Halla Gunnarsdóttir, formaður VR Agla Arnars Katrínardóttir skrifar 7. mars 2025 07:31 Ég fagna því að Halla skuli gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku í VR. Hún hefur sýnt að hún er öflugur formaður og talsmaður hagsmuna VR-inga. Í hreyfingu, sem var lengi vel nær eingöngu stýrt af ráðsettum körlum, er tekið eftir ungum konum eins og Höllu og það skiptir máli fyrir okkur öll. Í félaginu er stór hópur af ungu fólki, bæði í fullu starfi og vinnu með námi, sem veltir því ekki mikið fyrir sér hvað VR er eða af hverju stéttarfélög skipta máli. Þennan hóp getur Halla virkjað með því að tala áfram um þau mál sem á okkur brenna, bæði núna og í nánustu framtíð. Húsnæðismarkaðurinn er ekki glæsilegur fyrir ungt fólk í dag sem vill stofna eigið heimili, hvort sem er með því að leigja eða kaupa húsnæði. Sem stærsta stéttarfélag landsins á VR að hafa mikið vægi í umræðunni um lausnir og til þess þarf rödd félagsins að heyrast. Halla talar um húsnæðismálin með skýrum hætti þannig að allir skilja. Hún hefur líka reynslu og þekkingu af heildarsamtökum launafólks, ASÍ. Þar á VR að vera í lykilhlutverki og stuðla að samstöðu til að koma mikilvægustu málum áfram. Áhugaleysi ungs fólk um stéttarfélög fylgir því miður of oft lítil þekking á helstu kjara- og réttindamálum sem gerir okkur berskjaldaðri en aðra fyrir tilraunum til að hafa af okkur umsamin kjör. Tilboð um “jafnaðarlaun” fyrir vinnu sem fer meira og minna fram á kvöldin eða um helgar er dæmi um slíkar tilraunir. Með því að ná til okkar og vekja áhuga á stéttarfélaginu og því sem það gerir er um leið verið að stuðla að heilbrigðari vinnumarkaði. Stutt fræðslumyndbönd eins og þau sem Halla hefur verið að birta núna fyrir formannskjörið í VR er dæmi um efni sem við þurfum meira af. Ég vil því hvetja allt ungt fólk til að kanna fyrst félagsaðild sína og í framhaldinu skora á VRinga að kynna sér málin og kjósa. Allt um Höllu er á www.halla.is og svo er afar einfalt að kjósa á netinu frá 6. mars og fram að hádegi 13. mars. Kosningin er á www.vr.is. Höfundur er félagi í VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Sjá meira
Ég fagna því að Halla skuli gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku í VR. Hún hefur sýnt að hún er öflugur formaður og talsmaður hagsmuna VR-inga. Í hreyfingu, sem var lengi vel nær eingöngu stýrt af ráðsettum körlum, er tekið eftir ungum konum eins og Höllu og það skiptir máli fyrir okkur öll. Í félaginu er stór hópur af ungu fólki, bæði í fullu starfi og vinnu með námi, sem veltir því ekki mikið fyrir sér hvað VR er eða af hverju stéttarfélög skipta máli. Þennan hóp getur Halla virkjað með því að tala áfram um þau mál sem á okkur brenna, bæði núna og í nánustu framtíð. Húsnæðismarkaðurinn er ekki glæsilegur fyrir ungt fólk í dag sem vill stofna eigið heimili, hvort sem er með því að leigja eða kaupa húsnæði. Sem stærsta stéttarfélag landsins á VR að hafa mikið vægi í umræðunni um lausnir og til þess þarf rödd félagsins að heyrast. Halla talar um húsnæðismálin með skýrum hætti þannig að allir skilja. Hún hefur líka reynslu og þekkingu af heildarsamtökum launafólks, ASÍ. Þar á VR að vera í lykilhlutverki og stuðla að samstöðu til að koma mikilvægustu málum áfram. Áhugaleysi ungs fólk um stéttarfélög fylgir því miður of oft lítil þekking á helstu kjara- og réttindamálum sem gerir okkur berskjaldaðri en aðra fyrir tilraunum til að hafa af okkur umsamin kjör. Tilboð um “jafnaðarlaun” fyrir vinnu sem fer meira og minna fram á kvöldin eða um helgar er dæmi um slíkar tilraunir. Með því að ná til okkar og vekja áhuga á stéttarfélaginu og því sem það gerir er um leið verið að stuðla að heilbrigðari vinnumarkaði. Stutt fræðslumyndbönd eins og þau sem Halla hefur verið að birta núna fyrir formannskjörið í VR er dæmi um efni sem við þurfum meira af. Ég vil því hvetja allt ungt fólk til að kanna fyrst félagsaðild sína og í framhaldinu skora á VRinga að kynna sér málin og kjósa. Allt um Höllu er á www.halla.is og svo er afar einfalt að kjósa á netinu frá 6. mars og fram að hádegi 13. mars. Kosningin er á www.vr.is. Höfundur er félagi í VR.
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun