Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar 12. mars 2025 10:16 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur kynnt drög að frumvarpi um bætur almannatrygginga. Samkvæmt frumvarpinu munu bætur framvegis hækka hraðar en laun samkvæmt kjarasamningum. Til viðbótar verða bæturnar verðlagstryggðar þannig að þær geti aldrei hækkað minna en verðlag. Þessi breyting mun reynast ríkissjóði dýrkeypt, ekki síst á tímum þegar hart er í ári. Nú þegar er lögbundið að bótagreiðslur taki mið af launaþróun og hækki aldrei minna en verðlag. Með frumvarpinu á hins vegar að ganga lengra. Þar segir: „mun breytingin [...] gagnast öllum sem fá greiðslur frá almannatryggingum og tryggja þeim að jafnaði meiri hækkanir en kjarasamningar kveða á um.“ Þetta þýðir að kjör vinnandi fólks, sem standa undir bótakerfinu með skattgreiðslum sínum, munu smám saman rýrna samanborið við þá sem reiða sig á vinnu þeirra sér til framfærslu. Þá þýðir verðlagstrygging að kostnaður ríkissjóðs vegna bóta mun aukast þegar síst skyldi. Þetta sést best þegar efnahagskreppan árið 2008 er skoðuð. Þá lækkuðu laun að raunvirði vegna gengisfalls og verðbólguskots. Sú lækkun var mörgum sársaukafull en er engu að síður nauðsynlegur undanfari kröftugrar endurreisnar í kjölfar efnahagssamdráttar. Lækkun raunlauna eykur samkeppnishæfni útflutningsgreina og vinnur gegn auknu atvinnuleysi. Starfandi á vinnumarkaði fá lækkunina síðan endurheimta í gegnum þá efnahagslegu viðspyrnu sem hún býr til í kjölfarið. Verðlagstrygging bóta þýðir að í kreppunni hefðu bætur hækkað um 13% umfram laun til að halda í við gengisfall og verðbólguskot. Þá tók launavísitöluna rúm sjö ár að ná fyrri hæðum að raunvirði. Með tvítryggingu hefðu bótagreiðslur aftur á móti hækkað um 17% umfram verðlag á sama tímabili, eða 13 prósentustigum meira en launavísitalan. Þessi umframhækkun hefði komið á versta mögulega tíma fyrir ríkissjóð og dýpkað kreppuna með því að auka skuldsetningu eða hækka skattgreiðslur vinnandi fólks í miðri niðursveiflu. Það er vont fyrirkomulag að einungis vinnandi fólk sé látið bera þyngri byrðar þegar harðnar á dalnum. Umræddar umframhækkanir veikja samkeppnisstöðu vinnumarkaðarins gagnvart bótakerfinu. Með öðrum orðum þá er dregið úr hvata fólks til þátttöku á vinnumarkaði, sem þýðir að færri kjósa að vinna en ella. Það dregur úr verðmætasköpun og skatttekjum sem standa undir bótagreiðslum. Þannig er öflugur vinnumarkaður og verðmætasköpun hans forsenda lífskjara allra í samfélaginu - ekki síst þeirra sem þiggja bætur. Nú þegar er útgjaldavöxtur hins opinbera vegna örorkubóta hraðastur á Íslandi á meðal Norðurlandanna og tíðni örorku með því mesta sem gerist. Nauðsynlegt er að grípa til frekari aðgerða til að sporna við þessari þróun. Breyting sem dregur úr hvata til að taka þátt á vinnumarkaði án þess að taka á þessum undirliggjandi vanda er óskynsamleg. Að framangreindu virtu fela breytingarnar í sér þríþættan kostnað fyrir samfélagið. Í fyrsta lagi þýða þær að kjör bótaþega munu batna hraðar en kjör vinnandi fólks. Í öðru lagi auka þær byrðar skattgreiðenda þegar síst skyldi. Og í þriðja lagi veikja þær hvata til að taka þátt á vinnumarkaði og þyngja þar með byrðar þeirra sem þar áfram starfa. Núverandi löggjöf um almannatryggingar tryggir þegar hækkanir bóta til jafns við launaþróun með þeirri viðbótartryggingu að þær skuli að lágmarki hækka til jafns við verðlag. Stjórnvöld ættu frekar að fjarlægja þessa verðlagstryggingu í stað þess að auka enn frekar það misræmi sem hún hefur skapað með umframhækkunum bóta þar ofan á. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Gunnar Úlfarsson Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur kynnt drög að frumvarpi um bætur almannatrygginga. Samkvæmt frumvarpinu munu bætur framvegis hækka hraðar en laun samkvæmt kjarasamningum. Til viðbótar verða bæturnar verðlagstryggðar þannig að þær geti aldrei hækkað minna en verðlag. Þessi breyting mun reynast ríkissjóði dýrkeypt, ekki síst á tímum þegar hart er í ári. Nú þegar er lögbundið að bótagreiðslur taki mið af launaþróun og hækki aldrei minna en verðlag. Með frumvarpinu á hins vegar að ganga lengra. Þar segir: „mun breytingin [...] gagnast öllum sem fá greiðslur frá almannatryggingum og tryggja þeim að jafnaði meiri hækkanir en kjarasamningar kveða á um.“ Þetta þýðir að kjör vinnandi fólks, sem standa undir bótakerfinu með skattgreiðslum sínum, munu smám saman rýrna samanborið við þá sem reiða sig á vinnu þeirra sér til framfærslu. Þá þýðir verðlagstrygging að kostnaður ríkissjóðs vegna bóta mun aukast þegar síst skyldi. Þetta sést best þegar efnahagskreppan árið 2008 er skoðuð. Þá lækkuðu laun að raunvirði vegna gengisfalls og verðbólguskots. Sú lækkun var mörgum sársaukafull en er engu að síður nauðsynlegur undanfari kröftugrar endurreisnar í kjölfar efnahagssamdráttar. Lækkun raunlauna eykur samkeppnishæfni útflutningsgreina og vinnur gegn auknu atvinnuleysi. Starfandi á vinnumarkaði fá lækkunina síðan endurheimta í gegnum þá efnahagslegu viðspyrnu sem hún býr til í kjölfarið. Verðlagstrygging bóta þýðir að í kreppunni hefðu bætur hækkað um 13% umfram laun til að halda í við gengisfall og verðbólguskot. Þá tók launavísitöluna rúm sjö ár að ná fyrri hæðum að raunvirði. Með tvítryggingu hefðu bótagreiðslur aftur á móti hækkað um 17% umfram verðlag á sama tímabili, eða 13 prósentustigum meira en launavísitalan. Þessi umframhækkun hefði komið á versta mögulega tíma fyrir ríkissjóð og dýpkað kreppuna með því að auka skuldsetningu eða hækka skattgreiðslur vinnandi fólks í miðri niðursveiflu. Það er vont fyrirkomulag að einungis vinnandi fólk sé látið bera þyngri byrðar þegar harðnar á dalnum. Umræddar umframhækkanir veikja samkeppnisstöðu vinnumarkaðarins gagnvart bótakerfinu. Með öðrum orðum þá er dregið úr hvata fólks til þátttöku á vinnumarkaði, sem þýðir að færri kjósa að vinna en ella. Það dregur úr verðmætasköpun og skatttekjum sem standa undir bótagreiðslum. Þannig er öflugur vinnumarkaður og verðmætasköpun hans forsenda lífskjara allra í samfélaginu - ekki síst þeirra sem þiggja bætur. Nú þegar er útgjaldavöxtur hins opinbera vegna örorkubóta hraðastur á Íslandi á meðal Norðurlandanna og tíðni örorku með því mesta sem gerist. Nauðsynlegt er að grípa til frekari aðgerða til að sporna við þessari þróun. Breyting sem dregur úr hvata til að taka þátt á vinnumarkaði án þess að taka á þessum undirliggjandi vanda er óskynsamleg. Að framangreindu virtu fela breytingarnar í sér þríþættan kostnað fyrir samfélagið. Í fyrsta lagi þýða þær að kjör bótaþega munu batna hraðar en kjör vinnandi fólks. Í öðru lagi auka þær byrðar skattgreiðenda þegar síst skyldi. Og í þriðja lagi veikja þær hvata til að taka þátt á vinnumarkaði og þyngja þar með byrðar þeirra sem þar áfram starfa. Núverandi löggjöf um almannatryggingar tryggir þegar hækkanir bóta til jafns við launaþróun með þeirri viðbótartryggingu að þær skuli að lágmarki hækka til jafns við verðlag. Stjórnvöld ættu frekar að fjarlægja þessa verðlagstryggingu í stað þess að auka enn frekar það misræmi sem hún hefur skapað með umframhækkunum bóta þar ofan á. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun