Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar 10. mars 2025 11:00 Samtök áhugafólks um spilafíkn voru stofnuð árið 2019 af hópi fólks sem lætur sig málefni spilafíkla, spilakassa og fjárhættuspila varða. Eitt af fyrstu verkum samtakanna var að ráðast í skoðanakönnun sem kannaði viðhorf Íslendinga til spilakassa og hvort Íslendingar vildu almennt loka spilakössum til framtíðar. Niðurstöðurnar voru mjög afgerandi og 86% þjóðarinnar vildi að þeim yrði lokað. Auk þess er viðhorf almennings almennt mjög neikvætt gagnvart því að stofnanir sem gefa sig út fyrir að starfa í almannaþágu séu að fjármagna sig með spilakössum. Síðan þá hafa aðrir látið sig málaflokkinn varða og tekið afstöðu. Stúdentaráð vill burt með spilakassa Stúdentaráð Háskóla Íslands sendi frá ályktun árið 2021 þar sem segir meðal annars; „Stúdentaráð hvetur Háskólann til að taka skýra afstöðu, segja skilið við umræddan rekstur og setja gott fordæmi fyrir aðrar stofnanir sem hafa aðkomu að samskonar starfsemi“. Nemendur skólans eru afgerandi og taka skýra afstöðu.Sama ár skilaði starfshópur á vegum skólans skýrslu sem tók af allan vafa og kom þar meðal annars fram að ef til „skaðaminnkandi aðgerða“ yrði grípið yrði tekjuhrun í rekstri spilakassa en þar með staðfestir starfshópurinn að meirihluti þess gríðarlega hagnaðar sem næst með rekstri spilakassa kemur úr vasa fólks sem hefur þróað með sér spilafíkn. Starfshópur HÍ bendir á neikvæðar afleiðingar spilakassa Auk þess segir „þá er það engum vafa undirorpið að þessi helsta menntastofnun þjóðarinnar getur ekki staðið að rekstrinum öðruvísi en að taka tillit til nýjustu rannsókna um áhrif spilakassa á tiltekna hópa samfélagsins og með því að taka upp allar mögulegar aðgerðir sem geta stuðlað að ábyrgri spilun og lágmarkað neikvæðar afleiðingar jafnt fyrir einstaklinga og samfélagið í heild“. Brugðust í Covid! Í Covid-19 þegar fyrirtækjum, skólum og stofnunum var lokað til að vernda líf og heilsu almennings horfðum við í samtökunum upp á þá staðreynd að Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg reyna með öllum mögulegum brögðum að hafa spilakassa sína opna, en fyrir tilstuðlan Samtaka áhugafólks um spilafíkn var spilakössum á endanum lokað – en aðeins tímabundið. Afvegaleiða með ósannindum Í hita þessarar baráttu var farið í árvekniverkefnið LOKUM.IS. Þar var lögð áhersla á persónulega reynslu fólks af spilakössum og leitast við að leiða samfélagið inn í heim spilakassa og afleiðingar þessarar starfsemi. Það hafði nefnilega verið svo í ár og áratugi að eigendur spilakassa höfðu ítrekað komið opinberlega fram og dregið upp saklausa mynd af þessari starfsemi og sumir jafnvel vísvitandi með ósannindum afvegaleitt fólk til þess að breiða yfir hversu ósiðleg og ógeðfeld starfsemi spilakassa er og hve margir eiga um sárt að binda vegna hennar. Í myrkrinu þar til við lokum Þessi starfsemi er flestum hulin og í myrkrinu. En fæstir þeirra sem telja peningana sem koma upp úr kössunum myndu nokkurn tíma sjálf/sjálfir fara og því síður væru þeir sömu til að í að fórna sínum nánustu í spilakassa. En hér erum við enn og ekkert hefur verið gert. En við erum ekki hætt og krafa okkar mun heyrast af vaxandi þunga: Lokum.is Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Fíkn Alma Hafsteinsdóttir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök áhugafólks um spilafíkn voru stofnuð árið 2019 af hópi fólks sem lætur sig málefni spilafíkla, spilakassa og fjárhættuspila varða. Eitt af fyrstu verkum samtakanna var að ráðast í skoðanakönnun sem kannaði viðhorf Íslendinga til spilakassa og hvort Íslendingar vildu almennt loka spilakössum til framtíðar. Niðurstöðurnar voru mjög afgerandi og 86% þjóðarinnar vildi að þeim yrði lokað. Auk þess er viðhorf almennings almennt mjög neikvætt gagnvart því að stofnanir sem gefa sig út fyrir að starfa í almannaþágu séu að fjármagna sig með spilakössum. Síðan þá hafa aðrir látið sig málaflokkinn varða og tekið afstöðu. Stúdentaráð vill burt með spilakassa Stúdentaráð Háskóla Íslands sendi frá ályktun árið 2021 þar sem segir meðal annars; „Stúdentaráð hvetur Háskólann til að taka skýra afstöðu, segja skilið við umræddan rekstur og setja gott fordæmi fyrir aðrar stofnanir sem hafa aðkomu að samskonar starfsemi“. Nemendur skólans eru afgerandi og taka skýra afstöðu.Sama ár skilaði starfshópur á vegum skólans skýrslu sem tók af allan vafa og kom þar meðal annars fram að ef til „skaðaminnkandi aðgerða“ yrði grípið yrði tekjuhrun í rekstri spilakassa en þar með staðfestir starfshópurinn að meirihluti þess gríðarlega hagnaðar sem næst með rekstri spilakassa kemur úr vasa fólks sem hefur þróað með sér spilafíkn. Starfshópur HÍ bendir á neikvæðar afleiðingar spilakassa Auk þess segir „þá er það engum vafa undirorpið að þessi helsta menntastofnun þjóðarinnar getur ekki staðið að rekstrinum öðruvísi en að taka tillit til nýjustu rannsókna um áhrif spilakassa á tiltekna hópa samfélagsins og með því að taka upp allar mögulegar aðgerðir sem geta stuðlað að ábyrgri spilun og lágmarkað neikvæðar afleiðingar jafnt fyrir einstaklinga og samfélagið í heild“. Brugðust í Covid! Í Covid-19 þegar fyrirtækjum, skólum og stofnunum var lokað til að vernda líf og heilsu almennings horfðum við í samtökunum upp á þá staðreynd að Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg reyna með öllum mögulegum brögðum að hafa spilakassa sína opna, en fyrir tilstuðlan Samtaka áhugafólks um spilafíkn var spilakössum á endanum lokað – en aðeins tímabundið. Afvegaleiða með ósannindum Í hita þessarar baráttu var farið í árvekniverkefnið LOKUM.IS. Þar var lögð áhersla á persónulega reynslu fólks af spilakössum og leitast við að leiða samfélagið inn í heim spilakassa og afleiðingar þessarar starfsemi. Það hafði nefnilega verið svo í ár og áratugi að eigendur spilakassa höfðu ítrekað komið opinberlega fram og dregið upp saklausa mynd af þessari starfsemi og sumir jafnvel vísvitandi með ósannindum afvegaleitt fólk til þess að breiða yfir hversu ósiðleg og ógeðfeld starfsemi spilakassa er og hve margir eiga um sárt að binda vegna hennar. Í myrkrinu þar til við lokum Þessi starfsemi er flestum hulin og í myrkrinu. En fæstir þeirra sem telja peningana sem koma upp úr kössunum myndu nokkurn tíma sjálf/sjálfir fara og því síður væru þeir sömu til að í að fórna sínum nánustu í spilakassa. En hér erum við enn og ekkert hefur verið gert. En við erum ekki hætt og krafa okkar mun heyrast af vaxandi þunga: Lokum.is Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun