Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar 3. mars 2025 12:00 Það er mikil kúnst að geta komið fyrir sig orði. Mikilvægi þessarar færni hefur staðist tímans tönn og er líklega eitt af því fáa sem gervigreindin fær ekki haggað, sama hversu snjöll hún verður. Allt það mannlega verður verðmætara og þá ekki síst það hvernig við förum með orðin, bæði töluð og rituð. Þið eigið sjálfsagt öll vini og kunningja sem eru nánast óþolandi flink í þessari merku list og ná að beita orðum í tali og riti þannig að þau vekja athygli og ná árangri. Kannski mætti kalla þau orðsnillinga eins og leikskólakennarar barnanna minna orða það svo skemmtilega þegar þau kalla börnin snillinga í hinum og þessum verkefnum sem reyna á nýja færni. Mér verður hugsað til barnanna vegna þess að það að skrifa og tala vel er ekki meðfæddur hæfileiki. Það er færni sem við þroskum með okkur og þurfum sífellt að rækta. Þetta gerum við fyrst og fremst með lestri og með æfingu. Ég gerði óvísindalega rannsókn á orðsnillingunum í mínum hringjum og komst að þeirri niðurstöðu að þau eiga annað sameiginlegt en mælsku eða ritgáfur. Þau eru nefnilega flest hver líka ofurnotendur íslenskrar máltækni og halla sér að henni eins og hjálpardekki á hjóli með því að sækja sér upplýsingar þegar þörf krefur. Það á til dæmis við um að fletta upp samheitum og beygingarmyndum orða eða að renna texta í gegnum málrýni sem getur leiðrétt ýmis algeng mistök. Orðsnillingarnir nýta nefnilega tæknina til að gera gott betra og gæta þess að orðin sem þau senda frá sér séu svo góð að eftir þeim verði tekið. Verum öll orðsnillingar Almannarómur stýrir máltækniáætlunum íslenskra stjórnvalda og á grundvelli þeirra hefur verið fjárfest í gerð og uppbyggingu ýmissa verkfæra eða tóla til þess að íslenska sé og verði ávallt aðgengileg og nothæf í hvers konar tækni. Dæmi um þessi verkfæri eru íslenskar talgervilsraddir, talgreining sem breytir tali í texta, vélþýðingar, gagnasöfn sem meðal annars bæta íslenskugetu stórra mállíkana og margt fleira. Af öllu þessu þá eru það málvinnslutólin sem við ættum öll að hafa opin í vöfrunum okkar á hverjum degi. Þetta eru tólin sem við ættum að kenna börnunum okkar að nota snemma af því að þau geta svo sannarlega skipt sköpum í hvers kyns skólastarfi, bæði fyrir fólk sem hefur mjög gott vald á íslenskri tungu en ekki síður fyrir hina sem hafa það ekki. Þá geta vinnutól sem þessi haft ótrúlega jákvæð áhrif fyrir þau sem þurfa á meiri aðstoð að halda við að vinna með orðin svo sem vegna lesblindu, annarra fatlana eða hvers kyns námsörðugleika. Hvatning mín til ykkar, sem þetta lesið, er því þessi: Látið á þetta reyna! Fangið orðin og færið þau inn í íslenska máltækni til að bæta ykkar eigin orðsnilli. Til að auðvelda fyrstu skrefin þá fylgir hér listi yfir nokkrar afurðir íslenskrar máltækni sem nýst geta okkur öllum við skrif frá degi til dags. Malid.is: Vefur Árnastofnunar sem býður upp á ótal frábær vinnutæki. Þarna má með einfaldri uppflettingu finna svör við spurningum á borð við: Hvernig er orðið fallbeygt? Hvernig er orðið stafsett? Í hvaða samhengi er þetta hugtak oftast notað? Málstaður.is: Máltæknifyrirtækið Miðeind býður upp á öfluga hugbúnaðarlausn sem byggir meðal annars á opnum afurðum máltækniáætlunar. Lausnin er ókeypis upp að vissu marki en eftir það er greitt mánaðargjald. Bæði er hægt að fá áskriftir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Meðal þess sem Málstaður er með í boði er öflugt leiðréttingarforrit sem yfirfer stafsetningu, málfræði, greinarmerki og jafnvel stíl. M.is: Vefur á vegum Árnastofnunar sem gerir orðabækur og upplýsingar um íslenska tungu aðgengilegri fyrir yngra fólk og fólk sem er að læra íslensku sem annað mál. Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Máltækni Gervigreind Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Það er mikil kúnst að geta komið fyrir sig orði. Mikilvægi þessarar færni hefur staðist tímans tönn og er líklega eitt af því fáa sem gervigreindin fær ekki haggað, sama hversu snjöll hún verður. Allt það mannlega verður verðmætara og þá ekki síst það hvernig við förum með orðin, bæði töluð og rituð. Þið eigið sjálfsagt öll vini og kunningja sem eru nánast óþolandi flink í þessari merku list og ná að beita orðum í tali og riti þannig að þau vekja athygli og ná árangri. Kannski mætti kalla þau orðsnillinga eins og leikskólakennarar barnanna minna orða það svo skemmtilega þegar þau kalla börnin snillinga í hinum og þessum verkefnum sem reyna á nýja færni. Mér verður hugsað til barnanna vegna þess að það að skrifa og tala vel er ekki meðfæddur hæfileiki. Það er færni sem við þroskum með okkur og þurfum sífellt að rækta. Þetta gerum við fyrst og fremst með lestri og með æfingu. Ég gerði óvísindalega rannsókn á orðsnillingunum í mínum hringjum og komst að þeirri niðurstöðu að þau eiga annað sameiginlegt en mælsku eða ritgáfur. Þau eru nefnilega flest hver líka ofurnotendur íslenskrar máltækni og halla sér að henni eins og hjálpardekki á hjóli með því að sækja sér upplýsingar þegar þörf krefur. Það á til dæmis við um að fletta upp samheitum og beygingarmyndum orða eða að renna texta í gegnum málrýni sem getur leiðrétt ýmis algeng mistök. Orðsnillingarnir nýta nefnilega tæknina til að gera gott betra og gæta þess að orðin sem þau senda frá sér séu svo góð að eftir þeim verði tekið. Verum öll orðsnillingar Almannarómur stýrir máltækniáætlunum íslenskra stjórnvalda og á grundvelli þeirra hefur verið fjárfest í gerð og uppbyggingu ýmissa verkfæra eða tóla til þess að íslenska sé og verði ávallt aðgengileg og nothæf í hvers konar tækni. Dæmi um þessi verkfæri eru íslenskar talgervilsraddir, talgreining sem breytir tali í texta, vélþýðingar, gagnasöfn sem meðal annars bæta íslenskugetu stórra mállíkana og margt fleira. Af öllu þessu þá eru það málvinnslutólin sem við ættum öll að hafa opin í vöfrunum okkar á hverjum degi. Þetta eru tólin sem við ættum að kenna börnunum okkar að nota snemma af því að þau geta svo sannarlega skipt sköpum í hvers kyns skólastarfi, bæði fyrir fólk sem hefur mjög gott vald á íslenskri tungu en ekki síður fyrir hina sem hafa það ekki. Þá geta vinnutól sem þessi haft ótrúlega jákvæð áhrif fyrir þau sem þurfa á meiri aðstoð að halda við að vinna með orðin svo sem vegna lesblindu, annarra fatlana eða hvers kyns námsörðugleika. Hvatning mín til ykkar, sem þetta lesið, er því þessi: Látið á þetta reyna! Fangið orðin og færið þau inn í íslenska máltækni til að bæta ykkar eigin orðsnilli. Til að auðvelda fyrstu skrefin þá fylgir hér listi yfir nokkrar afurðir íslenskrar máltækni sem nýst geta okkur öllum við skrif frá degi til dags. Malid.is: Vefur Árnastofnunar sem býður upp á ótal frábær vinnutæki. Þarna má með einfaldri uppflettingu finna svör við spurningum á borð við: Hvernig er orðið fallbeygt? Hvernig er orðið stafsett? Í hvaða samhengi er þetta hugtak oftast notað? Málstaður.is: Máltæknifyrirtækið Miðeind býður upp á öfluga hugbúnaðarlausn sem byggir meðal annars á opnum afurðum máltækniáætlunar. Lausnin er ókeypis upp að vissu marki en eftir það er greitt mánaðargjald. Bæði er hægt að fá áskriftir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Meðal þess sem Málstaður er með í boði er öflugt leiðréttingarforrit sem yfirfer stafsetningu, málfræði, greinarmerki og jafnvel stíl. M.is: Vefur á vegum Árnastofnunar sem gerir orðabækur og upplýsingar um íslenska tungu aðgengilegri fyrir yngra fólk og fólk sem er að læra íslensku sem annað mál. Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun