Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2025 22:00 Rúmenska landsliðskonan Sorina Maria Grozav missti meðvitund eftir slæmt samstuð í kvöld. Getty/Alex Nicodim Sex síðustu mínúturnar í vináttulandsleik Svía og Rúmeníu í handbolta kvenna í kvöld voru ekki spilaðar. Leik var hætt eftir að tveir leikmenn rúmenska liðsins rákust illa saman. Rúmenska handboltakonan Sorina Grozav var að hlaupa til baka í vörn en hljóp á markvörðinn sinn sem var komin út úr markinu. Báðar voru þær að horfa á boltann. Eftir samstuðið þá lá Grozav eftir á gólfinu en læknalið liðanna hlupu inn á völlinn henni til aðstoðar. SVT.se Leikmenn og starfsmenn komu líka á staðinn og sáu til þess að áhorfendur sáu ekki hvað var í gangi. Tomas Axnér, landsliðsþjálfari Svía, sagði að Grozav hafi verið með meðvitund þegar hún var borin út úr salnum. „Það er alltaf áhættusamt þegar markvörðurinn kemur út úr teignum. Það var virkilega sorglegt að þetta kom fyrir,“ sagði Axnér við SVT Þegar leik var hætt þá var staðan 36-28 fyrir Svía. „Hún missti meðvitund um tíma en leið ágætlega eftir atvikum þegar hún var flutt á sjúkrahúsið. Hún er í rannsóknum þar og bíður eftir niðurstöðunum,“ sagði Daniel Vandor, blaðamannafulltrú sænska sambandsins. „Það eru allir í áfalli þegar svona gerist. Sem betur fer er það ekki algengt. Þetta er samt mjög óhugnanlegt,“ sagði Vandor. Aftonbladet segir frá. „Það sá enginn tilganginn með því að halda áfram leik. Liðin töluðu saman og sættust á að hætta leik,“ sagði Vandor. Þetta var tímamótaleikur hjá goðsögninni Jamina Roberts. Roberts varð í kvöld leikjahæsta kona sænska landsliðsins frá upphafi því hún lék í kvöld sinn 255. landsleik. Roberts spilar númer átta og leikurinn var stöðvaður á áttundu mínútu. Hún fékk þá mikið lófaklapp frá öllum í salnum. Sænski handboltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Rúmenska handboltakonan Sorina Grozav var að hlaupa til baka í vörn en hljóp á markvörðinn sinn sem var komin út úr markinu. Báðar voru þær að horfa á boltann. Eftir samstuðið þá lá Grozav eftir á gólfinu en læknalið liðanna hlupu inn á völlinn henni til aðstoðar. SVT.se Leikmenn og starfsmenn komu líka á staðinn og sáu til þess að áhorfendur sáu ekki hvað var í gangi. Tomas Axnér, landsliðsþjálfari Svía, sagði að Grozav hafi verið með meðvitund þegar hún var borin út úr salnum. „Það er alltaf áhættusamt þegar markvörðurinn kemur út úr teignum. Það var virkilega sorglegt að þetta kom fyrir,“ sagði Axnér við SVT Þegar leik var hætt þá var staðan 36-28 fyrir Svía. „Hún missti meðvitund um tíma en leið ágætlega eftir atvikum þegar hún var flutt á sjúkrahúsið. Hún er í rannsóknum þar og bíður eftir niðurstöðunum,“ sagði Daniel Vandor, blaðamannafulltrú sænska sambandsins. „Það eru allir í áfalli þegar svona gerist. Sem betur fer er það ekki algengt. Þetta er samt mjög óhugnanlegt,“ sagði Vandor. Aftonbladet segir frá. „Það sá enginn tilganginn með því að halda áfram leik. Liðin töluðu saman og sættust á að hætta leik,“ sagði Vandor. Þetta var tímamótaleikur hjá goðsögninni Jamina Roberts. Roberts varð í kvöld leikjahæsta kona sænska landsliðsins frá upphafi því hún lék í kvöld sinn 255. landsleik. Roberts spilar númer átta og leikurinn var stöðvaður á áttundu mínútu. Hún fékk þá mikið lófaklapp frá öllum í salnum.
Sænski handboltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira