Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar 6. mars 2025 14:18 Þeir sem nýta samgöngur á landsbyggðinni þekkja vel viðhaldsskuldina sem þar ríkir á vegum landsins. Skuldin er áætluð tæplega 300 milljarðar samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafaverkfræðinga. Það tekur tíma að vinna upp slíka skuld og það þarf að hefjast handa, strax. Öryggi vegfarenda á landsbyggðinni er í húfi. Stjórnvöld hafa brugðist landsmönnum þegar kemur að ástandi vega og öryggi. Það vafðist til að mynda ekki fyrir ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að setja hvert metið á fætur öðru í útgjaldaaukningu á ýmsum sviðum en láta viðhald vega landsins sitja algerlega á hakanum. Norðausturkjördæmi er víðfeðmt og þar finnur fólk skort á viðhaldi vega á eigin skinni daglega. Stofn- og tengivegir um allt kjördæmið hafa setið eftir og fjallvegir eru víða erfiðir og lokast reglulega – má þar helst nefna Fagradal, Vopnafjarðarheiði, Vatnsskarð eystra, Öxnadalsheiði, Mývatns og Möðrudalsöræfi, Hófaskarð o.fl. Hraða framkvæmdum Það þarf að setja öryggi vegfarenda í forgang, stytta leiðir og tengja byggðir. Það þarf að vinna upp viðhaldsskuldina og tryggja fjármuni í nauðsynlegar framkvæmdir. Hraða þarf framkvæmdum við göng til Seyðisfjarðar og undir Öxnadalsheiði. Nýjar brýr þarf yfir Skjálfandafljót, Jökulsá á fjöllum og Lagarfljót. Laga þarf Suðurfjarðarveg og tryggja vegabætur um Öxi. Grípa þarf inn í þróun Siglufjarðarvegar um Almenninga sem er á hraðri leið með að skríða fram í sjó en slíkt óöryggi og áhætta er óboðleg þeim sem þarna fara um. Við höfum ekki efni á því að bíða lengur. Ferðaþjónustan er undir Ekki er síður mikilvægt að huga að vexti ferðaþjónustunnar í Norðausturkjördæmi þegar rætt er um samgöngur og viðhald vega. Öflug ferðaþjónusta á svæðinu hangir m.a. á öruggum samgöngum milli staða en slæmt viðhald vega hefur augljós fælingaráhrif á væntanlega ferðamenn. Bæta þarf snjómokstur og hálkuvarnir á svæðinu en sem dæmi má nefna vetrarþjónustuna á nýjum vegi við Dettifoss sem er verulega ábótavant og skapar erfið skilyrði fyrir ferðamenn sem nýta svæðið mikið. Innviðauppbygging á fjölförnum ferðamannasvæðum þarf að vera í lagi. Flugsamgöngur skipta einnig sköpum fyrir vöxt ferðaþjónustunnar og nýta þarf millilandaflugvellina tvo mun betur, flugvöllinn á Akureyri og Egilsstöðum. Þá skiptir miklu að halda virku flugi á Húsavík, til Grímseyjar, Þórshafnar og á Vopnafjörð til að missa ekki mikilvæga tengingu við höfuðborgina og Akureyri. Rjúfum kyrrstöðuna Miðflokkurinn mun áfram tala fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna í vegaframkvæmdum um allt land. Staða þjóðvegakerfisins er orðin grafalvarleg vegna viðvarandi viðhaldsleysis og það þarf að bregðast við strax og framkvæma. Miðflokkurinn hefur talað fyrir því að forma staðbundna samgöngusáttmála þar sem horft er til landshluta og framkvæma innan þeirra með staðbundnum hætti. Verja þurfi raunverulegum tekjum af akstri og ökutækjum til uppbyggingar vegakerfisins og auðvitað hefjast handa við brýn jarðgöng víða um landið. Það munar um Miðflokkinn. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgrímur Sigmundsson Miðflokkurinn Vegagerð Samgöngur Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem nýta samgöngur á landsbyggðinni þekkja vel viðhaldsskuldina sem þar ríkir á vegum landsins. Skuldin er áætluð tæplega 300 milljarðar samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafaverkfræðinga. Það tekur tíma að vinna upp slíka skuld og það þarf að hefjast handa, strax. Öryggi vegfarenda á landsbyggðinni er í húfi. Stjórnvöld hafa brugðist landsmönnum þegar kemur að ástandi vega og öryggi. Það vafðist til að mynda ekki fyrir ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að setja hvert metið á fætur öðru í útgjaldaaukningu á ýmsum sviðum en láta viðhald vega landsins sitja algerlega á hakanum. Norðausturkjördæmi er víðfeðmt og þar finnur fólk skort á viðhaldi vega á eigin skinni daglega. Stofn- og tengivegir um allt kjördæmið hafa setið eftir og fjallvegir eru víða erfiðir og lokast reglulega – má þar helst nefna Fagradal, Vopnafjarðarheiði, Vatnsskarð eystra, Öxnadalsheiði, Mývatns og Möðrudalsöræfi, Hófaskarð o.fl. Hraða framkvæmdum Það þarf að setja öryggi vegfarenda í forgang, stytta leiðir og tengja byggðir. Það þarf að vinna upp viðhaldsskuldina og tryggja fjármuni í nauðsynlegar framkvæmdir. Hraða þarf framkvæmdum við göng til Seyðisfjarðar og undir Öxnadalsheiði. Nýjar brýr þarf yfir Skjálfandafljót, Jökulsá á fjöllum og Lagarfljót. Laga þarf Suðurfjarðarveg og tryggja vegabætur um Öxi. Grípa þarf inn í þróun Siglufjarðarvegar um Almenninga sem er á hraðri leið með að skríða fram í sjó en slíkt óöryggi og áhætta er óboðleg þeim sem þarna fara um. Við höfum ekki efni á því að bíða lengur. Ferðaþjónustan er undir Ekki er síður mikilvægt að huga að vexti ferðaþjónustunnar í Norðausturkjördæmi þegar rætt er um samgöngur og viðhald vega. Öflug ferðaþjónusta á svæðinu hangir m.a. á öruggum samgöngum milli staða en slæmt viðhald vega hefur augljós fælingaráhrif á væntanlega ferðamenn. Bæta þarf snjómokstur og hálkuvarnir á svæðinu en sem dæmi má nefna vetrarþjónustuna á nýjum vegi við Dettifoss sem er verulega ábótavant og skapar erfið skilyrði fyrir ferðamenn sem nýta svæðið mikið. Innviðauppbygging á fjölförnum ferðamannasvæðum þarf að vera í lagi. Flugsamgöngur skipta einnig sköpum fyrir vöxt ferðaþjónustunnar og nýta þarf millilandaflugvellina tvo mun betur, flugvöllinn á Akureyri og Egilsstöðum. Þá skiptir miklu að halda virku flugi á Húsavík, til Grímseyjar, Þórshafnar og á Vopnafjörð til að missa ekki mikilvæga tengingu við höfuðborgina og Akureyri. Rjúfum kyrrstöðuna Miðflokkurinn mun áfram tala fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna í vegaframkvæmdum um allt land. Staða þjóðvegakerfisins er orðin grafalvarleg vegna viðvarandi viðhaldsleysis og það þarf að bregðast við strax og framkvæma. Miðflokkurinn hefur talað fyrir því að forma staðbundna samgöngusáttmála þar sem horft er til landshluta og framkvæma innan þeirra með staðbundnum hætti. Verja þurfi raunverulegum tekjum af akstri og ökutækjum til uppbyggingar vegakerfisins og auðvitað hefjast handa við brýn jarðgöng víða um landið. Það munar um Miðflokkinn. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun