Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar 12. mars 2025 11:02 Um þessar mundir fer fram kosning til formanns VR. Þar er í framboði maður sem undirritaður ber ómælda virðingu fyrir. Flosi Eiríksson hefur verið dyggur þjónn í þágu lands og þjóðar í áratugi. Flosi er örlátur á tíma sinn og krafta, og hefur unnið ötullega fyrir hagsmunum okkar í bæjarstjórn, innan íþróttahreyfingarinnar og innan verkalýðshreyfingarinnar, sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Flosi hefur lagt áherslu á að sameina verkalýðshreyfinguna um það sem skiptir máli. Það er nóg komið af deilum innan hreyfingarinnar um mál sem snertir venjulegt fólk lítið sem ekkert, deilur sem snúast fyrst og fremst um persónur innan veggja VR en ekki um hagsmuni vinnandi fólks. Það hefur veikt hreyfinguna, og þar með kaup okkar og kjör. Þegar öllu er á botninn hvolft erum við sammála um aðalatriðin og það eru aðalatriðin sem ættu að skipta máli. Flosi er sameiningaraflið sem VR nauðsynlega þarf, sem stendur utan karpandi fylkinga, og getur beint kröftum félagsins í skynsamlega verkalýðsbaráttu sem snýst um efnahagsleg kjör félagsmanna. Einhverjir kynnu að segja að „skynsamleg“ verkalýðsbarátta feli í sér veika verkalýðsbaráttu en hér fer því fjarri. Flosi er maður sem setur fram ýtrustu kröfur, er með bein í nefinu, og stendur í lappirnar. Hann gerir það þó án þess að missa sjónar á markmiðinu og án þess að láta koma sér úr jafnvægi. Flosi er með heitt hjarta en kaldan haus — fersk innkoma sem mun hjálpa hreyfingunni að endurheimta fókus á það sem skiptir máli: að vinna af samheldni fyrir bættum kjörum og réttindum í þágu félagsmanna. Þess vegna styð ég Flosa í formanninn og þess vegna ættir þú að gera það líka. Höfundur er lögfræðingur búsettur í Danmörku og fyrrum félagsmaður í VR til margra ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir fer fram kosning til formanns VR. Þar er í framboði maður sem undirritaður ber ómælda virðingu fyrir. Flosi Eiríksson hefur verið dyggur þjónn í þágu lands og þjóðar í áratugi. Flosi er örlátur á tíma sinn og krafta, og hefur unnið ötullega fyrir hagsmunum okkar í bæjarstjórn, innan íþróttahreyfingarinnar og innan verkalýðshreyfingarinnar, sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Flosi hefur lagt áherslu á að sameina verkalýðshreyfinguna um það sem skiptir máli. Það er nóg komið af deilum innan hreyfingarinnar um mál sem snertir venjulegt fólk lítið sem ekkert, deilur sem snúast fyrst og fremst um persónur innan veggja VR en ekki um hagsmuni vinnandi fólks. Það hefur veikt hreyfinguna, og þar með kaup okkar og kjör. Þegar öllu er á botninn hvolft erum við sammála um aðalatriðin og það eru aðalatriðin sem ættu að skipta máli. Flosi er sameiningaraflið sem VR nauðsynlega þarf, sem stendur utan karpandi fylkinga, og getur beint kröftum félagsins í skynsamlega verkalýðsbaráttu sem snýst um efnahagsleg kjör félagsmanna. Einhverjir kynnu að segja að „skynsamleg“ verkalýðsbarátta feli í sér veika verkalýðsbaráttu en hér fer því fjarri. Flosi er maður sem setur fram ýtrustu kröfur, er með bein í nefinu, og stendur í lappirnar. Hann gerir það þó án þess að missa sjónar á markmiðinu og án þess að láta koma sér úr jafnvægi. Flosi er með heitt hjarta en kaldan haus — fersk innkoma sem mun hjálpa hreyfingunni að endurheimta fókus á það sem skiptir máli: að vinna af samheldni fyrir bættum kjörum og réttindum í þágu félagsmanna. Þess vegna styð ég Flosa í formanninn og þess vegna ættir þú að gera það líka. Höfundur er lögfræðingur búsettur í Danmörku og fyrrum félagsmaður í VR til margra ára.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar