. Framsýni Silju Báru, reynsla og eldmóður munu tryggja bjarta framtíð fyrir öll, bæði nemendur og starfsfólk sem og íslenskt samfélag. Höfundur er lögmaður og fyrrverandi Stjórnlagaráðsfulltrúi.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun