Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir og Kolbrún Eggertsdóttir skrifa 13. mars 2025 08:02 Fyrir tuttugu árum bættist okkur í HÍ góður liðsauki þegar að Silja Bára Ómarsdóttir rektorsframbjóðandi hóf störf sem stundakennari og síðar forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar. Við, sem stjórnsýslustarfsmenn höfum átt alveg einstaklega gott samstarf við Silju Báru frá upphafi, samstarf sem byggist á trausti og virðingu fyrir ólíkum hlutverkum í stjórnsýslu og akademíu. Reynsla Silju Báru innan HÍ er fjölbreytt og víðtæk. Hún hefur unnið að stjórnsýsluverkefnum með setu í ólíkum nefndum og vinnuhópum, auk þess að sinna kennslu og rannsóknum. Reynsla okkar af því að vinna með henni hefur alla tíð verið góð, hún kemur undirbúin á fundi, hlustar á ólík sjónarmið og reynir ávallt að leita lausna ef uppi er ágreiningur, sem óhjákvæmilegt er í stórri stofnun. Silja Bára hefur því yfirgripsmikla þekkingu á stjórnsýslu skólans og mikilvægi hennar fyrir gangverk hans. Við höfum unnið mörg ólík verkefni með Silju Báru og eins við vitum eru ekki öll stjórnsýsluverkefni auðveld og skemmtileg. Þegar verkefnin eru flókin eða erfið er engin betri en Silja Bára sem gengur í verkin óhrædd. Hún er ósérhlífin og oft með marga bolta á lofti. Hún er skipulögð en ávallt tilbúin til að takast á við óvæntar aðstæður. Silja Bára er víðsýn og fljót að greina kjarnann frá hisminu og tekur ákvarðanir af yfirvegun og festu. Hún lýkur verkefnum innan settra tímamarka án þess að slá af gæðum. Hún er einstaklega fær í að greina styrkleika fólks og tengja saman ólíka aðila á árangursríkan hátt, nokkuð sem við höfum oft orðið vitni að og tekið þátt í. Málefni Háskóla Íslands, þá sérstaklega kennslu innan hans, eru henni hjartans mál. Hún hefur tekið frumkvæði í að þróa kennsluhætti og hefur hvoru tveggja unnið til kennsluverðlauna og miðlað þróunarstarfi sínu til samstarfsfólks. Sem stjórnsýslustarfsmenn með langa starfsreynslu höfum við ítrekað heyrt nemendur tala mjög hlýlega um Silju Báru við okkur og hennar þátt í þroska þeirra. Hún leggur áherslu á að nemendur njóti góðs af fjölbreyttum kennsluháttum og hefur sérstaklega lagt sig eftir að styðja þá við skrif á lokaritgerðum. Silja Bára er skemmtileg og hefur einstaklega hlýja nærveru sem er góður eiginleiki í fari leiðtoga. Hún sýnir fólki traust og leggur sig fram við að standa undir trausti. Nái hún kjöri verða starfsfólk og stúdentar HÍ í góðum höndum. Við mælum eindregið með að fólk kjósi Silju Báru til rektors. Höfundar eru starfsmenn í stjórnsýslu Félagsvísindasviðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir tuttugu árum bættist okkur í HÍ góður liðsauki þegar að Silja Bára Ómarsdóttir rektorsframbjóðandi hóf störf sem stundakennari og síðar forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar. Við, sem stjórnsýslustarfsmenn höfum átt alveg einstaklega gott samstarf við Silju Báru frá upphafi, samstarf sem byggist á trausti og virðingu fyrir ólíkum hlutverkum í stjórnsýslu og akademíu. Reynsla Silju Báru innan HÍ er fjölbreytt og víðtæk. Hún hefur unnið að stjórnsýsluverkefnum með setu í ólíkum nefndum og vinnuhópum, auk þess að sinna kennslu og rannsóknum. Reynsla okkar af því að vinna með henni hefur alla tíð verið góð, hún kemur undirbúin á fundi, hlustar á ólík sjónarmið og reynir ávallt að leita lausna ef uppi er ágreiningur, sem óhjákvæmilegt er í stórri stofnun. Silja Bára hefur því yfirgripsmikla þekkingu á stjórnsýslu skólans og mikilvægi hennar fyrir gangverk hans. Við höfum unnið mörg ólík verkefni með Silju Báru og eins við vitum eru ekki öll stjórnsýsluverkefni auðveld og skemmtileg. Þegar verkefnin eru flókin eða erfið er engin betri en Silja Bára sem gengur í verkin óhrædd. Hún er ósérhlífin og oft með marga bolta á lofti. Hún er skipulögð en ávallt tilbúin til að takast á við óvæntar aðstæður. Silja Bára er víðsýn og fljót að greina kjarnann frá hisminu og tekur ákvarðanir af yfirvegun og festu. Hún lýkur verkefnum innan settra tímamarka án þess að slá af gæðum. Hún er einstaklega fær í að greina styrkleika fólks og tengja saman ólíka aðila á árangursríkan hátt, nokkuð sem við höfum oft orðið vitni að og tekið þátt í. Málefni Háskóla Íslands, þá sérstaklega kennslu innan hans, eru henni hjartans mál. Hún hefur tekið frumkvæði í að þróa kennsluhætti og hefur hvoru tveggja unnið til kennsluverðlauna og miðlað þróunarstarfi sínu til samstarfsfólks. Sem stjórnsýslustarfsmenn með langa starfsreynslu höfum við ítrekað heyrt nemendur tala mjög hlýlega um Silju Báru við okkur og hennar þátt í þroska þeirra. Hún leggur áherslu á að nemendur njóti góðs af fjölbreyttum kennsluháttum og hefur sérstaklega lagt sig eftir að styðja þá við skrif á lokaritgerðum. Silja Bára er skemmtileg og hefur einstaklega hlýja nærveru sem er góður eiginleiki í fari leiðtoga. Hún sýnir fólki traust og leggur sig fram við að standa undir trausti. Nái hún kjöri verða starfsfólk og stúdentar HÍ í góðum höndum. Við mælum eindregið með að fólk kjósi Silju Báru til rektors. Höfundar eru starfsmenn í stjórnsýslu Félagsvísindasviðs.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun