Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 10. mars 2025 18:00 Fólk yfir fimmtugt á erfiðara með að fá vinnu Í gegnum tíðina hefur verið talað um mikilvægi þess að jafnræði ríki á vinnumarkaði. Aldursfordómar eru hins vegar enn viðvarandi vandamál, sérstaklega þegar kemur að fólki yfir fimmtugt sem oft á erfiðara með að fá vinnu en yngra fólk. Ef við lítum á íslenskan vinnumarkað, þá sjáum við dæmi þess að fólk með áratuga starfsreynslu fær ekki tækifæri einfaldlega vegna aldurs. Þetta er bæði óréttlátt og þjóðfélagslega óhagkvæmt, enda tap fyrir samfélagið í heild. Í þessu samhengi er nærtækt að líta til opinberra starfsmanna og annarra sem að öllu jöfnu er gert er að láta af störfum við sjötugt, þrátt fyrir að lífaldur hafi hækkað verulega. Margir, sem starfa innan þessara stétta, eru enn í blóma lífsins, lifa við hestaheilsu, búa við mikið starfsþrek og vilja vinna og gera samfélaginu gagn, en samt er þeim gert að hætta. Þegar ævilíkur aukast og fólk heldur góðri heilsu lengur, þarf vinnumarkaðurinn að fylgja eftir og tryggja að einstaklingar 50 ára og eldri njóti sömu tækifæra og aðrir. Aldursfordómar eru raunverulegt samfélagsvandamál sem útilokar verðmæta reynslu og þekkingu af vinnumarkaði, með skaðlegum afleiðingum fyrir samfélagið í heild. Mestu skiptir að tryggja réttindi allra óháð aldri Þegar kemur að starfsmannamálum, hvort sem það er innan VR eða á öðrum vettvangi, skiptir mestu máli að tryggja réttindi allra óháð aldri. Við þurfum að horfa á hæfni, getu og framtíðarsýn frekar en ártalið í fæðingarvottorðinu. Það er ekki frestun á framtíðinni að treysta á fólk sem hefur sannað sig í atvinnulífinu eða annars staðar. Mér hefur sjálfum verið legið á hálsi fyrir að vera of gamall, þar sem ég er elsti frambjóðandinn í formannskosningum til VR. Það er hins vegar staðreynd að reynsla getur skipt máli hvort sem við erum yngri eða eldri. Ég er stoltur af störfum mínum í verkalýðshreyfingunni undanfarin tuttugu ár og þá sérstaklega baráttu fyrir sangjörnum húsnæðismarkaði. Ég bý meðal annars af þeirri reynslu að hafa gegnt stöðu varaformanns VR í fjögur ár, átt sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna síðastliðin fimm ár. Tækifæri fyrir alla Að sama skapi þurfum við að tryggja að gervigreind og tækniframfarir verði ekki notaðar sem afsökun fyrir því að ýta fólki út af vinnumarkaði. Þess vegna legg ég áherslu á að efla tækifæri fólks til sí-og endurmenntunar og tryggja að allir geti nýtt sér nýja tækni til að þróa hæfni sína áfram. Hvort sem við erum 25 eða 55 ára, þá eigum við öll að fá jöfn tækifæri til að læra, vaxa og leggja okkar af mörkum til samfélagsins. Við þurfum að útrýma aldursfordómum, bæði í atvinnulífi, stjórnmálum sem og annarstaðar í þjóðfélaginu þar sem þessi skaðlegu viðhorf grassera. Framtíðin byggist ekki á aldri, heldur á því hvernig við nýtum mannauðinn og þau tækifæri sem við höfum, sama á hvaða aldri við erum. Þetta er sérlega mikilvægt í fámennu samfélagi, þar sem hver vinnandi hönd er verulega verðmæt fyrir samfélagið, enda erum við öll saman í þessu. Höfundur er formannsframbjóðandi í VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Fólk yfir fimmtugt á erfiðara með að fá vinnu Í gegnum tíðina hefur verið talað um mikilvægi þess að jafnræði ríki á vinnumarkaði. Aldursfordómar eru hins vegar enn viðvarandi vandamál, sérstaklega þegar kemur að fólki yfir fimmtugt sem oft á erfiðara með að fá vinnu en yngra fólk. Ef við lítum á íslenskan vinnumarkað, þá sjáum við dæmi þess að fólk með áratuga starfsreynslu fær ekki tækifæri einfaldlega vegna aldurs. Þetta er bæði óréttlátt og þjóðfélagslega óhagkvæmt, enda tap fyrir samfélagið í heild. Í þessu samhengi er nærtækt að líta til opinberra starfsmanna og annarra sem að öllu jöfnu er gert er að láta af störfum við sjötugt, þrátt fyrir að lífaldur hafi hækkað verulega. Margir, sem starfa innan þessara stétta, eru enn í blóma lífsins, lifa við hestaheilsu, búa við mikið starfsþrek og vilja vinna og gera samfélaginu gagn, en samt er þeim gert að hætta. Þegar ævilíkur aukast og fólk heldur góðri heilsu lengur, þarf vinnumarkaðurinn að fylgja eftir og tryggja að einstaklingar 50 ára og eldri njóti sömu tækifæra og aðrir. Aldursfordómar eru raunverulegt samfélagsvandamál sem útilokar verðmæta reynslu og þekkingu af vinnumarkaði, með skaðlegum afleiðingum fyrir samfélagið í heild. Mestu skiptir að tryggja réttindi allra óháð aldri Þegar kemur að starfsmannamálum, hvort sem það er innan VR eða á öðrum vettvangi, skiptir mestu máli að tryggja réttindi allra óháð aldri. Við þurfum að horfa á hæfni, getu og framtíðarsýn frekar en ártalið í fæðingarvottorðinu. Það er ekki frestun á framtíðinni að treysta á fólk sem hefur sannað sig í atvinnulífinu eða annars staðar. Mér hefur sjálfum verið legið á hálsi fyrir að vera of gamall, þar sem ég er elsti frambjóðandinn í formannskosningum til VR. Það er hins vegar staðreynd að reynsla getur skipt máli hvort sem við erum yngri eða eldri. Ég er stoltur af störfum mínum í verkalýðshreyfingunni undanfarin tuttugu ár og þá sérstaklega baráttu fyrir sangjörnum húsnæðismarkaði. Ég bý meðal annars af þeirri reynslu að hafa gegnt stöðu varaformanns VR í fjögur ár, átt sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna síðastliðin fimm ár. Tækifæri fyrir alla Að sama skapi þurfum við að tryggja að gervigreind og tækniframfarir verði ekki notaðar sem afsökun fyrir því að ýta fólki út af vinnumarkaði. Þess vegna legg ég áherslu á að efla tækifæri fólks til sí-og endurmenntunar og tryggja að allir geti nýtt sér nýja tækni til að þróa hæfni sína áfram. Hvort sem við erum 25 eða 55 ára, þá eigum við öll að fá jöfn tækifæri til að læra, vaxa og leggja okkar af mörkum til samfélagsins. Við þurfum að útrýma aldursfordómum, bæði í atvinnulífi, stjórnmálum sem og annarstaðar í þjóðfélaginu þar sem þessi skaðlegu viðhorf grassera. Framtíðin byggist ekki á aldri, heldur á því hvernig við nýtum mannauðinn og þau tækifæri sem við höfum, sama á hvaða aldri við erum. Þetta er sérlega mikilvægt í fámennu samfélagi, þar sem hver vinnandi hönd er verulega verðmæt fyrir samfélagið, enda erum við öll saman í þessu. Höfundur er formannsframbjóðandi í VR.
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun