Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar 12. mars 2025 10:16 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur kynnt drög að frumvarpi um bætur almannatrygginga. Samkvæmt frumvarpinu munu bætur framvegis hækka hraðar en laun samkvæmt kjarasamningum. Til viðbótar verða bæturnar verðlagstryggðar þannig að þær geti aldrei hækkað minna en verðlag. Þessi breyting mun reynast ríkissjóði dýrkeypt, ekki síst á tímum þegar hart er í ári. Nú þegar er lögbundið að bótagreiðslur taki mið af launaþróun og hækki aldrei minna en verðlag. Með frumvarpinu á hins vegar að ganga lengra. Þar segir: „mun breytingin [...] gagnast öllum sem fá greiðslur frá almannatryggingum og tryggja þeim að jafnaði meiri hækkanir en kjarasamningar kveða á um.“ Þetta þýðir að kjör vinnandi fólks, sem standa undir bótakerfinu með skattgreiðslum sínum, munu smám saman rýrna samanborið við þá sem reiða sig á vinnu þeirra sér til framfærslu. Þá þýðir verðlagstrygging að kostnaður ríkissjóðs vegna bóta mun aukast þegar síst skyldi. Þetta sést best þegar efnahagskreppan árið 2008 er skoðuð. Þá lækkuðu laun að raunvirði vegna gengisfalls og verðbólguskots. Sú lækkun var mörgum sársaukafull en er engu að síður nauðsynlegur undanfari kröftugrar endurreisnar í kjölfar efnahagssamdráttar. Lækkun raunlauna eykur samkeppnishæfni útflutningsgreina og vinnur gegn auknu atvinnuleysi. Starfandi á vinnumarkaði fá lækkunina síðan endurheimta í gegnum þá efnahagslegu viðspyrnu sem hún býr til í kjölfarið. Verðlagstrygging bóta þýðir að í kreppunni hefðu bætur hækkað um 13% umfram laun til að halda í við gengisfall og verðbólguskot. Þá tók launavísitöluna rúm sjö ár að ná fyrri hæðum að raunvirði. Með tvítryggingu hefðu bótagreiðslur aftur á móti hækkað um 17% umfram verðlag á sama tímabili, eða 13 prósentustigum meira en launavísitalan. Þessi umframhækkun hefði komið á versta mögulega tíma fyrir ríkissjóð og dýpkað kreppuna með því að auka skuldsetningu eða hækka skattgreiðslur vinnandi fólks í miðri niðursveiflu. Það er vont fyrirkomulag að einungis vinnandi fólk sé látið bera þyngri byrðar þegar harðnar á dalnum. Umræddar umframhækkanir veikja samkeppnisstöðu vinnumarkaðarins gagnvart bótakerfinu. Með öðrum orðum þá er dregið úr hvata fólks til þátttöku á vinnumarkaði, sem þýðir að færri kjósa að vinna en ella. Það dregur úr verðmætasköpun og skatttekjum sem standa undir bótagreiðslum. Þannig er öflugur vinnumarkaður og verðmætasköpun hans forsenda lífskjara allra í samfélaginu - ekki síst þeirra sem þiggja bætur. Nú þegar er útgjaldavöxtur hins opinbera vegna örorkubóta hraðastur á Íslandi á meðal Norðurlandanna og tíðni örorku með því mesta sem gerist. Nauðsynlegt er að grípa til frekari aðgerða til að sporna við þessari þróun. Breyting sem dregur úr hvata til að taka þátt á vinnumarkaði án þess að taka á þessum undirliggjandi vanda er óskynsamleg. Að framangreindu virtu fela breytingarnar í sér þríþættan kostnað fyrir samfélagið. Í fyrsta lagi þýða þær að kjör bótaþega munu batna hraðar en kjör vinnandi fólks. Í öðru lagi auka þær byrðar skattgreiðenda þegar síst skyldi. Og í þriðja lagi veikja þær hvata til að taka þátt á vinnumarkaði og þyngja þar með byrðar þeirra sem þar áfram starfa. Núverandi löggjöf um almannatryggingar tryggir þegar hækkanir bóta til jafns við launaþróun með þeirri viðbótartryggingu að þær skuli að lágmarki hækka til jafns við verðlag. Stjórnvöld ættu frekar að fjarlægja þessa verðlagstryggingu í stað þess að auka enn frekar það misræmi sem hún hefur skapað með umframhækkunum bóta þar ofan á. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Gunnar Úlfarsson Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur kynnt drög að frumvarpi um bætur almannatrygginga. Samkvæmt frumvarpinu munu bætur framvegis hækka hraðar en laun samkvæmt kjarasamningum. Til viðbótar verða bæturnar verðlagstryggðar þannig að þær geti aldrei hækkað minna en verðlag. Þessi breyting mun reynast ríkissjóði dýrkeypt, ekki síst á tímum þegar hart er í ári. Nú þegar er lögbundið að bótagreiðslur taki mið af launaþróun og hækki aldrei minna en verðlag. Með frumvarpinu á hins vegar að ganga lengra. Þar segir: „mun breytingin [...] gagnast öllum sem fá greiðslur frá almannatryggingum og tryggja þeim að jafnaði meiri hækkanir en kjarasamningar kveða á um.“ Þetta þýðir að kjör vinnandi fólks, sem standa undir bótakerfinu með skattgreiðslum sínum, munu smám saman rýrna samanborið við þá sem reiða sig á vinnu þeirra sér til framfærslu. Þá þýðir verðlagstrygging að kostnaður ríkissjóðs vegna bóta mun aukast þegar síst skyldi. Þetta sést best þegar efnahagskreppan árið 2008 er skoðuð. Þá lækkuðu laun að raunvirði vegna gengisfalls og verðbólguskots. Sú lækkun var mörgum sársaukafull en er engu að síður nauðsynlegur undanfari kröftugrar endurreisnar í kjölfar efnahagssamdráttar. Lækkun raunlauna eykur samkeppnishæfni útflutningsgreina og vinnur gegn auknu atvinnuleysi. Starfandi á vinnumarkaði fá lækkunina síðan endurheimta í gegnum þá efnahagslegu viðspyrnu sem hún býr til í kjölfarið. Verðlagstrygging bóta þýðir að í kreppunni hefðu bætur hækkað um 13% umfram laun til að halda í við gengisfall og verðbólguskot. Þá tók launavísitöluna rúm sjö ár að ná fyrri hæðum að raunvirði. Með tvítryggingu hefðu bótagreiðslur aftur á móti hækkað um 17% umfram verðlag á sama tímabili, eða 13 prósentustigum meira en launavísitalan. Þessi umframhækkun hefði komið á versta mögulega tíma fyrir ríkissjóð og dýpkað kreppuna með því að auka skuldsetningu eða hækka skattgreiðslur vinnandi fólks í miðri niðursveiflu. Það er vont fyrirkomulag að einungis vinnandi fólk sé látið bera þyngri byrðar þegar harðnar á dalnum. Umræddar umframhækkanir veikja samkeppnisstöðu vinnumarkaðarins gagnvart bótakerfinu. Með öðrum orðum þá er dregið úr hvata fólks til þátttöku á vinnumarkaði, sem þýðir að færri kjósa að vinna en ella. Það dregur úr verðmætasköpun og skatttekjum sem standa undir bótagreiðslum. Þannig er öflugur vinnumarkaður og verðmætasköpun hans forsenda lífskjara allra í samfélaginu - ekki síst þeirra sem þiggja bætur. Nú þegar er útgjaldavöxtur hins opinbera vegna örorkubóta hraðastur á Íslandi á meðal Norðurlandanna og tíðni örorku með því mesta sem gerist. Nauðsynlegt er að grípa til frekari aðgerða til að sporna við þessari þróun. Breyting sem dregur úr hvata til að taka þátt á vinnumarkaði án þess að taka á þessum undirliggjandi vanda er óskynsamleg. Að framangreindu virtu fela breytingarnar í sér þríþættan kostnað fyrir samfélagið. Í fyrsta lagi þýða þær að kjör bótaþega munu batna hraðar en kjör vinnandi fólks. Í öðru lagi auka þær byrðar skattgreiðenda þegar síst skyldi. Og í þriðja lagi veikja þær hvata til að taka þátt á vinnumarkaði og þyngja þar með byrðar þeirra sem þar áfram starfa. Núverandi löggjöf um almannatryggingar tryggir þegar hækkanir bóta til jafns við launaþróun með þeirri viðbótartryggingu að þær skuli að lágmarki hækka til jafns við verðlag. Stjórnvöld ættu frekar að fjarlægja þessa verðlagstryggingu í stað þess að auka enn frekar það misræmi sem hún hefur skapað með umframhækkunum bóta þar ofan á. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun