Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar 3. mars 2025 10:00 Hluti af góðri stjórnsýslu sveitarfélaga er að upplýsa íbúa. Það á meðal annars við um þjónustu sem er í boði eða mikilvæg verkefni sem snerta hag okkar íbúa. Í Sveitarfélaginu Árborg höfum við verið í stóru verkefni undanfarin þrjú ár við að snúa verulegum hallarekstri til betri vegar. Undirritaður hefur skrifað nokkra upplýsingapistla á þessum tíma og geri slíkt áfram með það að markmiði að upplýsa íbúa og áhugasama um árangurinn og stöðu mála í dag. Brú til betri vegar Frá upphafi kjörtímabils, um mitt ár 2022 hefur markmið bæjarstjórnar verið að endurskipuleggja rekstur sveitarfélagsins. Eftir að hafa greint stöðuna betur og hvað þurfti að bæta, var lagt af stað vorið 2023 undir slagorðinu “Brú til betri vegar”. Gerð var aðgerðaáætlun um forgangsröðun fjármuna, hagræðingu, minni lántöku og tekjuaukandi aðgerðir sem áttu að skila sveitarfélaginu jákvæðri rekstrarniðurstöðu á næstu árum. Á þessum tíma var lausafjárstaða sveitarfélagsins grafalvarleg og þurfti að bregðast við hratt og vel. Aðgerðir fólust m.a. í fækkun stöðugilda, hagræðingu í daglegum rekstri, frestun og forgangsröðun framkvæmda, skammtímalántöku til að brúa lausafjárvanda, sölu eigna og lóða, endurskoðun gjaldskráa og álag á útsvar. Allt eru þetta aðgerðir sem gripið var til svo snúa mætti frá hallarekstri á fremur skömmum tíma en um leið viðhalda grunnþjónustu við íbúa. Aðgerðir að skila árangri Af fullri auðmýkt er hægt að staðhæfa að þær erfiðu aðgerðir sem samþykkt var að fara í séu að skila árangri. Samstillt átak kjörinna fulltrúa, starfsmanna og íbúa hefur í raun skilað sveitarfélaginu betri niðurstöðu en áætlanir gerðu ráð fyrir. Líkt og mynd 1 sýnir hefur rekstrinum verið snúið til jákvæðrar niðurstöðu og er hún umtalsverð á árinu 2024. Slíkt mætir uppsöfnuðum hallarekstri og lántöku áranna á undan. Rekstrarniðurstaða Árborgar 2016-2023, A- og B hluti ásamt áætlun til 2028. Það kom fram í máli ráðgjafa KPMG á kynningarfundi fjárhagsáætlunar í desember 2024 að Sveitarfélaginu Árborg hafi tekist á skemmri tíma en áætlað var að ná lögbundnu skuldaviðmiði og þriggja ára rekstrarjöfnuði. Þetta eru þeir tveir þættir sem sveitarfélög eiga að standast samkvæmt lögum. Enn er þó verk fyrir höndum og áfram þarf að bæta daglegan rekstur. Jákvætt er að kjarasamningar hafi náðst við fagstéttir á undanförnu ári og núna síðast við kennarasambandið. Í framhaldinu þarf að vinna að aðgerðum til að mæta kostnaðaraukningu án hækkun gjalda eða álaga á íbúa. Verkefni af þessum toga er sjaldnast lokið enda hlutverk bæjarfulltrúa að farið sé vel og af ábyrgð með almannafé. Þróun skuldaviðmiðs Árborgar sést vel á mynd 2. Til framtíðar stefnum við að því að það sé sem næst 100 prósent. Þannig sparast fjármunir í vaxtagreiðslur og nýtast í aðra þjónustu eða uppbyggingu. Skuldaviðmið (rauð lína) og -hlutfall (blá lína). Erfitt að auka álögur Kerfið er á margan hátt sérstakt og ég get ekki verið ánægður með það fyrirkomulag sem sveitarfélagið verður að fylgja vegna greiðslu álags á útsvarið. Þetta er engu að síður nauðsynleg ákvörðun sem skilaði sveitarfélaginu um einum milljarði í tekjur árið 2024. Tilgangurinn með slíku álagi er að tryggja lögbundna grunnþjónustu ásamt því að styrkja rekstur sveitarfélagsins til framtíðar í þeirri viðleitni að íbúar þurfi ekki að greiða upp skuldir fortíðar á þennan hátt. Það er auðvitað nokkuð sérstök staða sem við íbúar erum sett í, að greiða aukið álag næstum tveimur árum eftir að ákvörðun var tekin um slíkt í bæjarstjórn. Við fögnum áfangasigri þar sem þeir fjármunir hafa nýst við endurreisn fjárhags sveitarfélagsins. En við megum bara aldrei koma okkur í svona stöðu aftur. Raunveruleikinn fyrir okkur íbúa er engu síður sá að álagið greiðist eftirá við uppgjör skattsins frá 1. júní 2025. Greiðslurnar dreifast þó á allt að sjö mánuði og eru greiddar sjálfkrafa við launaútborgun. Eitt kjörtímabil er stuttur tími í rekstri sveitarfélags. Áherslur bæjarstjórnar geta breyst með nýju fólki. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Áfram Árborgar hefur skýrt markmið; snúa rekstri sveitarfélagsins til betri vegar og er það markmið að nást. Ég vona innilega að lærdómur okkar á undanförnum árum og velheppnaðar breytingar á verkferlum verði til þess að Sveitarfélagið Árborg þurfi ekki auka skattlagningu á íbúa til að standa undir þjónustu sem því ber að veita - óháð því hvaða einstaklingar standa í brúnni. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Hluti af góðri stjórnsýslu sveitarfélaga er að upplýsa íbúa. Það á meðal annars við um þjónustu sem er í boði eða mikilvæg verkefni sem snerta hag okkar íbúa. Í Sveitarfélaginu Árborg höfum við verið í stóru verkefni undanfarin þrjú ár við að snúa verulegum hallarekstri til betri vegar. Undirritaður hefur skrifað nokkra upplýsingapistla á þessum tíma og geri slíkt áfram með það að markmiði að upplýsa íbúa og áhugasama um árangurinn og stöðu mála í dag. Brú til betri vegar Frá upphafi kjörtímabils, um mitt ár 2022 hefur markmið bæjarstjórnar verið að endurskipuleggja rekstur sveitarfélagsins. Eftir að hafa greint stöðuna betur og hvað þurfti að bæta, var lagt af stað vorið 2023 undir slagorðinu “Brú til betri vegar”. Gerð var aðgerðaáætlun um forgangsröðun fjármuna, hagræðingu, minni lántöku og tekjuaukandi aðgerðir sem áttu að skila sveitarfélaginu jákvæðri rekstrarniðurstöðu á næstu árum. Á þessum tíma var lausafjárstaða sveitarfélagsins grafalvarleg og þurfti að bregðast við hratt og vel. Aðgerðir fólust m.a. í fækkun stöðugilda, hagræðingu í daglegum rekstri, frestun og forgangsröðun framkvæmda, skammtímalántöku til að brúa lausafjárvanda, sölu eigna og lóða, endurskoðun gjaldskráa og álag á útsvar. Allt eru þetta aðgerðir sem gripið var til svo snúa mætti frá hallarekstri á fremur skömmum tíma en um leið viðhalda grunnþjónustu við íbúa. Aðgerðir að skila árangri Af fullri auðmýkt er hægt að staðhæfa að þær erfiðu aðgerðir sem samþykkt var að fara í séu að skila árangri. Samstillt átak kjörinna fulltrúa, starfsmanna og íbúa hefur í raun skilað sveitarfélaginu betri niðurstöðu en áætlanir gerðu ráð fyrir. Líkt og mynd 1 sýnir hefur rekstrinum verið snúið til jákvæðrar niðurstöðu og er hún umtalsverð á árinu 2024. Slíkt mætir uppsöfnuðum hallarekstri og lántöku áranna á undan. Rekstrarniðurstaða Árborgar 2016-2023, A- og B hluti ásamt áætlun til 2028. Það kom fram í máli ráðgjafa KPMG á kynningarfundi fjárhagsáætlunar í desember 2024 að Sveitarfélaginu Árborg hafi tekist á skemmri tíma en áætlað var að ná lögbundnu skuldaviðmiði og þriggja ára rekstrarjöfnuði. Þetta eru þeir tveir þættir sem sveitarfélög eiga að standast samkvæmt lögum. Enn er þó verk fyrir höndum og áfram þarf að bæta daglegan rekstur. Jákvætt er að kjarasamningar hafi náðst við fagstéttir á undanförnu ári og núna síðast við kennarasambandið. Í framhaldinu þarf að vinna að aðgerðum til að mæta kostnaðaraukningu án hækkun gjalda eða álaga á íbúa. Verkefni af þessum toga er sjaldnast lokið enda hlutverk bæjarfulltrúa að farið sé vel og af ábyrgð með almannafé. Þróun skuldaviðmiðs Árborgar sést vel á mynd 2. Til framtíðar stefnum við að því að það sé sem næst 100 prósent. Þannig sparast fjármunir í vaxtagreiðslur og nýtast í aðra þjónustu eða uppbyggingu. Skuldaviðmið (rauð lína) og -hlutfall (blá lína). Erfitt að auka álögur Kerfið er á margan hátt sérstakt og ég get ekki verið ánægður með það fyrirkomulag sem sveitarfélagið verður að fylgja vegna greiðslu álags á útsvarið. Þetta er engu að síður nauðsynleg ákvörðun sem skilaði sveitarfélaginu um einum milljarði í tekjur árið 2024. Tilgangurinn með slíku álagi er að tryggja lögbundna grunnþjónustu ásamt því að styrkja rekstur sveitarfélagsins til framtíðar í þeirri viðleitni að íbúar þurfi ekki að greiða upp skuldir fortíðar á þennan hátt. Það er auðvitað nokkuð sérstök staða sem við íbúar erum sett í, að greiða aukið álag næstum tveimur árum eftir að ákvörðun var tekin um slíkt í bæjarstjórn. Við fögnum áfangasigri þar sem þeir fjármunir hafa nýst við endurreisn fjárhags sveitarfélagsins. En við megum bara aldrei koma okkur í svona stöðu aftur. Raunveruleikinn fyrir okkur íbúa er engu síður sá að álagið greiðist eftirá við uppgjör skattsins frá 1. júní 2025. Greiðslurnar dreifast þó á allt að sjö mánuði og eru greiddar sjálfkrafa við launaútborgun. Eitt kjörtímabil er stuttur tími í rekstri sveitarfélags. Áherslur bæjarstjórnar geta breyst með nýju fólki. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Áfram Árborgar hefur skýrt markmið; snúa rekstri sveitarfélagsins til betri vegar og er það markmið að nást. Ég vona innilega að lærdómur okkar á undanförnum árum og velheppnaðar breytingar á verkferlum verði til þess að Sveitarfélagið Árborg þurfi ekki auka skattlagningu á íbúa til að standa undir þjónustu sem því ber að veita - óháð því hvaða einstaklingar standa í brúnni. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun