Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 5. mars 2025 10:33 Síðustu áratugi hefur stjórnmálaumræða í Evrópu þróast á þann hátt að margir leiðtogar virðast hafa misst tengslin við raunveruleikann, líkt og Don Quixote, hetjan úr hinni frægu skáldsögu eftir Cervantes, hafa þeir elt vindmyllur hugmyndafræðinnar án þess að sjá hvað raunverulega skiptir máli. Evrópa hefur gengið í gegnum breytingar sem byggja á tilfinningasemi, gjaldþrota hugmyndafræði um að reglur og meiri reglur ásamt fjölmenningu leysi allt á meðan þegnarnir, sem stjórnmál eiga fyrst og fremst að þjóna, hafa verið settir út í horn. Hugmyndafræði og raunveruleiki Don Quixote var riddari í eigin huga, sannfærður um að hann væri hetja sem myndi bjarga heiminum. Með sama hætti hafa margir evrópskir stjórnmálamenn lagt áherslu á háleitar hugmyndir án þess að íhuga afleiðingar þeirra. Þeir hafa fylgt stefnu sem byggir meira á hugmyndafræðilegum útópíum heldur en á praktískri stjórnun. Eitt helsta stefnumál evrópskra stjórnmála síðustu ár hefur verið opnun landamæra, oft undir formerkjum mannúðar. Þótt hjálp við flóttamenn og innflytjendur sé mikilvæg hefur óheft innflytjendastefna ásamt auknum álögum, boðum og bönnum á íbúa landanna leitt til vaxandi samfélagslegs klofnings, efnahagslegra erfiðleika og óöryggis í mörgum löndum. Líkt og Don Quixote sem sá ímyndaða óvini þar sem engir voru, hafa stjórnmálamenn litið á gagnrýni á þessa stefnu sem fordóma frekar en ábendingu um raunveruleg vandamál. Til að þeir sem lifa við hættu og hörmungar eygi betra líf þarf að vinna að lausn vandamálanna heima fyrir í stað þess að flytja vandann annað. Reglubinding í stað raunverulegra lausna Annar þáttur sem hefur einkennt evrópska stjórnmála- og embættismenn er þráin til að setja reglur og skilyrði um allt mögulegt undir þeim formerkjum að það eiga að bæta samfélagið en skilar svo jafnvel öfugum áhrifum. Evrópusambandið er sérstaklega þekkt fyrir þetta reglugerðaæði, þar sem skrifræði og lagafrumskógur verða til þess að almennir borgarar og fyrirtæki lenda í vandræðum. Í stað þess að hlusta á þegnana og leysa raunveruleg vandamál, eyða stjórnmála- og embættismenn orku sinni í að fullkomna reglugerðirnar sem gera lítið annað en að auka enn á flækjustigið sem dregur úr samkeppnishæfni, nýsköpun, framleiðni og framþróun. Þess vegna hefur Evrópa misst af lestinni. Gleymska á eigin þegna Á meðan stjórnmálamenn Evrópu hafa helgað sig því að búa til nýjar stefnur sem virðast siðferðislega háleitar, hefur gleymst að hlusta á þá sem þetta á allt að þjóna: almenning. Líkt og Don Quixote sem horfði fram hjá því að fólk sá hann sem kjána, hafa stjórnmálamenn oft afgreitt áhyggjur borgaranna sem öfgasjónarmið eða afturhaldsemi. Þetta hefur skilað sér í aukinni óánægju með stjórnmálakerfið, uppgangi þjóðernissinnaðra flokka og rofi milli almennings og stjórnmálamanna. Hvað er til ráða? Til að koma á jafnvægi í evrópsk stjórnmál þurfa leiðtogar að snúa aftur til veruleikans. Það þýðir að þeir verða að hlusta á borgarana, finna raunhæfar lausnir á samfélagsvandanum og hætta að setja hugmyndafræði ofar praktískum aðgerðum. Stjórnmálamenn þurfa að vera í takti við raunveruleikann og byggja störf sína á hagsmunum allra íbúa, ekki aðeins á tilfinningalegum duttlungum eða fallinni hugmyndafræði. Don Quixote var heiðarlegur í leit sinni að riddaramennsku, en það breytti því ekki að hann var fjarri raunveruleikanum. Nú er kominn tími til að evrópskir stjórnmálamenn vakni upp af sínum draumi og horfist í augu við veruleikann. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Miðflokkurinn Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu áratugi hefur stjórnmálaumræða í Evrópu þróast á þann hátt að margir leiðtogar virðast hafa misst tengslin við raunveruleikann, líkt og Don Quixote, hetjan úr hinni frægu skáldsögu eftir Cervantes, hafa þeir elt vindmyllur hugmyndafræðinnar án þess að sjá hvað raunverulega skiptir máli. Evrópa hefur gengið í gegnum breytingar sem byggja á tilfinningasemi, gjaldþrota hugmyndafræði um að reglur og meiri reglur ásamt fjölmenningu leysi allt á meðan þegnarnir, sem stjórnmál eiga fyrst og fremst að þjóna, hafa verið settir út í horn. Hugmyndafræði og raunveruleiki Don Quixote var riddari í eigin huga, sannfærður um að hann væri hetja sem myndi bjarga heiminum. Með sama hætti hafa margir evrópskir stjórnmálamenn lagt áherslu á háleitar hugmyndir án þess að íhuga afleiðingar þeirra. Þeir hafa fylgt stefnu sem byggir meira á hugmyndafræðilegum útópíum heldur en á praktískri stjórnun. Eitt helsta stefnumál evrópskra stjórnmála síðustu ár hefur verið opnun landamæra, oft undir formerkjum mannúðar. Þótt hjálp við flóttamenn og innflytjendur sé mikilvæg hefur óheft innflytjendastefna ásamt auknum álögum, boðum og bönnum á íbúa landanna leitt til vaxandi samfélagslegs klofnings, efnahagslegra erfiðleika og óöryggis í mörgum löndum. Líkt og Don Quixote sem sá ímyndaða óvini þar sem engir voru, hafa stjórnmálamenn litið á gagnrýni á þessa stefnu sem fordóma frekar en ábendingu um raunveruleg vandamál. Til að þeir sem lifa við hættu og hörmungar eygi betra líf þarf að vinna að lausn vandamálanna heima fyrir í stað þess að flytja vandann annað. Reglubinding í stað raunverulegra lausna Annar þáttur sem hefur einkennt evrópska stjórnmála- og embættismenn er þráin til að setja reglur og skilyrði um allt mögulegt undir þeim formerkjum að það eiga að bæta samfélagið en skilar svo jafnvel öfugum áhrifum. Evrópusambandið er sérstaklega þekkt fyrir þetta reglugerðaæði, þar sem skrifræði og lagafrumskógur verða til þess að almennir borgarar og fyrirtæki lenda í vandræðum. Í stað þess að hlusta á þegnana og leysa raunveruleg vandamál, eyða stjórnmála- og embættismenn orku sinni í að fullkomna reglugerðirnar sem gera lítið annað en að auka enn á flækjustigið sem dregur úr samkeppnishæfni, nýsköpun, framleiðni og framþróun. Þess vegna hefur Evrópa misst af lestinni. Gleymska á eigin þegna Á meðan stjórnmálamenn Evrópu hafa helgað sig því að búa til nýjar stefnur sem virðast siðferðislega háleitar, hefur gleymst að hlusta á þá sem þetta á allt að þjóna: almenning. Líkt og Don Quixote sem horfði fram hjá því að fólk sá hann sem kjána, hafa stjórnmálamenn oft afgreitt áhyggjur borgaranna sem öfgasjónarmið eða afturhaldsemi. Þetta hefur skilað sér í aukinni óánægju með stjórnmálakerfið, uppgangi þjóðernissinnaðra flokka og rofi milli almennings og stjórnmálamanna. Hvað er til ráða? Til að koma á jafnvægi í evrópsk stjórnmál þurfa leiðtogar að snúa aftur til veruleikans. Það þýðir að þeir verða að hlusta á borgarana, finna raunhæfar lausnir á samfélagsvandanum og hætta að setja hugmyndafræði ofar praktískum aðgerðum. Stjórnmálamenn þurfa að vera í takti við raunveruleikann og byggja störf sína á hagsmunum allra íbúa, ekki aðeins á tilfinningalegum duttlungum eða fallinni hugmyndafræði. Don Quixote var heiðarlegur í leit sinni að riddaramennsku, en það breytti því ekki að hann var fjarri raunveruleikanum. Nú er kominn tími til að evrópskir stjórnmálamenn vakni upp af sínum draumi og horfist í augu við veruleikann. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar