Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar 9. mars 2025 09:03 Rektorskjör er framundan í Háskóla Íslands. Í framboði er Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild. Hluti af starfi hans sem prófessor er að sinna kennslu í lyfjafræði á þriðja ári í tannlæknisfræði og hefur hann fyrir löngu stimplað sig inn sem einn vinsælasti kennari deildarinnar. Það er því ekki víst að allir nemendur tannlæknadeildar fagni þessu framboði, enda skiljanlegt að vilja ekki missa hann úr kennslu við deildina. En stundum þarf að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Hann skilur vel hvað þarf til að geta helgað sig námi í háskóla að fullu og er tilbúinn að styðja nemendur í baráttu sinni fyrir bættu starfsumhverfi. Magnús hefur ekki bara einstaka hæfileika til að umgangast ungt fólk af virðingu og væntumþykju í kennslu, heldur er hann jafnframt afbragðs vísindamaður og hefur djúpan skilning og sterka sýn í heimi vísindanna. Hann veit hvar skórinn kreppir og talar opinskátt um leiðir til úrbóta. Aukin nýsköpun og samkeppnishæfur háskóli í alþjóðlegu samhengi er þar efst á blaði. En fyrst og fremst er Magnús mannvinur og maður samkenndar. Ég er ekki viss um hægt sé að meta áhrif þess, er hann stóð þétt að baki eiginkonu sinni, þegar hún greindi opinberlega frá alvarlegum veikindum sínum. Það þarf hugrekki og þor til að stíga fram á fjölmennu málþingi og greina alþjóð frá þeim dómsdegi sem var í nánd. Í öllu því ferli kom glöggt í ljós hve traustur og hlýr Magnús er. Að búa yfir slíkri reynslu, að geta talað opinskátt um lífið eins og það er á einlægan hátt og halda alltaf áfram með markmiðin á hreinu, er okkur hinum til eftirbreytni. Þess vegna mun ég ekki hika við að kjósa Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor við Háskóla Íslands. Ég veit að hann mun hafa markmiðin á hreinu og halda öllum ráðamönnum rækilega við efnið, verði hann kjörinn. Höfundur er lektor við Tannlæknadeild Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Rektorskjör er framundan í Háskóla Íslands. Í framboði er Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild. Hluti af starfi hans sem prófessor er að sinna kennslu í lyfjafræði á þriðja ári í tannlæknisfræði og hefur hann fyrir löngu stimplað sig inn sem einn vinsælasti kennari deildarinnar. Það er því ekki víst að allir nemendur tannlæknadeildar fagni þessu framboði, enda skiljanlegt að vilja ekki missa hann úr kennslu við deildina. En stundum þarf að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Hann skilur vel hvað þarf til að geta helgað sig námi í háskóla að fullu og er tilbúinn að styðja nemendur í baráttu sinni fyrir bættu starfsumhverfi. Magnús hefur ekki bara einstaka hæfileika til að umgangast ungt fólk af virðingu og væntumþykju í kennslu, heldur er hann jafnframt afbragðs vísindamaður og hefur djúpan skilning og sterka sýn í heimi vísindanna. Hann veit hvar skórinn kreppir og talar opinskátt um leiðir til úrbóta. Aukin nýsköpun og samkeppnishæfur háskóli í alþjóðlegu samhengi er þar efst á blaði. En fyrst og fremst er Magnús mannvinur og maður samkenndar. Ég er ekki viss um hægt sé að meta áhrif þess, er hann stóð þétt að baki eiginkonu sinni, þegar hún greindi opinberlega frá alvarlegum veikindum sínum. Það þarf hugrekki og þor til að stíga fram á fjölmennu málþingi og greina alþjóð frá þeim dómsdegi sem var í nánd. Í öllu því ferli kom glöggt í ljós hve traustur og hlýr Magnús er. Að búa yfir slíkri reynslu, að geta talað opinskátt um lífið eins og það er á einlægan hátt og halda alltaf áfram með markmiðin á hreinu, er okkur hinum til eftirbreytni. Þess vegna mun ég ekki hika við að kjósa Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor við Háskóla Íslands. Ég veit að hann mun hafa markmiðin á hreinu og halda öllum ráðamönnum rækilega við efnið, verði hann kjörinn. Höfundur er lektor við Tannlæknadeild Háskóla Íslands
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun