Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. mars 2025 20:02 Stefán Reynisson, framkvæmdastjóri Teledyne Gavia. Vísir/Bjarni Eftirspurn hefur rokið upp hjá íslensku fyrirtæki sem framleiðir sjálfstýrða kafbáta undanfarinn misseri, sem framkvæmdastjóri segir að meðal annars megi rekja til vendinga á alþjóðavettvangi. Tæknin nýtist í margvíslegum tilgangi, meðal annars í vísindarannsóknir, vöktun mikilvægra innviða og við sprengjuleit. Íslensk stjórnvöld greindu frá því í gær að til standi að taka í notkun kafbát til að vakta sæstrengi. Það er fyrirtæki á Íslandi, Teledyne Gavia, sem framleiðir slíka kafbáta en báturinn sem nýttur verður í verkefnið er einmitt úr framleiðslu fyrirtækisins. Báturinn var áður í eigu Háskóla Ísland þar sem hann var nýttur í vísindarannsóknir, en er nú í eigu Landhelgisgæslunnar. Hann þarf hins vegar á uppfærslu að halda áður en lagt verður af stað í verkefnið. Hávísindalegir bátar sem nýta gervigreindin „Við framleiðum ómannaða kafbáta og við erum með margar tegundir af kafbátum. Minnsti kafbáturinn okkar getur farið niður á þúsund metra dýpi og stærsti báturinn okkar getur farið niður á sex þúsund metra dýpi,“ segir Stefán Reynisson, framkvæmdastjóri Teledyne Gavia sem er með höfuðstöðvar í Kópavogi. Fyrirtækið fagnaði 25 ára afmæli í fyrra og hét áður Hafmynd, en er nú í eigu bandarísks stórfyrirtækis. Kafbátarnir eru búnir tækni sem er á margan hátt einstök á heimsvísu og nýtir meðal annars gervigreind. „Þeir eru bæði notaðir í vísindarannsóknir, þeir eru notaðir til að fylgjast með krítískum innviðum neðansjávar, og líka til að finna til dæmis flugslys eða sjóslys, sem hefur lent úti í sjó,“ nefnir Stefán sem dæmi. Ríki farin að átta sig á alvarleika málsins Bátur frá fyrirtækinu var meðal annars notaður við leit að flugvélinni sem fór í Þingvallavatn fyrir þremur árum. Allt frá því leit hófst að flugvél Malaysia Airlines, MH370, sem hvarf árið 2014 hefur áhugi farið vaxandi að sögn Stefáns. Ekki síður jókst áhuginn eftir sprengingar gasleiðslna á Eystrasalti haustið 2022. „Nord Stream 2, þá virkilega fóru stjórnvöld að sýna áhuga á því hvað er neðansjávar og hvað það liggur vel við höggi. Það þarf að bæta þekkinguna á því hvað er neðansjávar,“ segir Stefán. Eftirspurn hafi farið vaxandi síðan. „Hún hefur verið mjög mikið að aukast og það er mikið í gangi hjá okkur. Við erum búin að vera að bæta mikið við hjá okkur, starfsfólki og svæði, þannig við erum bara í miklum vexti eins og er.“ Nú er meðal annars unnið að endurbótum á bátnum sem mun vakta sæstrengi við Ísland. „Hann auðvitað hefur verið notaður áður, þannig að við erum að koma upp í honum nýjustu tækni þannig að hann geti unnið sitt verk sem best,“ segir Stefán. Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Öryggis- og varnarmál Tækni Vísindi Nýsköpun Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Sjá meira
Íslensk stjórnvöld greindu frá því í gær að til standi að taka í notkun kafbát til að vakta sæstrengi. Það er fyrirtæki á Íslandi, Teledyne Gavia, sem framleiðir slíka kafbáta en báturinn sem nýttur verður í verkefnið er einmitt úr framleiðslu fyrirtækisins. Báturinn var áður í eigu Háskóla Ísland þar sem hann var nýttur í vísindarannsóknir, en er nú í eigu Landhelgisgæslunnar. Hann þarf hins vegar á uppfærslu að halda áður en lagt verður af stað í verkefnið. Hávísindalegir bátar sem nýta gervigreindin „Við framleiðum ómannaða kafbáta og við erum með margar tegundir af kafbátum. Minnsti kafbáturinn okkar getur farið niður á þúsund metra dýpi og stærsti báturinn okkar getur farið niður á sex þúsund metra dýpi,“ segir Stefán Reynisson, framkvæmdastjóri Teledyne Gavia sem er með höfuðstöðvar í Kópavogi. Fyrirtækið fagnaði 25 ára afmæli í fyrra og hét áður Hafmynd, en er nú í eigu bandarísks stórfyrirtækis. Kafbátarnir eru búnir tækni sem er á margan hátt einstök á heimsvísu og nýtir meðal annars gervigreind. „Þeir eru bæði notaðir í vísindarannsóknir, þeir eru notaðir til að fylgjast með krítískum innviðum neðansjávar, og líka til að finna til dæmis flugslys eða sjóslys, sem hefur lent úti í sjó,“ nefnir Stefán sem dæmi. Ríki farin að átta sig á alvarleika málsins Bátur frá fyrirtækinu var meðal annars notaður við leit að flugvélinni sem fór í Þingvallavatn fyrir þremur árum. Allt frá því leit hófst að flugvél Malaysia Airlines, MH370, sem hvarf árið 2014 hefur áhugi farið vaxandi að sögn Stefáns. Ekki síður jókst áhuginn eftir sprengingar gasleiðslna á Eystrasalti haustið 2022. „Nord Stream 2, þá virkilega fóru stjórnvöld að sýna áhuga á því hvað er neðansjávar og hvað það liggur vel við höggi. Það þarf að bæta þekkinguna á því hvað er neðansjávar,“ segir Stefán. Eftirspurn hafi farið vaxandi síðan. „Hún hefur verið mjög mikið að aukast og það er mikið í gangi hjá okkur. Við erum búin að vera að bæta mikið við hjá okkur, starfsfólki og svæði, þannig við erum bara í miklum vexti eins og er.“ Nú er meðal annars unnið að endurbótum á bátnum sem mun vakta sæstrengi við Ísland. „Hann auðvitað hefur verið notaður áður, þannig að við erum að koma upp í honum nýjustu tækni þannig að hann geti unnið sitt verk sem best,“ segir Stefán.
Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Öryggis- og varnarmál Tækni Vísindi Nýsköpun Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Sjá meira