Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar 9. mars 2025 09:03 Rektorskjör er framundan í Háskóla Íslands. Í framboði er Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild. Hluti af starfi hans sem prófessor er að sinna kennslu í lyfjafræði á þriðja ári í tannlæknisfræði og hefur hann fyrir löngu stimplað sig inn sem einn vinsælasti kennari deildarinnar. Það er því ekki víst að allir nemendur tannlæknadeildar fagni þessu framboði, enda skiljanlegt að vilja ekki missa hann úr kennslu við deildina. En stundum þarf að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Hann skilur vel hvað þarf til að geta helgað sig námi í háskóla að fullu og er tilbúinn að styðja nemendur í baráttu sinni fyrir bættu starfsumhverfi. Magnús hefur ekki bara einstaka hæfileika til að umgangast ungt fólk af virðingu og væntumþykju í kennslu, heldur er hann jafnframt afbragðs vísindamaður og hefur djúpan skilning og sterka sýn í heimi vísindanna. Hann veit hvar skórinn kreppir og talar opinskátt um leiðir til úrbóta. Aukin nýsköpun og samkeppnishæfur háskóli í alþjóðlegu samhengi er þar efst á blaði. En fyrst og fremst er Magnús mannvinur og maður samkenndar. Ég er ekki viss um hægt sé að meta áhrif þess, er hann stóð þétt að baki eiginkonu sinni, þegar hún greindi opinberlega frá alvarlegum veikindum sínum. Það þarf hugrekki og þor til að stíga fram á fjölmennu málþingi og greina alþjóð frá þeim dómsdegi sem var í nánd. Í öllu því ferli kom glöggt í ljós hve traustur og hlýr Magnús er. Að búa yfir slíkri reynslu, að geta talað opinskátt um lífið eins og það er á einlægan hátt og halda alltaf áfram með markmiðin á hreinu, er okkur hinum til eftirbreytni. Þess vegna mun ég ekki hika við að kjósa Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor við Háskóla Íslands. Ég veit að hann mun hafa markmiðin á hreinu og halda öllum ráðamönnum rækilega við efnið, verði hann kjörinn. Höfundur er lektor við Tannlæknadeild Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Rektorskjör er framundan í Háskóla Íslands. Í framboði er Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild. Hluti af starfi hans sem prófessor er að sinna kennslu í lyfjafræði á þriðja ári í tannlæknisfræði og hefur hann fyrir löngu stimplað sig inn sem einn vinsælasti kennari deildarinnar. Það er því ekki víst að allir nemendur tannlæknadeildar fagni þessu framboði, enda skiljanlegt að vilja ekki missa hann úr kennslu við deildina. En stundum þarf að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Hann skilur vel hvað þarf til að geta helgað sig námi í háskóla að fullu og er tilbúinn að styðja nemendur í baráttu sinni fyrir bættu starfsumhverfi. Magnús hefur ekki bara einstaka hæfileika til að umgangast ungt fólk af virðingu og væntumþykju í kennslu, heldur er hann jafnframt afbragðs vísindamaður og hefur djúpan skilning og sterka sýn í heimi vísindanna. Hann veit hvar skórinn kreppir og talar opinskátt um leiðir til úrbóta. Aukin nýsköpun og samkeppnishæfur háskóli í alþjóðlegu samhengi er þar efst á blaði. En fyrst og fremst er Magnús mannvinur og maður samkenndar. Ég er ekki viss um hægt sé að meta áhrif þess, er hann stóð þétt að baki eiginkonu sinni, þegar hún greindi opinberlega frá alvarlegum veikindum sínum. Það þarf hugrekki og þor til að stíga fram á fjölmennu málþingi og greina alþjóð frá þeim dómsdegi sem var í nánd. Í öllu því ferli kom glöggt í ljós hve traustur og hlýr Magnús er. Að búa yfir slíkri reynslu, að geta talað opinskátt um lífið eins og það er á einlægan hátt og halda alltaf áfram með markmiðin á hreinu, er okkur hinum til eftirbreytni. Þess vegna mun ég ekki hika við að kjósa Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor við Háskóla Íslands. Ég veit að hann mun hafa markmiðin á hreinu og halda öllum ráðamönnum rækilega við efnið, verði hann kjörinn. Höfundur er lektor við Tannlæknadeild Háskóla Íslands
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun