Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar 12. mars 2025 22:02 Sagt er að ríkissjóður Íslands ætli að kaupa fleiri sprengjur og vopn til og senda til útlanda, til manna sem telja sig þurfa á slíku að halda. Hér verður að staldra við. Það er árátta Evrópumanna, og reyndar fleiri, að þurfa að fara í stríð öðru hverju. Þannig er saga Evrópu frá öndverðu. Þótt flestir segist kjósa frið reynist krafturinn sem togar í stríð stundum sterkari. Það er ekki á hvers manns færi að skilja það. Núna hefur verið barist óralengi í Úkraínu og heimildir benda til að búið sé að drepa um milljón ungra manna og um milljón menn hafi verið limlestir. Sjálfsagt hafa sumir varpað sér sjálfviljugir í kvörnina, eftir að hafa látið ginnast af fagurgala stríðsæsingamanna, en aðrir verið neyddir á vígvöllinn. Víst má telja að það skipti allan þorra manna á þessum slóðum litlu máli hvort landamæri séu færð í austur eða vestur, þótt í hita leiksins finnist sumum hávaðamönnum annað. Margt bendir til að íbúar í þeim sveitum sem stríðsaðilar vilja frelsa á víxl hafi takmarkaðan áhuga á frelsun, enda er frelsið svipað beggja vegna landamæranna. Fullvíst má þó telja að þeir vilji frið. Þegar Evrópumenn detta svona hressilega í það, eiga Íslendingar þá að finna þann sem skárri hefur málstaðinn og kaupa handa honum byssur og sprengjur til að manndrápin geti haldið takti? Eða fer okkur kannski betur að reyna að bera klæði á vopnin? Nú finnst kannski einhverjum að vonda liðið sé lítils virði, það megi deyja. En það verður ekki þannig, þótt aðeins annað liðið fái fleiri sprengjur að gjöf. Menn deyja á báða bóga, líklega flestir í því liði sem er að tapa. Sá aðili er að verða uppiskroppa með kjöt í kvarnirnar og útvegar sér meira hráefni með því að sækja menn með valdi á götum úti í bæjum og borgum eða í landamæraskógunum þar sem þeir reyna að sleppa út úr ríki villimennskunnar. Þeir sem næst í eru klæddir í búning og sigað á virki hins liðsins þar sem þeir eru skotnir eða sprengdir samdægurs. Er það verkefni sem Íslendingar vilja borga fyrir, svo það geti haldið áfram? Hver verður svo til að þakka Íslendingum að leik loknum fyrir að hafa framlengt drápin og eyðilegginguna? Ætli það verði foreldrar, ekkjur og börn þeirra Rússa og Úkraínumanna sem voru drepnir til viðbótar, vegna þess að það var hægt að útvega meiri skotfæri með aðstoð Íslendinga? Nei, líklega ekki. Það mun enginn þakka fyrir gjörning af þessu tagi, en margir munu reyna að gleyma honum sem allra fyrst. Höfundur er prófessor í raunvísindadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Sagt er að ríkissjóður Íslands ætli að kaupa fleiri sprengjur og vopn til og senda til útlanda, til manna sem telja sig þurfa á slíku að halda. Hér verður að staldra við. Það er árátta Evrópumanna, og reyndar fleiri, að þurfa að fara í stríð öðru hverju. Þannig er saga Evrópu frá öndverðu. Þótt flestir segist kjósa frið reynist krafturinn sem togar í stríð stundum sterkari. Það er ekki á hvers manns færi að skilja það. Núna hefur verið barist óralengi í Úkraínu og heimildir benda til að búið sé að drepa um milljón ungra manna og um milljón menn hafi verið limlestir. Sjálfsagt hafa sumir varpað sér sjálfviljugir í kvörnina, eftir að hafa látið ginnast af fagurgala stríðsæsingamanna, en aðrir verið neyddir á vígvöllinn. Víst má telja að það skipti allan þorra manna á þessum slóðum litlu máli hvort landamæri séu færð í austur eða vestur, þótt í hita leiksins finnist sumum hávaðamönnum annað. Margt bendir til að íbúar í þeim sveitum sem stríðsaðilar vilja frelsa á víxl hafi takmarkaðan áhuga á frelsun, enda er frelsið svipað beggja vegna landamæranna. Fullvíst má þó telja að þeir vilji frið. Þegar Evrópumenn detta svona hressilega í það, eiga Íslendingar þá að finna þann sem skárri hefur málstaðinn og kaupa handa honum byssur og sprengjur til að manndrápin geti haldið takti? Eða fer okkur kannski betur að reyna að bera klæði á vopnin? Nú finnst kannski einhverjum að vonda liðið sé lítils virði, það megi deyja. En það verður ekki þannig, þótt aðeins annað liðið fái fleiri sprengjur að gjöf. Menn deyja á báða bóga, líklega flestir í því liði sem er að tapa. Sá aðili er að verða uppiskroppa með kjöt í kvarnirnar og útvegar sér meira hráefni með því að sækja menn með valdi á götum úti í bæjum og borgum eða í landamæraskógunum þar sem þeir reyna að sleppa út úr ríki villimennskunnar. Þeir sem næst í eru klæddir í búning og sigað á virki hins liðsins þar sem þeir eru skotnir eða sprengdir samdægurs. Er það verkefni sem Íslendingar vilja borga fyrir, svo það geti haldið áfram? Hver verður svo til að þakka Íslendingum að leik loknum fyrir að hafa framlengt drápin og eyðilegginguna? Ætli það verði foreldrar, ekkjur og börn þeirra Rússa og Úkraínumanna sem voru drepnir til viðbótar, vegna þess að það var hægt að útvega meiri skotfæri með aðstoð Íslendinga? Nei, líklega ekki. Það mun enginn þakka fyrir gjörning af þessu tagi, en margir munu reyna að gleyma honum sem allra fyrst. Höfundur er prófessor í raunvísindadeild Háskóla Íslands.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun