Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar 3. mars 2025 15:03 Föstudaginn s.l. birtist grein á visir.is um föðurlausa drengi eftir Margréti Valdimarsdóttur(1). Greinin fjallaði um afbrot ungmenni m.a. út frá fjölskyldustöðu. Þar kom fram að börn einstæðra foreldra eru líklegri til að brjóta af sér en börn sem búa á heimili með báðum foreldrum sínum. Þar kom einnig fram að börn sem alast upp á einstæðum feðrum væru líklegri til að brjóta af sér en börn sem búa hjá einstæðum mæðrum. Þetta eru áhugaverð gögn en skoðum þetta aðeins. Börn einstæðra mæðra eru ekki föðurlaus Hugtök eins og „einstæðir feður“ og „einstæðar mæður“ lýsa fyrst og fremst sambandsstöðu foreldrisins og hvar barn hefur lögheimili. Hugtakið lýsir ekki þátttöku hins foreldrisins í uppeldi barnsins. Þar af leiðandi er rangt að álykta að börn „einstæðra mæðra“ séu „föðurlaus“. Ég sendi nýlega fyrirspurnir á bæði Félagsvísindasvið og Menntavísindasvið HÍ um hvort rannsóknir hefðu verið gerðar á stöðu barna „einstæðra foreldra“ en svörin voru að engar sérstakar rannsóknir hefðu verið gerðar á umönnunarbyrði einstæðra foreldra eða réttindum barna einstæðra foreldra. Umönnunarbyrði einstæðra foreldra er þung Grein Margrétar bendir á þá staðreynd að félagsleg staða barna sem búa hjá „einstæðu foreldri“ er erfiðari en annarra barna sem eykur líkur á andfélagslegri hegðun. Rannsóknir sýna að einstæðar mæður bera þungar byrðar. Hvað gera stjórnvöld til að létta þeim byrðarnar og koma börnunum til aðstoðar? Stefna stjórnvalda í málefnum barna einstæðra foreldra er ömurleg Stjórnvöld hafa enga stefnu í málefnum barna einstæðra foreldra. Í flestum öllum tilfellum snýst stuðningurinn um fjármagn en ekki félagsleg úrræði hjá sveitarfélögum eða leik-/grunnskólum. Staða barna einstæðra foreldra hefur aldrei verið kortlögð á Íslandi. Stjórnvöld eru þar af leiðandi stefnulaus, ráfandi um í myrkri. Árið 2019 gáfu bæði félagsmálaráðuneytið og menntamálaráðuneytið út að stuðningur við börn ætti aðeins að vera veittur til þess foreldris sem hefur lögheimili barnsins. Hitt foreldrið, óháð hæfni þess, vilja til að taka þátt, góðri samvinnu við hitt foreldrið og góðu sambandi við barnið hefði ekki lagalegan rétt á að vera með. Stuðningur við börn einstæðra foreldra er því minni en við önnur börn. Hálft stuðningsnet barns fær ekki að vera barninu til stuðnings. Það er augljóst að það hefur neikvæðar afleiðingar fyrir barnið. Árið 2018 skrifaði Kristín Jónsdóttir doktorsritgerð um „Tengsl heimila og grunnskóla á Íslandi“(2) Þar kemur fram að einstæðar mæður teldu sig fá minni stuðning fyrir börnin en aðrir foreldrar. Stefna stjórnvalda, landslög og aðgerðir sveitarfélaga styðja við þessa niðurstöðu. Árin 2019 og 2020 reyndu Reykjavíkurborg og Kópavogsbær að setja enn meiri byrðar á einstæða foreldra(aðallega mæður) með því að vísa umgengisforeldrum út úr samskiptum við leik- og grunnskóla með upptöku nýs kerfis, Vala.is. Umboðsmaður Alþingis sagði bæði sveitarfélögin fara eftir lögum. Foreldrar náðu sem betur fer að standa af sér þessa afturhaldssinnuðu aðför sveitarfélaganna. Foreldrar hunsuðu einnig álit Umboðsmann Alþingis til þess að tryggja réttindi barnanna. Umboðsmaður Barna skilaði auðu, eins og hann gerir því miður of oft þegar kemur að börnum í viðkvæmri stöðu. Árið 2021 sendi ég félagsmálaráðuneytinu fyrirspurn um hvort farsældarlögin næðu utan um börn einstæðra foreldra og svarið var NEI en að þeim yrði mögulega bætt við á næstu árum. Ekkert hefur verið gert síðan. Árið 2024 sögðu bæði Reykjavíkurborg og Barna- og menntamálaráðuneytið að lög(grunnskólalög, leikskólalög, farsældarlögin og barnalög) tryggðu barni ekki stuðning beggja foreldra þrátt fyrir að vilji bæði barns og foreldra lægi fyrir. Þau vildu ekki segja hvað þyrfti til þess að tryggja barni fullan og ótakmarkaðan stuðning. Í handbók BOFS um innleiðingu farsældarlaganna á landsvísu(2024) er ekkert fjallað um börn einstæðra foreldra. Hugtakið er ekki einu sinni að finna í handbókinni. Þessi börn eru ekki með í farsældinni(3) Í stefnumótun stjórnvalda í COVID var ekki tekið tillit til barna einstæðra foreldra. Þau voru jaðarsett. Í skýrslum og rannsóknum um áhrif COVID þá var staða þeirra ekki skoðuð sérstaklega. Stjórnvöld virðast ekki vera að gera neitt í málefnum barna í viðkvæmri stöðu. Staðreyndir Það er lítið sem ekkert er að gerast í málefnum barna í viðkvæmri stöðu. Það eru engin lög eða úrræði grípa þessi börn eða foreldra þeirra. Staða barna einstæðra foreldra hefur nánast ekkert verið rannsökuð. Staða barna einstæðra foreldra hefur aldrei verið kortlögð. Lítil sem engin þekking er til um aðstæður þeirra. Ekki er hugað að stöðu einstæðra foreldra eða barna þeirra við lagasetningu. Ekki er hugað að stöðu einstæðra foreldra eða barna þeirra við stefnumótun. Stjórnvöld vinna markvisst að því að gera börn einstæðra foreldra föður- og mæðralaus. Það er löngu kominn tími til að Alþingi, stjórnvöld, taki ábyrgð á hlutverki sínu. Það er beinlínis fáránlegt á 21. öldinni að foreldrar sem vilja fá aðstoð, óska eftir aðstoð og eru í stöðu til að geta veitt börnum sínum stuðning, fái ekki stuðning og aðstoð stjórnvalda til þess, þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar stjórnvalda um annað. Kerfið er rotið og það þarf að laga tafarlaust! Höfundur er fjögurra barna faðir og viðskiptafræðingur. (1) https://www.visir.is/g/20252694969d/haskoladagurinn-og-fodurlausir-drengir (2) https://hi.is/vidburdir/doktorsvorn_i_menntunarfraedi_kristin_jonsdottir (3) https://island.is/handbaekur/handbok-farsaeldar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Föstudaginn s.l. birtist grein á visir.is um föðurlausa drengi eftir Margréti Valdimarsdóttur(1). Greinin fjallaði um afbrot ungmenni m.a. út frá fjölskyldustöðu. Þar kom fram að börn einstæðra foreldra eru líklegri til að brjóta af sér en börn sem búa á heimili með báðum foreldrum sínum. Þar kom einnig fram að börn sem alast upp á einstæðum feðrum væru líklegri til að brjóta af sér en börn sem búa hjá einstæðum mæðrum. Þetta eru áhugaverð gögn en skoðum þetta aðeins. Börn einstæðra mæðra eru ekki föðurlaus Hugtök eins og „einstæðir feður“ og „einstæðar mæður“ lýsa fyrst og fremst sambandsstöðu foreldrisins og hvar barn hefur lögheimili. Hugtakið lýsir ekki þátttöku hins foreldrisins í uppeldi barnsins. Þar af leiðandi er rangt að álykta að börn „einstæðra mæðra“ séu „föðurlaus“. Ég sendi nýlega fyrirspurnir á bæði Félagsvísindasvið og Menntavísindasvið HÍ um hvort rannsóknir hefðu verið gerðar á stöðu barna „einstæðra foreldra“ en svörin voru að engar sérstakar rannsóknir hefðu verið gerðar á umönnunarbyrði einstæðra foreldra eða réttindum barna einstæðra foreldra. Umönnunarbyrði einstæðra foreldra er þung Grein Margrétar bendir á þá staðreynd að félagsleg staða barna sem búa hjá „einstæðu foreldri“ er erfiðari en annarra barna sem eykur líkur á andfélagslegri hegðun. Rannsóknir sýna að einstæðar mæður bera þungar byrðar. Hvað gera stjórnvöld til að létta þeim byrðarnar og koma börnunum til aðstoðar? Stefna stjórnvalda í málefnum barna einstæðra foreldra er ömurleg Stjórnvöld hafa enga stefnu í málefnum barna einstæðra foreldra. Í flestum öllum tilfellum snýst stuðningurinn um fjármagn en ekki félagsleg úrræði hjá sveitarfélögum eða leik-/grunnskólum. Staða barna einstæðra foreldra hefur aldrei verið kortlögð á Íslandi. Stjórnvöld eru þar af leiðandi stefnulaus, ráfandi um í myrkri. Árið 2019 gáfu bæði félagsmálaráðuneytið og menntamálaráðuneytið út að stuðningur við börn ætti aðeins að vera veittur til þess foreldris sem hefur lögheimili barnsins. Hitt foreldrið, óháð hæfni þess, vilja til að taka þátt, góðri samvinnu við hitt foreldrið og góðu sambandi við barnið hefði ekki lagalegan rétt á að vera með. Stuðningur við börn einstæðra foreldra er því minni en við önnur börn. Hálft stuðningsnet barns fær ekki að vera barninu til stuðnings. Það er augljóst að það hefur neikvæðar afleiðingar fyrir barnið. Árið 2018 skrifaði Kristín Jónsdóttir doktorsritgerð um „Tengsl heimila og grunnskóla á Íslandi“(2) Þar kemur fram að einstæðar mæður teldu sig fá minni stuðning fyrir börnin en aðrir foreldrar. Stefna stjórnvalda, landslög og aðgerðir sveitarfélaga styðja við þessa niðurstöðu. Árin 2019 og 2020 reyndu Reykjavíkurborg og Kópavogsbær að setja enn meiri byrðar á einstæða foreldra(aðallega mæður) með því að vísa umgengisforeldrum út úr samskiptum við leik- og grunnskóla með upptöku nýs kerfis, Vala.is. Umboðsmaður Alþingis sagði bæði sveitarfélögin fara eftir lögum. Foreldrar náðu sem betur fer að standa af sér þessa afturhaldssinnuðu aðför sveitarfélaganna. Foreldrar hunsuðu einnig álit Umboðsmann Alþingis til þess að tryggja réttindi barnanna. Umboðsmaður Barna skilaði auðu, eins og hann gerir því miður of oft þegar kemur að börnum í viðkvæmri stöðu. Árið 2021 sendi ég félagsmálaráðuneytinu fyrirspurn um hvort farsældarlögin næðu utan um börn einstæðra foreldra og svarið var NEI en að þeim yrði mögulega bætt við á næstu árum. Ekkert hefur verið gert síðan. Árið 2024 sögðu bæði Reykjavíkurborg og Barna- og menntamálaráðuneytið að lög(grunnskólalög, leikskólalög, farsældarlögin og barnalög) tryggðu barni ekki stuðning beggja foreldra þrátt fyrir að vilji bæði barns og foreldra lægi fyrir. Þau vildu ekki segja hvað þyrfti til þess að tryggja barni fullan og ótakmarkaðan stuðning. Í handbók BOFS um innleiðingu farsældarlaganna á landsvísu(2024) er ekkert fjallað um börn einstæðra foreldra. Hugtakið er ekki einu sinni að finna í handbókinni. Þessi börn eru ekki með í farsældinni(3) Í stefnumótun stjórnvalda í COVID var ekki tekið tillit til barna einstæðra foreldra. Þau voru jaðarsett. Í skýrslum og rannsóknum um áhrif COVID þá var staða þeirra ekki skoðuð sérstaklega. Stjórnvöld virðast ekki vera að gera neitt í málefnum barna í viðkvæmri stöðu. Staðreyndir Það er lítið sem ekkert er að gerast í málefnum barna í viðkvæmri stöðu. Það eru engin lög eða úrræði grípa þessi börn eða foreldra þeirra. Staða barna einstæðra foreldra hefur nánast ekkert verið rannsökuð. Staða barna einstæðra foreldra hefur aldrei verið kortlögð. Lítil sem engin þekking er til um aðstæður þeirra. Ekki er hugað að stöðu einstæðra foreldra eða barna þeirra við lagasetningu. Ekki er hugað að stöðu einstæðra foreldra eða barna þeirra við stefnumótun. Stjórnvöld vinna markvisst að því að gera börn einstæðra foreldra föður- og mæðralaus. Það er löngu kominn tími til að Alþingi, stjórnvöld, taki ábyrgð á hlutverki sínu. Það er beinlínis fáránlegt á 21. öldinni að foreldrar sem vilja fá aðstoð, óska eftir aðstoð og eru í stöðu til að geta veitt börnum sínum stuðning, fái ekki stuðning og aðstoð stjórnvalda til þess, þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar stjórnvalda um annað. Kerfið er rotið og það þarf að laga tafarlaust! Höfundur er fjögurra barna faðir og viðskiptafræðingur. (1) https://www.visir.is/g/20252694969d/haskoladagurinn-og-fodurlausir-drengir (2) https://hi.is/vidburdir/doktorsvorn_i_menntunarfraedi_kristin_jonsdottir (3) https://island.is/handbaekur/handbok-farsaeldar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun