Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar 7. mars 2025 22:32 Sá sem þetta skrifar hefur fylgst með Birni Þorsteinssyni í nokkra áratugi og er ljúft að nefna nokkur atriði sem skipta máli í komandi rektorskjöri, en hafa farið mishátt. Björn fer ekki fram með látum, heldur yfirvegun. Hann hefur þann háttinn á að kynna sér mál vandlega áður en hann tekur nokkra afstöðu, en er þó er manna síst líklegur til að týnast í flækjum eða orðaflaumi. Björn er mjög greindur og skýr mannvinur sem heldur áttum og ratar að réttum og góðum markmiðum þótt skyggnið kunni að versna um hríð. Björn gerir sér glögga grein fyrir hlutverki háskóla, sem er í senn að afla nýrrar þekkingar sem stenst ströngustu kröfur, að þjálfa nemendur fyrir krefjandi störf utan skólans, en ekki síður að varða leið til farsæls og góðs samfélags. Björn hefur sjálfur lyft grettistaki á þessum sviðum og það er sérstaklega eftir því tekið að hann hefur lagt mikla rækt við að tala inn í samfélagið og sinna í verki rækt við íslenska tungu. Björn er afbragðsgóð fyrirmynd að öllu leyti, sem mikilvægt er að rektor sé. Björn valdi sér farveg innan hugvísinda, en enginn vafi er á að hann hefði ekki notið sín síður á öðrum sviðum háskólans. Hann hefur á þeim þann áhuga að það er honum í lófa lagið að kynna sér vandlega alla starfsemi háskólans, að því marki sem hann hefur ekki þegar gert. Það er öllum stjórnendum mikilvægt og það veit Björn. Það á ekki síst við um raunvísindi, en þangað mun hugur Björns hafa stefnt á yngri árum. Það er fallega gert af Birni að gefa kost á sér til rektors og hann hefur allt til að bera sem þarf til að sinna því starfi með miklum sóma, bæði út á við sem inn á við. Höfundur er prófessor í raunvísindadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Haraldur Ólafsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Sá sem þetta skrifar hefur fylgst með Birni Þorsteinssyni í nokkra áratugi og er ljúft að nefna nokkur atriði sem skipta máli í komandi rektorskjöri, en hafa farið mishátt. Björn fer ekki fram með látum, heldur yfirvegun. Hann hefur þann háttinn á að kynna sér mál vandlega áður en hann tekur nokkra afstöðu, en er þó er manna síst líklegur til að týnast í flækjum eða orðaflaumi. Björn er mjög greindur og skýr mannvinur sem heldur áttum og ratar að réttum og góðum markmiðum þótt skyggnið kunni að versna um hríð. Björn gerir sér glögga grein fyrir hlutverki háskóla, sem er í senn að afla nýrrar þekkingar sem stenst ströngustu kröfur, að þjálfa nemendur fyrir krefjandi störf utan skólans, en ekki síður að varða leið til farsæls og góðs samfélags. Björn hefur sjálfur lyft grettistaki á þessum sviðum og það er sérstaklega eftir því tekið að hann hefur lagt mikla rækt við að tala inn í samfélagið og sinna í verki rækt við íslenska tungu. Björn er afbragðsgóð fyrirmynd að öllu leyti, sem mikilvægt er að rektor sé. Björn valdi sér farveg innan hugvísinda, en enginn vafi er á að hann hefði ekki notið sín síður á öðrum sviðum háskólans. Hann hefur á þeim þann áhuga að það er honum í lófa lagið að kynna sér vandlega alla starfsemi háskólans, að því marki sem hann hefur ekki þegar gert. Það er öllum stjórnendum mikilvægt og það veit Björn. Það á ekki síst við um raunvísindi, en þangað mun hugur Björns hafa stefnt á yngri árum. Það er fallega gert af Birni að gefa kost á sér til rektors og hann hefur allt til að bera sem þarf til að sinna því starfi með miklum sóma, bæði út á við sem inn á við. Höfundur er prófessor í raunvísindadeild Háskóla Íslands.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar