Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar 10. mars 2025 12:02 Tónlist er magnað fyrirbæri í lífi okkar langflestra. Engin listgrein á beinni leið inn í tilfinningalíf okkar en stundum gleymist, í okkar allsnægta samtíma, að þar til tiltölulega nýlega fór miðlun tónlistar einungis fram milliliðalaust. Ekki í gegnum, útvarp, af plötum, geisladiskum eða neti, heldur bara beint frá hljóðfæri eða söngrödd inn í vitund hlustandans. Vitanlega eigum við nótnaskriftina, þetta magnaða kerfi til að skapa og varðveita tónlist en nótur á pappír, einar og sér, gera lítið. Þær þarf að túlka og lífga við með aðkomu og listfengi tónlistarmanna. Þann 9. mars 1950 sat lítil sinfóníuhljómsveit á sviðinu í salnum í Austurbæjarbíói við Snorrabraut. Á svarthvítum ljósmyndum frá tónleikunum má sjá að yfir hljómsveitinni hékk risavaxinn íslenskur fáni. Þarna var nefnilega komin ný þjóðarhljómsveit okkar Íslendinga og stoltið vegna tilkomu hennar var skiljanlega mikið. Öflug og góð starfsemi Á sínum 75 árum hefur hljómsveitin okkar, sameign íslensku þjóðarinnar, vaxið að burðum og þrótti. Í dag heldur hún ríflega eitt hundrað tónleika og viðburði árlega og þá heimsækja um 80 þúsund gestir. Hún fer reglulega í tónleikaferðir, innanlands og utan, og ber hróður íslenskrar tónmenningar víða. Liður í því landnámi eru hljóðritanir sem hljómsveitin hefur gert tugum saman og vakið hafa góða og mikla athygli, margar með íslenskri samtímatónlist. Hryggjarstykkið í starfinu eru hefðbundnir sinfóníutónleikar sem hægt er að kaupa áskrift að, og þar sem fyrirtaks einleikarar og hljómsveitarstjórar koma til samstarfs við hljómsveitina. Auk þeirra heldur sveitin úti öflugu fræðslustarfi, tekur á móti stórum nemendahópum af öllum námstigum, bíður yngstu börnunum upp á Barnastundir og heilu fjölskyldurnar koma í heimsókn á tónleika í Litla tónsprotanum. Heimsóknir hljóðfæraleikara í stofnanir eru líka mikilvægur þáttur í starfseminni og í raun vill hljómsveitin eiga samstarf við sem flesta um framþróun innlendrar tónmenningar. Sinfóníuhljómsveit Íslands er það mikilvægt að vera með opinn faðm og um það vitna til dæmis Ungsveit hljómsveitarinnar og einleikarakeppnin Ungir einleikarar sem haldin er í samstarfi við Listaháskóla Íslands. Í gegnum þessi verkefni hafa nýjar kynslóðir tónlistarfólks stigið sín fyrstu ákveðnu skref inn í heim sígildrar tónlistar. Einnig má nefna akademíu fyrir unga vongóða hljómsveitarstjóra framtíðarinnar sem er nýlegur þáttur í starfseminni. Takk Þegar hljómsveitin hélt sína fyrstu tónleika fyrir 75 árum voru hljóðfæraleikarnir á sviðinu rúmlega 40 talsins en í dag eru hljóðfæraleikarar í 88 stöðugildum starfandi við sveitina. Þess má geta að þjóðarhljómsveitir nágrannalandanna hafa yfirleitt á að skipa ríflega hundrað hljóðfæraleikurum. En framtíðin er björt og spennandi, sífellt bætist í þann hóp listamanna sem vilja koma til samstarfs við sveitina og full ástæða er til að fylgjast grannt með starfinu. Ekkert jafnast á við að fara á tónleika með góðri hljómsveit í fyrirtaks tónleikasal eins og Eldborg í Hörpu vissulega er. Fyrst og fremst er það þakklæti sem manni er efst í huga nú þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands er 75 ára. Meðlimum sveitarinnar í gegnum árin ber að þakka sitt þrotlausa uppbyggingarstarf í tónlistarlífi sem sífellt verður blómlegra hvert sem litið er. Að leggja á sig nám og starfsferil í sígildri tónlist er meira en að segja það, til þess þarf gríðarlegan aga og eljusemi. Áfram mun þér, lesandi góður, standa heimur tónlistarinnar opinn á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Leyfðu þér að hrífast með og takk fyrir samfylgdina í 75 ár. Höfundur er framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sinfóníuhljómsveit Íslands Menning Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Tónlist er magnað fyrirbæri í lífi okkar langflestra. Engin listgrein á beinni leið inn í tilfinningalíf okkar en stundum gleymist, í okkar allsnægta samtíma, að þar til tiltölulega nýlega fór miðlun tónlistar einungis fram milliliðalaust. Ekki í gegnum, útvarp, af plötum, geisladiskum eða neti, heldur bara beint frá hljóðfæri eða söngrödd inn í vitund hlustandans. Vitanlega eigum við nótnaskriftina, þetta magnaða kerfi til að skapa og varðveita tónlist en nótur á pappír, einar og sér, gera lítið. Þær þarf að túlka og lífga við með aðkomu og listfengi tónlistarmanna. Þann 9. mars 1950 sat lítil sinfóníuhljómsveit á sviðinu í salnum í Austurbæjarbíói við Snorrabraut. Á svarthvítum ljósmyndum frá tónleikunum má sjá að yfir hljómsveitinni hékk risavaxinn íslenskur fáni. Þarna var nefnilega komin ný þjóðarhljómsveit okkar Íslendinga og stoltið vegna tilkomu hennar var skiljanlega mikið. Öflug og góð starfsemi Á sínum 75 árum hefur hljómsveitin okkar, sameign íslensku þjóðarinnar, vaxið að burðum og þrótti. Í dag heldur hún ríflega eitt hundrað tónleika og viðburði árlega og þá heimsækja um 80 þúsund gestir. Hún fer reglulega í tónleikaferðir, innanlands og utan, og ber hróður íslenskrar tónmenningar víða. Liður í því landnámi eru hljóðritanir sem hljómsveitin hefur gert tugum saman og vakið hafa góða og mikla athygli, margar með íslenskri samtímatónlist. Hryggjarstykkið í starfinu eru hefðbundnir sinfóníutónleikar sem hægt er að kaupa áskrift að, og þar sem fyrirtaks einleikarar og hljómsveitarstjórar koma til samstarfs við hljómsveitina. Auk þeirra heldur sveitin úti öflugu fræðslustarfi, tekur á móti stórum nemendahópum af öllum námstigum, bíður yngstu börnunum upp á Barnastundir og heilu fjölskyldurnar koma í heimsókn á tónleika í Litla tónsprotanum. Heimsóknir hljóðfæraleikara í stofnanir eru líka mikilvægur þáttur í starfseminni og í raun vill hljómsveitin eiga samstarf við sem flesta um framþróun innlendrar tónmenningar. Sinfóníuhljómsveit Íslands er það mikilvægt að vera með opinn faðm og um það vitna til dæmis Ungsveit hljómsveitarinnar og einleikarakeppnin Ungir einleikarar sem haldin er í samstarfi við Listaháskóla Íslands. Í gegnum þessi verkefni hafa nýjar kynslóðir tónlistarfólks stigið sín fyrstu ákveðnu skref inn í heim sígildrar tónlistar. Einnig má nefna akademíu fyrir unga vongóða hljómsveitarstjóra framtíðarinnar sem er nýlegur þáttur í starfseminni. Takk Þegar hljómsveitin hélt sína fyrstu tónleika fyrir 75 árum voru hljóðfæraleikarnir á sviðinu rúmlega 40 talsins en í dag eru hljóðfæraleikarar í 88 stöðugildum starfandi við sveitina. Þess má geta að þjóðarhljómsveitir nágrannalandanna hafa yfirleitt á að skipa ríflega hundrað hljóðfæraleikurum. En framtíðin er björt og spennandi, sífellt bætist í þann hóp listamanna sem vilja koma til samstarfs við sveitina og full ástæða er til að fylgjast grannt með starfinu. Ekkert jafnast á við að fara á tónleika með góðri hljómsveit í fyrirtaks tónleikasal eins og Eldborg í Hörpu vissulega er. Fyrst og fremst er það þakklæti sem manni er efst í huga nú þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands er 75 ára. Meðlimum sveitarinnar í gegnum árin ber að þakka sitt þrotlausa uppbyggingarstarf í tónlistarlífi sem sífellt verður blómlegra hvert sem litið er. Að leggja á sig nám og starfsferil í sígildri tónlist er meira en að segja það, til þess þarf gríðarlegan aga og eljusemi. Áfram mun þér, lesandi góður, standa heimur tónlistarinnar opinn á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Leyfðu þér að hrífast með og takk fyrir samfylgdina í 75 ár. Höfundur er framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun