Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar 11. mars 2025 12:00 Ég hef verið félagi í VR í áratugi og hef séð marga formenn koma og fara. Það er hins vegar langt síðan ég hef fylgst með jafn öflugri forystu og með Höllu Gunnarsdóttur í formannsembættinu. Hún er málefnaleg og stendur vel undir því að vera flottur foringi í okkar stóra verkalýðsfélagi. Ég hlakka til að kjósa hana og fylgjast áfram með henni og brýna hana til góðra verka. Við launafólk sem erum nú á efri árum eigum fæst digra sjóði, hvorki í lífeyrissjóðnum okkar né séreignasjóðum, hvað þá inni á bankabók. Okkar stærsta eign er iðulega húsnæðið okkar og við getum átt sæmilega áhyggjulaust ævikvöld ef við eigum það skuldlaust. Húsnæðismálin fylgja okkur því alla ævi og þess vegna verður að vera þungi í þeim málaflokki. Við eldri félagar í VR getum oft minnkað við okkur húsnæði þegar við hættum að vinna og notað það sem á milli er til að létta okkur lífið á efri árum. En til þess þarf að tryggja raunverulegt framboð af góðu og hentugu húsnæði fyrir eldra fólk, sem um leið verður til þess að losa um stærri eignir fyrir yngra fólk. Þessi barátta er eitt stærsta viðfangsefni verkalýðshreyfingarinnar núna. Ég treysti Höllu til að leiða þennan málaflokk, eins og aðra. Hún hefur sýnt kjörum okkar sem eldri eru ríkan skilning og hún kann að knýja á um breytingar. Ég kýs Höllu sem formanninn minn, því hún hlustar og hún framkvæmir. Höfundur er félagi í trúnaðarráði VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég hef verið félagi í VR í áratugi og hef séð marga formenn koma og fara. Það er hins vegar langt síðan ég hef fylgst með jafn öflugri forystu og með Höllu Gunnarsdóttur í formannsembættinu. Hún er málefnaleg og stendur vel undir því að vera flottur foringi í okkar stóra verkalýðsfélagi. Ég hlakka til að kjósa hana og fylgjast áfram með henni og brýna hana til góðra verka. Við launafólk sem erum nú á efri árum eigum fæst digra sjóði, hvorki í lífeyrissjóðnum okkar né séreignasjóðum, hvað þá inni á bankabók. Okkar stærsta eign er iðulega húsnæðið okkar og við getum átt sæmilega áhyggjulaust ævikvöld ef við eigum það skuldlaust. Húsnæðismálin fylgja okkur því alla ævi og þess vegna verður að vera þungi í þeim málaflokki. Við eldri félagar í VR getum oft minnkað við okkur húsnæði þegar við hættum að vinna og notað það sem á milli er til að létta okkur lífið á efri árum. En til þess þarf að tryggja raunverulegt framboð af góðu og hentugu húsnæði fyrir eldra fólk, sem um leið verður til þess að losa um stærri eignir fyrir yngra fólk. Þessi barátta er eitt stærsta viðfangsefni verkalýðshreyfingarinnar núna. Ég treysti Höllu til að leiða þennan málaflokk, eins og aðra. Hún hefur sýnt kjörum okkar sem eldri eru ríkan skilning og hún kann að knýja á um breytingar. Ég kýs Höllu sem formanninn minn, því hún hlustar og hún framkvæmir. Höfundur er félagi í trúnaðarráði VR.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar