Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir og Gunnar Ásgrímsson skrifa 8. mars 2025 15:30 Innan fárra daga munu starfsfólk og stúdentar kjósa sér nýjan leiðtoga til næstu fimm ára. Fyrir okkur er valið augljóst og einfalt: Við munum kjósa Kolbrúnu Pálsdóttur. Kolbrún hefur sýnt í verki hvernig leiðtogi hún er innan Háskólans. Við höfum bæði starfað með henni í stjórn Menntavísindasviðs og séð leiðtogahæfni hennar í verki. Hún er öflugur leiðtogi sem hlustar á mann, tekur málin föstum tökum og leggur áherslu á að stúdentar og starfsfólk fái rödd. Kolbrún ræðir ekki einungis um breytingar, heldur finnur hún leiðir til að koma þeim í framkvæmd. Það sem við viljum vekja sérstaka athygli á er að hve mikill árangur hefur náðst undir forystu Kolbrúnar í því að efla kennaramenntun og fjölga brautskráðum kennurum. Brautryðjandinn Kolbrún Háskóli Íslands stendur frammi fyrir margvíslegum áskorunum næstu árin, við þurfum rektor sem skilur Háskólann og hefur þegar sýnt að hann ræður við að stýra honum í átt að bjartri framtíð. Eitt af því sem einkennir Kolbrúnu er metnaður hennar fyrir því að Háskólinn nái árangri og það hefur nýst Menntavísindasviði ákaflega vel að hafa hana í forystu. Hún hefur ávallt stutt við og rutt veginn fyrir mikilvægum breytingum og nýjungum í kennaramenntun. Á meðal þess má nefna: - Fagháskólanám í leikskólafræðum eflt og boðið á landsvísu. - Raunfærnimat í leikskólakennaranámi innleitt 2021, gerir háskólanemum með starfsreynslu kleift að fá hæfni og þekkingu metna til háskólaeininga. -Breytt kennslufyrirkomulag í leikskólakennaranámi í formi háskólamorgna til að auðvelda nám með starfi. -Master of Teaching (MT), nýtt meistaranám án rannsóknartengds lokaverkefnis, í boði frá 2021. -Íslenskubrú ætluð háskólanemum með annað heimamál en íslensku til að fjölga kennurum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Þá átti Kolbrún ríkan þátt í því að jafnréttis- og kynjafræðsla hefur verið fest í sessi í öllum deildum sviðsins. Háskóli Íslands þarf leiðtoga sem kemur breytingum í framkvæmd Við treystum Kolbrúnu því við vitum hvað hún stendur fyrir. Hún vinnur ekki í tómarúmi heldur hlustar hún á fólkið í kringum sig og tekur mið af þeirra ólíku sjónarmiðum og skoðunum. Háskóli Íslands þarf leiðtoga sem nýtir sér kraft fjöldans og lætur hlutina gerist. Kolbrún hefur sýnt að hún er hefur áræði til að hrinda breytingum í framkvæmd, hugmyndaflug til að búa til nýjar lausnir og tryggja að þær skili árangri. Háskólinn þarf rektor sem sér tækifærin og nýtir sér þau. Þess vegna ætlum við að kjósa hana og við hvetjum ykkur til að gera slíkt hið sama. Höfundar eru annars vegar kennaranemi og fyrrum meðlimur sviðsráðs Menntavísindasviðs og hins vegar kennaranemi og formaður sviðsráðs Menntavísindasviðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Innan fárra daga munu starfsfólk og stúdentar kjósa sér nýjan leiðtoga til næstu fimm ára. Fyrir okkur er valið augljóst og einfalt: Við munum kjósa Kolbrúnu Pálsdóttur. Kolbrún hefur sýnt í verki hvernig leiðtogi hún er innan Háskólans. Við höfum bæði starfað með henni í stjórn Menntavísindasviðs og séð leiðtogahæfni hennar í verki. Hún er öflugur leiðtogi sem hlustar á mann, tekur málin föstum tökum og leggur áherslu á að stúdentar og starfsfólk fái rödd. Kolbrún ræðir ekki einungis um breytingar, heldur finnur hún leiðir til að koma þeim í framkvæmd. Það sem við viljum vekja sérstaka athygli á er að hve mikill árangur hefur náðst undir forystu Kolbrúnar í því að efla kennaramenntun og fjölga brautskráðum kennurum. Brautryðjandinn Kolbrún Háskóli Íslands stendur frammi fyrir margvíslegum áskorunum næstu árin, við þurfum rektor sem skilur Háskólann og hefur þegar sýnt að hann ræður við að stýra honum í átt að bjartri framtíð. Eitt af því sem einkennir Kolbrúnu er metnaður hennar fyrir því að Háskólinn nái árangri og það hefur nýst Menntavísindasviði ákaflega vel að hafa hana í forystu. Hún hefur ávallt stutt við og rutt veginn fyrir mikilvægum breytingum og nýjungum í kennaramenntun. Á meðal þess má nefna: - Fagháskólanám í leikskólafræðum eflt og boðið á landsvísu. - Raunfærnimat í leikskólakennaranámi innleitt 2021, gerir háskólanemum með starfsreynslu kleift að fá hæfni og þekkingu metna til háskólaeininga. -Breytt kennslufyrirkomulag í leikskólakennaranámi í formi háskólamorgna til að auðvelda nám með starfi. -Master of Teaching (MT), nýtt meistaranám án rannsóknartengds lokaverkefnis, í boði frá 2021. -Íslenskubrú ætluð háskólanemum með annað heimamál en íslensku til að fjölga kennurum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Þá átti Kolbrún ríkan þátt í því að jafnréttis- og kynjafræðsla hefur verið fest í sessi í öllum deildum sviðsins. Háskóli Íslands þarf leiðtoga sem kemur breytingum í framkvæmd Við treystum Kolbrúnu því við vitum hvað hún stendur fyrir. Hún vinnur ekki í tómarúmi heldur hlustar hún á fólkið í kringum sig og tekur mið af þeirra ólíku sjónarmiðum og skoðunum. Háskóli Íslands þarf leiðtoga sem nýtir sér kraft fjöldans og lætur hlutina gerist. Kolbrún hefur sýnt að hún er hefur áræði til að hrinda breytingum í framkvæmd, hugmyndaflug til að búa til nýjar lausnir og tryggja að þær skili árangri. Háskólinn þarf rektor sem sér tækifærin og nýtir sér þau. Þess vegna ætlum við að kjósa hana og við hvetjum ykkur til að gera slíkt hið sama. Höfundar eru annars vegar kennaranemi og fyrrum meðlimur sviðsráðs Menntavísindasviðs og hins vegar kennaranemi og formaður sviðsráðs Menntavísindasviðs
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar