Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar 14. mars 2025 10:32 Það var engin stemning fyrir loftslagsmálum fyrir síðustu kosningar. Loftslagsvandinn hvarf samt ekki. Hann er enn til staðar. Það verður væntanlega ein birtingarmynd góðæris að hann verði að kosningamáli á ný. Nema það verði vegna hörmunga. Eða kynslóðaskipta meðal kjósenda. Meðal þeirra sem brenna fyrir náttúruvernd og loftslagsmálum er umræðan sífellt háværari: Hvað varð um loftslagsmálin? Í pólitíkinni? Hjá fjölmiðlum? Skilur fólk ekki hvað þetta skiptir miklu máli? Veit fólk hvernig líf á jörðu væri við 2° eða 3° hlýnun? 100 manns ætla að vinna saman Þessi mál eru mikilvæg sama hvort þau séu í tísku eða ekki. Að koma í veg fyrir hamfarahlýnun er langtímaverkefni sem krefst langtímahugsunar. Það er tímabært að eiga opið samtal um umhverfis- og loftslagsmálin og vinna síðan markvisst saman, þvert á samtök, stjórnmálaflokka og atvinnugreinar. Þau sem hafa áhuga á að taka þátt í slíku samtali eru velkomin á fund á morgun. Fréttir um fundinn hafa farið sem eldur í sinu um grasrótina. Sem stendur hafa fleiri en 100 manns skráð sig til leiks. Fjölmargt til umræðu Málaflokkarnir sem flestir fundargestir hafa áhuga á að ræða betur eru m.a. loftslagsmál, náttúruvernd, samgöngur, matvælaframleiðsla, votlendi, skipulagsmál, hringrásarhagkerfi, dýravelferð, umhverfisfræðsla, líffræðilegur fjölbreytileiki, verndun hafsins, orkumál og neysluhyggja. Þátttakendur koma alls staðar að, margir úr grasrótarsamtökum sem láta sig náttúruvernd, dýravelferð og loftslagsmál varða, fólk frá mismunandi stjórnmálaflokkum og úr atvinnulífinu. Ungt fólk, gamalt fólk, allskonar fólk. Þetta verður veisla. Að sjálfsögðu er fólk hvatt til þess að koma með eigið kaffimál. Hvað varð um umhverfismálin? Fundurinn verður laugardaginn 15. mars frá kl 10:30-13:00 í stofu M201 í Háskólanum í Reykjavík. Öll velkomin! Skráning fer fram hér: Hvað varð um umhverfismálin? Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Það var engin stemning fyrir loftslagsmálum fyrir síðustu kosningar. Loftslagsvandinn hvarf samt ekki. Hann er enn til staðar. Það verður væntanlega ein birtingarmynd góðæris að hann verði að kosningamáli á ný. Nema það verði vegna hörmunga. Eða kynslóðaskipta meðal kjósenda. Meðal þeirra sem brenna fyrir náttúruvernd og loftslagsmálum er umræðan sífellt háværari: Hvað varð um loftslagsmálin? Í pólitíkinni? Hjá fjölmiðlum? Skilur fólk ekki hvað þetta skiptir miklu máli? Veit fólk hvernig líf á jörðu væri við 2° eða 3° hlýnun? 100 manns ætla að vinna saman Þessi mál eru mikilvæg sama hvort þau séu í tísku eða ekki. Að koma í veg fyrir hamfarahlýnun er langtímaverkefni sem krefst langtímahugsunar. Það er tímabært að eiga opið samtal um umhverfis- og loftslagsmálin og vinna síðan markvisst saman, þvert á samtök, stjórnmálaflokka og atvinnugreinar. Þau sem hafa áhuga á að taka þátt í slíku samtali eru velkomin á fund á morgun. Fréttir um fundinn hafa farið sem eldur í sinu um grasrótina. Sem stendur hafa fleiri en 100 manns skráð sig til leiks. Fjölmargt til umræðu Málaflokkarnir sem flestir fundargestir hafa áhuga á að ræða betur eru m.a. loftslagsmál, náttúruvernd, samgöngur, matvælaframleiðsla, votlendi, skipulagsmál, hringrásarhagkerfi, dýravelferð, umhverfisfræðsla, líffræðilegur fjölbreytileiki, verndun hafsins, orkumál og neysluhyggja. Þátttakendur koma alls staðar að, margir úr grasrótarsamtökum sem láta sig náttúruvernd, dýravelferð og loftslagsmál varða, fólk frá mismunandi stjórnmálaflokkum og úr atvinnulífinu. Ungt fólk, gamalt fólk, allskonar fólk. Þetta verður veisla. Að sjálfsögðu er fólk hvatt til þess að koma með eigið kaffimál. Hvað varð um umhverfismálin? Fundurinn verður laugardaginn 15. mars frá kl 10:30-13:00 í stofu M201 í Háskólanum í Reykjavík. Öll velkomin! Skráning fer fram hér: Hvað varð um umhverfismálin? Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar