Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 11. mars 2025 08:01 Á dögunum barst mér upplýsandi tölvupóstur frá grunnskóla barnanna minna. Tilefnið var gengi skólans í heilsu- og hvatningarverkefni og var einn þriggja pósta undanfarinna vikna um téð verkefni. Pósturinn var jafnframt einn af fjölmörgum póstum sem ég fékk þá vikuna í tengslum við grunnskólagöngu barnanna minna. Meginsamskiptamáti milli foreldra og skólans er jafnframt Mentor appið þar sem upplýsingar eru settar inn allt að daglega. Barna- og menntamálaráðherra hefur kynnt áform um að banna snjallsíma í grunnskólum landsins og undirbýr nú frumvarp þess efnis. Undirrituð hafði áður viðrað hugmynd um að banna íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar, en taldi þó bann við slíku með lögum vera langsótt. Þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar virðast hrifnir af boðum og bönnum datt mér hins vegar í hug hvort ofgnótt tölvupósta hefði komið til tals við ríkisstjórnarborðið. Svo mikið er víst að þetta er talsvert rætt meðal foreldra sem ég umgengst og kennarar hafa sömuleiðis lýst því að þeim þyki þrýstingur um upplýsingagjöf orðinn yfirþyrmandi. Skjánotkun og snjalltækjanotkun barna er sannarlega áhyggjuefni og undirrituð hefur fullan skilning á símabanni sem fjölmargir skólar hafa ákveðið. Hvort símabann í skólum eigi heima í löggjöf er annað mál. Ofangreind tillaga um takmörkun á tölvupóstaflóði kringum grunnskólabörn er sett fram í meira gamni en alvöru. Ég þykist þó vita að um slíkt gæti náðst þverpólitísk samstaða eins og um foreldravænni tíma á íþróttamótum. – En að vísu er sólarupprás á íþróttamóti tilvalinn tími til að fara í gegnum alla vikupóstana. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Símanotkun barna Tengdar fréttir Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Börnin mín æfa bæði íþróttir af kappi og ég er þakklát fyrir frábært íþróttastarf sem þau hafa aðgang að. Linnulaus íþróttamót draga hins vegar úr ánægju þess að eiga börn í íþróttum. Um þessar mundir er nefnilega gerð samfélagsleg krafa um mætingu a.m.k. tveggja ættliða og helst allra systkina til að hvetja börnin áfram allt frá því þau eru nánast ómálga en geta þó þóst sparka í bolta. 22. janúar 2025 07:03 Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Sjá meira
Á dögunum barst mér upplýsandi tölvupóstur frá grunnskóla barnanna minna. Tilefnið var gengi skólans í heilsu- og hvatningarverkefni og var einn þriggja pósta undanfarinna vikna um téð verkefni. Pósturinn var jafnframt einn af fjölmörgum póstum sem ég fékk þá vikuna í tengslum við grunnskólagöngu barnanna minna. Meginsamskiptamáti milli foreldra og skólans er jafnframt Mentor appið þar sem upplýsingar eru settar inn allt að daglega. Barna- og menntamálaráðherra hefur kynnt áform um að banna snjallsíma í grunnskólum landsins og undirbýr nú frumvarp þess efnis. Undirrituð hafði áður viðrað hugmynd um að banna íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar, en taldi þó bann við slíku með lögum vera langsótt. Þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar virðast hrifnir af boðum og bönnum datt mér hins vegar í hug hvort ofgnótt tölvupósta hefði komið til tals við ríkisstjórnarborðið. Svo mikið er víst að þetta er talsvert rætt meðal foreldra sem ég umgengst og kennarar hafa sömuleiðis lýst því að þeim þyki þrýstingur um upplýsingagjöf orðinn yfirþyrmandi. Skjánotkun og snjalltækjanotkun barna er sannarlega áhyggjuefni og undirrituð hefur fullan skilning á símabanni sem fjölmargir skólar hafa ákveðið. Hvort símabann í skólum eigi heima í löggjöf er annað mál. Ofangreind tillaga um takmörkun á tölvupóstaflóði kringum grunnskólabörn er sett fram í meira gamni en alvöru. Ég þykist þó vita að um slíkt gæti náðst þverpólitísk samstaða eins og um foreldravænni tíma á íþróttamótum. – En að vísu er sólarupprás á íþróttamóti tilvalinn tími til að fara í gegnum alla vikupóstana. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Börnin mín æfa bæði íþróttir af kappi og ég er þakklát fyrir frábært íþróttastarf sem þau hafa aðgang að. Linnulaus íþróttamót draga hins vegar úr ánægju þess að eiga börn í íþróttum. Um þessar mundir er nefnilega gerð samfélagsleg krafa um mætingu a.m.k. tveggja ættliða og helst allra systkina til að hvetja börnin áfram allt frá því þau eru nánast ómálga en geta þó þóst sparka í bolta. 22. janúar 2025 07:03
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar