Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir og Kolbrún Eggertsdóttir skrifa 13. mars 2025 08:02 Fyrir tuttugu árum bættist okkur í HÍ góður liðsauki þegar að Silja Bára Ómarsdóttir rektorsframbjóðandi hóf störf sem stundakennari og síðar forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar. Við, sem stjórnsýslustarfsmenn höfum átt alveg einstaklega gott samstarf við Silju Báru frá upphafi, samstarf sem byggist á trausti og virðingu fyrir ólíkum hlutverkum í stjórnsýslu og akademíu. Reynsla Silju Báru innan HÍ er fjölbreytt og víðtæk. Hún hefur unnið að stjórnsýsluverkefnum með setu í ólíkum nefndum og vinnuhópum, auk þess að sinna kennslu og rannsóknum. Reynsla okkar af því að vinna með henni hefur alla tíð verið góð, hún kemur undirbúin á fundi, hlustar á ólík sjónarmið og reynir ávallt að leita lausna ef uppi er ágreiningur, sem óhjákvæmilegt er í stórri stofnun. Silja Bára hefur því yfirgripsmikla þekkingu á stjórnsýslu skólans og mikilvægi hennar fyrir gangverk hans. Við höfum unnið mörg ólík verkefni með Silju Báru og eins við vitum eru ekki öll stjórnsýsluverkefni auðveld og skemmtileg. Þegar verkefnin eru flókin eða erfið er engin betri en Silja Bára sem gengur í verkin óhrædd. Hún er ósérhlífin og oft með marga bolta á lofti. Hún er skipulögð en ávallt tilbúin til að takast á við óvæntar aðstæður. Silja Bára er víðsýn og fljót að greina kjarnann frá hisminu og tekur ákvarðanir af yfirvegun og festu. Hún lýkur verkefnum innan settra tímamarka án þess að slá af gæðum. Hún er einstaklega fær í að greina styrkleika fólks og tengja saman ólíka aðila á árangursríkan hátt, nokkuð sem við höfum oft orðið vitni að og tekið þátt í. Málefni Háskóla Íslands, þá sérstaklega kennslu innan hans, eru henni hjartans mál. Hún hefur tekið frumkvæði í að þróa kennsluhætti og hefur hvoru tveggja unnið til kennsluverðlauna og miðlað þróunarstarfi sínu til samstarfsfólks. Sem stjórnsýslustarfsmenn með langa starfsreynslu höfum við ítrekað heyrt nemendur tala mjög hlýlega um Silju Báru við okkur og hennar þátt í þroska þeirra. Hún leggur áherslu á að nemendur njóti góðs af fjölbreyttum kennsluháttum og hefur sérstaklega lagt sig eftir að styðja þá við skrif á lokaritgerðum. Silja Bára er skemmtileg og hefur einstaklega hlýja nærveru sem er góður eiginleiki í fari leiðtoga. Hún sýnir fólki traust og leggur sig fram við að standa undir trausti. Nái hún kjöri verða starfsfólk og stúdentar HÍ í góðum höndum. Við mælum eindregið með að fólk kjósi Silju Báru til rektors. Höfundar eru starfsmenn í stjórnsýslu Félagsvísindasviðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir tuttugu árum bættist okkur í HÍ góður liðsauki þegar að Silja Bára Ómarsdóttir rektorsframbjóðandi hóf störf sem stundakennari og síðar forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar. Við, sem stjórnsýslustarfsmenn höfum átt alveg einstaklega gott samstarf við Silju Báru frá upphafi, samstarf sem byggist á trausti og virðingu fyrir ólíkum hlutverkum í stjórnsýslu og akademíu. Reynsla Silju Báru innan HÍ er fjölbreytt og víðtæk. Hún hefur unnið að stjórnsýsluverkefnum með setu í ólíkum nefndum og vinnuhópum, auk þess að sinna kennslu og rannsóknum. Reynsla okkar af því að vinna með henni hefur alla tíð verið góð, hún kemur undirbúin á fundi, hlustar á ólík sjónarmið og reynir ávallt að leita lausna ef uppi er ágreiningur, sem óhjákvæmilegt er í stórri stofnun. Silja Bára hefur því yfirgripsmikla þekkingu á stjórnsýslu skólans og mikilvægi hennar fyrir gangverk hans. Við höfum unnið mörg ólík verkefni með Silju Báru og eins við vitum eru ekki öll stjórnsýsluverkefni auðveld og skemmtileg. Þegar verkefnin eru flókin eða erfið er engin betri en Silja Bára sem gengur í verkin óhrædd. Hún er ósérhlífin og oft með marga bolta á lofti. Hún er skipulögð en ávallt tilbúin til að takast á við óvæntar aðstæður. Silja Bára er víðsýn og fljót að greina kjarnann frá hisminu og tekur ákvarðanir af yfirvegun og festu. Hún lýkur verkefnum innan settra tímamarka án þess að slá af gæðum. Hún er einstaklega fær í að greina styrkleika fólks og tengja saman ólíka aðila á árangursríkan hátt, nokkuð sem við höfum oft orðið vitni að og tekið þátt í. Málefni Háskóla Íslands, þá sérstaklega kennslu innan hans, eru henni hjartans mál. Hún hefur tekið frumkvæði í að þróa kennsluhætti og hefur hvoru tveggja unnið til kennsluverðlauna og miðlað þróunarstarfi sínu til samstarfsfólks. Sem stjórnsýslustarfsmenn með langa starfsreynslu höfum við ítrekað heyrt nemendur tala mjög hlýlega um Silju Báru við okkur og hennar þátt í þroska þeirra. Hún leggur áherslu á að nemendur njóti góðs af fjölbreyttum kennsluháttum og hefur sérstaklega lagt sig eftir að styðja þá við skrif á lokaritgerðum. Silja Bára er skemmtileg og hefur einstaklega hlýja nærveru sem er góður eiginleiki í fari leiðtoga. Hún sýnir fólki traust og leggur sig fram við að standa undir trausti. Nái hún kjöri verða starfsfólk og stúdentar HÍ í góðum höndum. Við mælum eindregið með að fólk kjósi Silju Báru til rektors. Höfundar eru starfsmenn í stjórnsýslu Félagsvísindasviðs.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun