Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar 28. febrúar 2025 14:01 Þann 1. mars er hin árlegi háskóladagur í HÍ þar sem fer fram kynning á öllu grunnámi. Sjálf verð ég á háskólatorgi að kynna námsbraut í félagsfræði. Á þeirri námsbraut er hægt að læra afbrotafræði sem er mitt sérsvið og langar mig að deila með ykkur hvers vegna ég tel hana mikilvæga og ekki síður skemmtilega. Í afbrotafræði er fjallað um ýmsar kenningar um orsakir afbrota og hvernig má sannreyna þessar kenningar með gögnum. Farið er yfir mismunandi brotaflokka, fangelsismál og löggæslu. En hluti af kennurum í afbrotafræðinni hafa áratuga reynslu úr réttarvörslukerfinu. Mikilvægasti lærdómurinn sem ég tel að nemendur öðlist í þessu námi er þó líklega gagnrýnin hugsun í tengslum við afbrot og önnur félagsleg vandamál. Gagnrýnin hugsun felst meðal annars í því rýna í þær upplýsingar sem maður fær og skoða þær í stærra samhengi. Hún krefst efahyggju - þess að taka ekki öllu sem gefnu. Ef maður setur fram tilgátu um ákveðið fyrirbæri, nægir ekki að finna gögn sem styðja hana - maður þarf líka að vera opinn fyrir gögnum sem sýna hið gagnstæða. Hluti af gagnrýnni hugsun er að vera meðvitaður um eigin hugmyndir og fordóma, þar sem þeir geta haft áhrif á hvernig við túlkum upplýsingar og hverju við veitum athygli. Mig langar að taka dæmi um mikilvægi gagnrýnnar hugsunar. Undanfarið hafa birst viðtöl í fjölmiðlum við einstaklinga sem halda því fram að eitt helsta einkenni ungra brotamanna sé að þeir séu föðurlausir. Reynsla viðmælanda er að illa sé komið fyrir ungum mönnum sem aldir eru upp af einstæðum mæðrum, sem oft eru meðvirkar og ungu mennirnir þurfi jafnvel að kenna sig við móður í stað föðurs (t.d. Önnuson í stað Jónsson). Sá sem beitir gagnrýnni hugsun myndi byrja á að spyrja hvað gæti skýrt þetta samband. Er það að alast upp hjá einstæðri móður orsök afbrotahegðunar? Gæti skýringin verið sú að skortur á karlfyrirmynd leiði unga menn á glæpabraut? Hver ætli sé þá staðan á móðurlausum drengjum? Við nánari skoðun kemur í ljós að það sem skiptir mestu máli er ekki hvort barnið alist upp hjá móður eða föður heldur hvort það fái stuðning, eftirlit og aga. Foreldrahlutverkið krefst tíma og orku, sérstaklega þegar börnin eru á unglingsaldri. Þetta er auðveldara þegar hægt er að skipta þessari ábyrgð á milli tveggja aðila en þegar ein manneskja ber hana. Það er því ekki það að alast upp hjá einstæðri móður sem eykur líkur á afbrotahegðun ungmenna heldur það að alast upp hjá einstæðu foreldri. Rannsóknir sýna raunar að börn einstæðra feðra eru verr sett en börn einstæðra mæðra. Þar sem einstæðar mæður eru mun fleiri en einstæðir feður getur þetta þó litið út eins og það sé almenna munstrið. Það sem hefur hins vegar verstu áhrifin á börn er að alast upp hjá foreldri sem beitir þau harðræði. Rannsóknir benda til þess að það sé betra að alast upp föðurlaus en hjá föður sem beitir harðræði. Með öðrum orðum eru föðurlausir drengir síður líklegir til að leiðast út í afbrot en þeir sem alast upp við ofbeldi. Hér fyrir neðan fylgir mynd með niðurstöðum nýlegra gagna um íslensk ungmenni. Hún sýnir hlutfall ungmenna sem hafa gerst sek um mismunandi brot eftir því hvort þau búa hjá einstæðri móður, einstæðum föður eða báðum foreldrum. Í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna kemur í ljós að móðurlaus ungmenni eru líklegust til að brjóta af sér. Í þessu stutta dæmi er ég að greina almenn mynstur sem birtast í rannsóknum á afbrotahegðun. Ég vil þó árétta að persónulegar reynslusögur veita dýrmæta innsýn í líf og aðstæður fólks – innsýn sem er oft erfitt að fanga með tölfræðilegum rannsóknum á stórum úrtökum. Slíkar frásagnir geta varpað ljósi á upplifun þeirra sem hafa átt í samskiptum við ungt fólk eða við störf í löggæslu, og afbrotafræðingar kunna að meta og taka slíkar sögur alvarlega. Hins vegar liggur takmörkun slíkra frásagna í því að ekki er hægt að draga almennar ályktanir eða álykta um orsakasambönd út frá einstökum dæmum. Afbrotafræði sem fræðigrein snýst um að skoða bæði stærri samfélagsleg mynstur og einstaklingsbundna reynslu, þar sem hvoru tveggja skiptir máli til að skilja afbrot og afleiðingar þeirra. Þess vegna er mikilvægt að byggja á rannsóknum sem geta greint útbreiðslu og mögulegar orsakir afbrotahegðunar, en um leið hlusta á reynslu fólks til að skilja dýpri merkingu þessara fyrirbæra. Ég vil því hvetja öll sem hafa áhuga á afbrotafræði að kynna sér námið á háskóladeginum! Höfundur er dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Mest lesið Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 1. mars er hin árlegi háskóladagur í HÍ þar sem fer fram kynning á öllu grunnámi. Sjálf verð ég á háskólatorgi að kynna námsbraut í félagsfræði. Á þeirri námsbraut er hægt að læra afbrotafræði sem er mitt sérsvið og langar mig að deila með ykkur hvers vegna ég tel hana mikilvæga og ekki síður skemmtilega. Í afbrotafræði er fjallað um ýmsar kenningar um orsakir afbrota og hvernig má sannreyna þessar kenningar með gögnum. Farið er yfir mismunandi brotaflokka, fangelsismál og löggæslu. En hluti af kennurum í afbrotafræðinni hafa áratuga reynslu úr réttarvörslukerfinu. Mikilvægasti lærdómurinn sem ég tel að nemendur öðlist í þessu námi er þó líklega gagnrýnin hugsun í tengslum við afbrot og önnur félagsleg vandamál. Gagnrýnin hugsun felst meðal annars í því rýna í þær upplýsingar sem maður fær og skoða þær í stærra samhengi. Hún krefst efahyggju - þess að taka ekki öllu sem gefnu. Ef maður setur fram tilgátu um ákveðið fyrirbæri, nægir ekki að finna gögn sem styðja hana - maður þarf líka að vera opinn fyrir gögnum sem sýna hið gagnstæða. Hluti af gagnrýnni hugsun er að vera meðvitaður um eigin hugmyndir og fordóma, þar sem þeir geta haft áhrif á hvernig við túlkum upplýsingar og hverju við veitum athygli. Mig langar að taka dæmi um mikilvægi gagnrýnnar hugsunar. Undanfarið hafa birst viðtöl í fjölmiðlum við einstaklinga sem halda því fram að eitt helsta einkenni ungra brotamanna sé að þeir séu föðurlausir. Reynsla viðmælanda er að illa sé komið fyrir ungum mönnum sem aldir eru upp af einstæðum mæðrum, sem oft eru meðvirkar og ungu mennirnir þurfi jafnvel að kenna sig við móður í stað föðurs (t.d. Önnuson í stað Jónsson). Sá sem beitir gagnrýnni hugsun myndi byrja á að spyrja hvað gæti skýrt þetta samband. Er það að alast upp hjá einstæðri móður orsök afbrotahegðunar? Gæti skýringin verið sú að skortur á karlfyrirmynd leiði unga menn á glæpabraut? Hver ætli sé þá staðan á móðurlausum drengjum? Við nánari skoðun kemur í ljós að það sem skiptir mestu máli er ekki hvort barnið alist upp hjá móður eða föður heldur hvort það fái stuðning, eftirlit og aga. Foreldrahlutverkið krefst tíma og orku, sérstaklega þegar börnin eru á unglingsaldri. Þetta er auðveldara þegar hægt er að skipta þessari ábyrgð á milli tveggja aðila en þegar ein manneskja ber hana. Það er því ekki það að alast upp hjá einstæðri móður sem eykur líkur á afbrotahegðun ungmenna heldur það að alast upp hjá einstæðu foreldri. Rannsóknir sýna raunar að börn einstæðra feðra eru verr sett en börn einstæðra mæðra. Þar sem einstæðar mæður eru mun fleiri en einstæðir feður getur þetta þó litið út eins og það sé almenna munstrið. Það sem hefur hins vegar verstu áhrifin á börn er að alast upp hjá foreldri sem beitir þau harðræði. Rannsóknir benda til þess að það sé betra að alast upp föðurlaus en hjá föður sem beitir harðræði. Með öðrum orðum eru föðurlausir drengir síður líklegir til að leiðast út í afbrot en þeir sem alast upp við ofbeldi. Hér fyrir neðan fylgir mynd með niðurstöðum nýlegra gagna um íslensk ungmenni. Hún sýnir hlutfall ungmenna sem hafa gerst sek um mismunandi brot eftir því hvort þau búa hjá einstæðri móður, einstæðum föður eða báðum foreldrum. Í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna kemur í ljós að móðurlaus ungmenni eru líklegust til að brjóta af sér. Í þessu stutta dæmi er ég að greina almenn mynstur sem birtast í rannsóknum á afbrotahegðun. Ég vil þó árétta að persónulegar reynslusögur veita dýrmæta innsýn í líf og aðstæður fólks – innsýn sem er oft erfitt að fanga með tölfræðilegum rannsóknum á stórum úrtökum. Slíkar frásagnir geta varpað ljósi á upplifun þeirra sem hafa átt í samskiptum við ungt fólk eða við störf í löggæslu, og afbrotafræðingar kunna að meta og taka slíkar sögur alvarlega. Hins vegar liggur takmörkun slíkra frásagna í því að ekki er hægt að draga almennar ályktanir eða álykta um orsakasambönd út frá einstökum dæmum. Afbrotafræði sem fræðigrein snýst um að skoða bæði stærri samfélagsleg mynstur og einstaklingsbundna reynslu, þar sem hvoru tveggja skiptir máli til að skilja afbrot og afleiðingar þeirra. Þess vegna er mikilvægt að byggja á rannsóknum sem geta greint útbreiðslu og mögulegar orsakir afbrotahegðunar, en um leið hlusta á reynslu fólks til að skilja dýpri merkingu þessara fyrirbæra. Ég vil því hvetja öll sem hafa áhuga á afbrotafræði að kynna sér námið á háskóladeginum! Höfundur er dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar