Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar 12. mars 2025 10:16 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur kynnt drög að frumvarpi um bætur almannatrygginga. Samkvæmt frumvarpinu munu bætur framvegis hækka hraðar en laun samkvæmt kjarasamningum. Til viðbótar verða bæturnar verðlagstryggðar þannig að þær geti aldrei hækkað minna en verðlag. Þessi breyting mun reynast ríkissjóði dýrkeypt, ekki síst á tímum þegar hart er í ári. Nú þegar er lögbundið að bótagreiðslur taki mið af launaþróun og hækki aldrei minna en verðlag. Með frumvarpinu á hins vegar að ganga lengra. Þar segir: „mun breytingin [...] gagnast öllum sem fá greiðslur frá almannatryggingum og tryggja þeim að jafnaði meiri hækkanir en kjarasamningar kveða á um.“ Þetta þýðir að kjör vinnandi fólks, sem standa undir bótakerfinu með skattgreiðslum sínum, munu smám saman rýrna samanborið við þá sem reiða sig á vinnu þeirra sér til framfærslu. Þá þýðir verðlagstrygging að kostnaður ríkissjóðs vegna bóta mun aukast þegar síst skyldi. Þetta sést best þegar efnahagskreppan árið 2008 er skoðuð. Þá lækkuðu laun að raunvirði vegna gengisfalls og verðbólguskots. Sú lækkun var mörgum sársaukafull en er engu að síður nauðsynlegur undanfari kröftugrar endurreisnar í kjölfar efnahagssamdráttar. Lækkun raunlauna eykur samkeppnishæfni útflutningsgreina og vinnur gegn auknu atvinnuleysi. Starfandi á vinnumarkaði fá lækkunina síðan endurheimta í gegnum þá efnahagslegu viðspyrnu sem hún býr til í kjölfarið. Verðlagstrygging bóta þýðir að í kreppunni hefðu bætur hækkað um 13% umfram laun til að halda í við gengisfall og verðbólguskot. Þá tók launavísitöluna rúm sjö ár að ná fyrri hæðum að raunvirði. Með tvítryggingu hefðu bótagreiðslur aftur á móti hækkað um 17% umfram verðlag á sama tímabili, eða 13 prósentustigum meira en launavísitalan. Þessi umframhækkun hefði komið á versta mögulega tíma fyrir ríkissjóð og dýpkað kreppuna með því að auka skuldsetningu eða hækka skattgreiðslur vinnandi fólks í miðri niðursveiflu. Það er vont fyrirkomulag að einungis vinnandi fólk sé látið bera þyngri byrðar þegar harðnar á dalnum. Umræddar umframhækkanir veikja samkeppnisstöðu vinnumarkaðarins gagnvart bótakerfinu. Með öðrum orðum þá er dregið úr hvata fólks til þátttöku á vinnumarkaði, sem þýðir að færri kjósa að vinna en ella. Það dregur úr verðmætasköpun og skatttekjum sem standa undir bótagreiðslum. Þannig er öflugur vinnumarkaður og verðmætasköpun hans forsenda lífskjara allra í samfélaginu - ekki síst þeirra sem þiggja bætur. Nú þegar er útgjaldavöxtur hins opinbera vegna örorkubóta hraðastur á Íslandi á meðal Norðurlandanna og tíðni örorku með því mesta sem gerist. Nauðsynlegt er að grípa til frekari aðgerða til að sporna við þessari þróun. Breyting sem dregur úr hvata til að taka þátt á vinnumarkaði án þess að taka á þessum undirliggjandi vanda er óskynsamleg. Að framangreindu virtu fela breytingarnar í sér þríþættan kostnað fyrir samfélagið. Í fyrsta lagi þýða þær að kjör bótaþega munu batna hraðar en kjör vinnandi fólks. Í öðru lagi auka þær byrðar skattgreiðenda þegar síst skyldi. Og í þriðja lagi veikja þær hvata til að taka þátt á vinnumarkaði og þyngja þar með byrðar þeirra sem þar áfram starfa. Núverandi löggjöf um almannatryggingar tryggir þegar hækkanir bóta til jafns við launaþróun með þeirri viðbótartryggingu að þær skuli að lágmarki hækka til jafns við verðlag. Stjórnvöld ættu frekar að fjarlægja þessa verðlagstryggingu í stað þess að auka enn frekar það misræmi sem hún hefur skapað með umframhækkunum bóta þar ofan á. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Gunnar Úlfarsson Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur kynnt drög að frumvarpi um bætur almannatrygginga. Samkvæmt frumvarpinu munu bætur framvegis hækka hraðar en laun samkvæmt kjarasamningum. Til viðbótar verða bæturnar verðlagstryggðar þannig að þær geti aldrei hækkað minna en verðlag. Þessi breyting mun reynast ríkissjóði dýrkeypt, ekki síst á tímum þegar hart er í ári. Nú þegar er lögbundið að bótagreiðslur taki mið af launaþróun og hækki aldrei minna en verðlag. Með frumvarpinu á hins vegar að ganga lengra. Þar segir: „mun breytingin [...] gagnast öllum sem fá greiðslur frá almannatryggingum og tryggja þeim að jafnaði meiri hækkanir en kjarasamningar kveða á um.“ Þetta þýðir að kjör vinnandi fólks, sem standa undir bótakerfinu með skattgreiðslum sínum, munu smám saman rýrna samanborið við þá sem reiða sig á vinnu þeirra sér til framfærslu. Þá þýðir verðlagstrygging að kostnaður ríkissjóðs vegna bóta mun aukast þegar síst skyldi. Þetta sést best þegar efnahagskreppan árið 2008 er skoðuð. Þá lækkuðu laun að raunvirði vegna gengisfalls og verðbólguskots. Sú lækkun var mörgum sársaukafull en er engu að síður nauðsynlegur undanfari kröftugrar endurreisnar í kjölfar efnahagssamdráttar. Lækkun raunlauna eykur samkeppnishæfni útflutningsgreina og vinnur gegn auknu atvinnuleysi. Starfandi á vinnumarkaði fá lækkunina síðan endurheimta í gegnum þá efnahagslegu viðspyrnu sem hún býr til í kjölfarið. Verðlagstrygging bóta þýðir að í kreppunni hefðu bætur hækkað um 13% umfram laun til að halda í við gengisfall og verðbólguskot. Þá tók launavísitöluna rúm sjö ár að ná fyrri hæðum að raunvirði. Með tvítryggingu hefðu bótagreiðslur aftur á móti hækkað um 17% umfram verðlag á sama tímabili, eða 13 prósentustigum meira en launavísitalan. Þessi umframhækkun hefði komið á versta mögulega tíma fyrir ríkissjóð og dýpkað kreppuna með því að auka skuldsetningu eða hækka skattgreiðslur vinnandi fólks í miðri niðursveiflu. Það er vont fyrirkomulag að einungis vinnandi fólk sé látið bera þyngri byrðar þegar harðnar á dalnum. Umræddar umframhækkanir veikja samkeppnisstöðu vinnumarkaðarins gagnvart bótakerfinu. Með öðrum orðum þá er dregið úr hvata fólks til þátttöku á vinnumarkaði, sem þýðir að færri kjósa að vinna en ella. Það dregur úr verðmætasköpun og skatttekjum sem standa undir bótagreiðslum. Þannig er öflugur vinnumarkaður og verðmætasköpun hans forsenda lífskjara allra í samfélaginu - ekki síst þeirra sem þiggja bætur. Nú þegar er útgjaldavöxtur hins opinbera vegna örorkubóta hraðastur á Íslandi á meðal Norðurlandanna og tíðni örorku með því mesta sem gerist. Nauðsynlegt er að grípa til frekari aðgerða til að sporna við þessari þróun. Breyting sem dregur úr hvata til að taka þátt á vinnumarkaði án þess að taka á þessum undirliggjandi vanda er óskynsamleg. Að framangreindu virtu fela breytingarnar í sér þríþættan kostnað fyrir samfélagið. Í fyrsta lagi þýða þær að kjör bótaþega munu batna hraðar en kjör vinnandi fólks. Í öðru lagi auka þær byrðar skattgreiðenda þegar síst skyldi. Og í þriðja lagi veikja þær hvata til að taka þátt á vinnumarkaði og þyngja þar með byrðar þeirra sem þar áfram starfa. Núverandi löggjöf um almannatryggingar tryggir þegar hækkanir bóta til jafns við launaþróun með þeirri viðbótartryggingu að þær skuli að lágmarki hækka til jafns við verðlag. Stjórnvöld ættu frekar að fjarlægja þessa verðlagstryggingu í stað þess að auka enn frekar það misræmi sem hún hefur skapað með umframhækkunum bóta þar ofan á. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun