Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar 12. mars 2025 06:02 Eftir kosningarnar 2021 var ráðuneytum fjölgað um eitt. Framsókn vann kosningasigur og við því var brugðist með því að þenja stjórnarráðið út. Stækka báknið og bæta við stóli við ríkisstjórnarborðið. Breyttum valdahlutföllum var mætt með því að auka ríkisútgjöld. Það var auðvitað líka mögulegt að bregðast við sterkari stöðu Framsóknar með því að fækka ráðuneytum VG og Sjálfstæðisflokksins og tryggja þannig að stjórnin tæki mið af úrslitunum. En þrátt fyrir að í þeirri ríkisstjórn hafi verið nokkuð um áhugafólk um hagkvæmari ríkisrekstur þá var það meira í orði en á borði. Þarna var auðvitað kjörið tækifæri til hagræðingar sem ekki var nýtt. Ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins fór þveröfuga leið. Hún fækkaði ráðuneytum. Ekki til að halda utan um einhver valdahlutföll, eins og áður, heldur til að sýna með skýrum hætti að það á að fara betur með fjármuni almennings. Þar er sjálft stjórnarráð auðvitað ekki undanskilið. Því eftir höfðinu dansa limirnir. Það sparast 350 milljónir á ári með því að fækka ráðuneytum um eitt. Þetta er í sjálfu sér ekki há fjárhæð í heildarsamhengi ríkisins. En hún er mjög táknræn. Nákvæmlega sömu upphæð verður nú varið í að tryggja að meðferðarstarfi fyrir fólk með vímuefnavanda verði ekki lokað í sumar eins og gerðist í fyrra. Þessir peningar eiga meðal annars að renna til SÁÁ, Krýsuvíkur og Hlaðgerðarkots. Að auki verður göngudeild Landspítala styrkt, Laufeyjarteymið, Ylja og Frú Ragnheiður. Úrræðum er fjölgað og þau styrkt. Biðlistar styttir. Skýr skilaboð um það sem koma skal. Skynsamlegri nýtingu fjármagns til þess að styrkja heilsu og velferð almennings. Þetta er táknrænt því það er meiri þörf fyrir pláss í meðferð en að fjölga stólunum við ríkisstjórnarborðið. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Sigmar Guðmundsson Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Eftir kosningarnar 2021 var ráðuneytum fjölgað um eitt. Framsókn vann kosningasigur og við því var brugðist með því að þenja stjórnarráðið út. Stækka báknið og bæta við stóli við ríkisstjórnarborðið. Breyttum valdahlutföllum var mætt með því að auka ríkisútgjöld. Það var auðvitað líka mögulegt að bregðast við sterkari stöðu Framsóknar með því að fækka ráðuneytum VG og Sjálfstæðisflokksins og tryggja þannig að stjórnin tæki mið af úrslitunum. En þrátt fyrir að í þeirri ríkisstjórn hafi verið nokkuð um áhugafólk um hagkvæmari ríkisrekstur þá var það meira í orði en á borði. Þarna var auðvitað kjörið tækifæri til hagræðingar sem ekki var nýtt. Ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins fór þveröfuga leið. Hún fækkaði ráðuneytum. Ekki til að halda utan um einhver valdahlutföll, eins og áður, heldur til að sýna með skýrum hætti að það á að fara betur með fjármuni almennings. Þar er sjálft stjórnarráð auðvitað ekki undanskilið. Því eftir höfðinu dansa limirnir. Það sparast 350 milljónir á ári með því að fækka ráðuneytum um eitt. Þetta er í sjálfu sér ekki há fjárhæð í heildarsamhengi ríkisins. En hún er mjög táknræn. Nákvæmlega sömu upphæð verður nú varið í að tryggja að meðferðarstarfi fyrir fólk með vímuefnavanda verði ekki lokað í sumar eins og gerðist í fyrra. Þessir peningar eiga meðal annars að renna til SÁÁ, Krýsuvíkur og Hlaðgerðarkots. Að auki verður göngudeild Landspítala styrkt, Laufeyjarteymið, Ylja og Frú Ragnheiður. Úrræðum er fjölgað og þau styrkt. Biðlistar styttir. Skýr skilaboð um það sem koma skal. Skynsamlegri nýtingu fjármagns til þess að styrkja heilsu og velferð almennings. Þetta er táknrænt því það er meiri þörf fyrir pláss í meðferð en að fjölga stólunum við ríkisstjórnarborðið. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar