Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar 3. mars 2025 07:45 Nú í mars kýs félagsfólk stærsta stéttarfélags landsins VR, sér nýja forystu. Þrír karlar og ein kona sækjast þar eftir formannsembætti. Ekki get ég sagt að kynni mín af flestum frambjóðendum séu mikil. Komum inn á það síðar. Fyrst þurfum við að gera okkur grein fyrir hvað við félagsmenn teljum að VR, félagið okkar standi og eigi að standa fyrir. Við nafnabreytingu á félaginu fyrir nokkrum árum stóð VR fyrir Virðing og Réttlæti. Þessi tvö orð, er það sem við félagsmenn, já og væntanlega landsmenn allir, erum sammála um að sé grundvöllur samfélags okkar. Virðing fyrir okkur sem þegnum þessa lands og að okkur sé sýnt réttlæti í hvívetna. Til þess að minna ráðamenn á þessi orð, höfum við m.a. félög launafólks í landinu. Það að varpa byrðinni af efnhagsóförum í landinu á lántakendur og eldra fólk ber vott um skort á virðingu og hefur alvarlegar afleiðingar fyrir alla að réttlæti skortir, fólki er mismunað herfilega. Starfsemi VR þjónar fólki á ólíkum aldri og með mismunandi þarfir. En þegar horft er á málin þá snerta flest baráttumálin okkur beint eða óbeint, óháð aldri. Ekkja eða ekkill sem hefur haft skertar lífeyristekjur allt frá hruni á ekki mikið ef nokkuð afgangs til að styrkja afkomendur við íbúðarkaup. Foreldrar sem þurfa að vinna langan vinnudag og komast ekki frá þegar leikskólinn lokar vegna manneklu verða að hafa bakland í ömmu og afa. Ömmu og afa sem kannski nýverið hafa hafið töku lífeyris og uppgötva hvað fallið er mikið í launum – áhyggjulausa ævikvöldið er ekki alveg eins og það ímyndaði sér. Íbúðin sem þau ætluðu að kaupa sér á því verði sem þau fengju fyrir fjölskylduhúsið dugir vart til kaupa á íbúð í fjölbýli. Eða að ekki finnst húsnæði við hæfi þar sem fasteignafélög hafa keypt upp allar íbúðir í heilu stigagöngunum og ætla með eignirnar í útleigu og innheimta himinháa leigu til að standa undir kostnaði vegna lántöku og arði til hluthafa. Svo ekki sé talað um þau himinháu laun og hlunnindi sem forsvarsmenn þessara félaga skammta sér undir liðnum „starfskjarastefna“ á aðalfundi. Mörg þessara félaga starfa að tilstuðlan lífeyrissjóðanna (okkar). Sem betur fer hefur flest launafólk haft fyrirhyggju fyrir eftirlaunaárunum. Margir uppskera vel með séreignarsparnaði sínum. Mikil kjarabót sem komst á með samningum verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og ríkisvalds. Ástæða er til að hvetja öll til að nýta sér sparnað til séreignar og fá þannig kjarabót sem nýtist síðar á lífsleiðinni eða við greiðslu íbúðar. Hér eru upptalin nokkur atriði sem varðar okkur öll í landinu á öllum aldri. Atriði sem hvetja okkur til að halda nýrri ríkis- og borgarstjórn við efnið. Bera virðingu fyrir okkur þegnunum. Látum vinnubrögðin í kringum „græna gímaldið“ verða okkur öllum víti til varnaðar – hvernig ekki eigi að koma fram íbúa borgarinnar eða landsins alls. Náum fram réttlæti við íbúðabyggingar með breyttum vinnubrögðum. Það að braska með lóðir þannig að sumir græða er ekki réttlát ráðstöfun af hálfu nokkurs sveitarfélags. Skortur á virðingu gagnvart þeim sem eldri eru og fá skertar „bætur“ frá almannatryggingum verður að taka á hið fyrsta. Á þetta þurfum við að minna á. Auðvitað getum við í „hendur falið honum“ og látið verkalýðsforystunni það eftir að fylgjast með og halda „stjórnum“ landsins við efnið. En við erum sterkari saman þó hagur hvers um sig sé undir viðkomandi kominn, þó verðum við að viðurkenna að við treystum öðrum allt of mikið fyrir okkar hag. Þá er eins gott að þau sem við treystum fyrir kjörum okkar og félagslegri stöðu standi undir kröfum okkar, já og standi við kröfur okkar. Framundan eru kosningar í stærsta stéttarfélagi landsins VR. Í framboði til formanns eru fjórir einstaklingar. Einn af þeim er Halla Gunnarsdóttir starfandi formaður félagsins. Tryggjum Höllu góða kosningu og bætum Höllu í frábæran hóp íslenskra forystukvenna, sem formaður stærsta stéttarfélags landsins VR. Höfundur er formaður öldungaráðs VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú í mars kýs félagsfólk stærsta stéttarfélags landsins VR, sér nýja forystu. Þrír karlar og ein kona sækjast þar eftir formannsembætti. Ekki get ég sagt að kynni mín af flestum frambjóðendum séu mikil. Komum inn á það síðar. Fyrst þurfum við að gera okkur grein fyrir hvað við félagsmenn teljum að VR, félagið okkar standi og eigi að standa fyrir. Við nafnabreytingu á félaginu fyrir nokkrum árum stóð VR fyrir Virðing og Réttlæti. Þessi tvö orð, er það sem við félagsmenn, já og væntanlega landsmenn allir, erum sammála um að sé grundvöllur samfélags okkar. Virðing fyrir okkur sem þegnum þessa lands og að okkur sé sýnt réttlæti í hvívetna. Til þess að minna ráðamenn á þessi orð, höfum við m.a. félög launafólks í landinu. Það að varpa byrðinni af efnhagsóförum í landinu á lántakendur og eldra fólk ber vott um skort á virðingu og hefur alvarlegar afleiðingar fyrir alla að réttlæti skortir, fólki er mismunað herfilega. Starfsemi VR þjónar fólki á ólíkum aldri og með mismunandi þarfir. En þegar horft er á málin þá snerta flest baráttumálin okkur beint eða óbeint, óháð aldri. Ekkja eða ekkill sem hefur haft skertar lífeyristekjur allt frá hruni á ekki mikið ef nokkuð afgangs til að styrkja afkomendur við íbúðarkaup. Foreldrar sem þurfa að vinna langan vinnudag og komast ekki frá þegar leikskólinn lokar vegna manneklu verða að hafa bakland í ömmu og afa. Ömmu og afa sem kannski nýverið hafa hafið töku lífeyris og uppgötva hvað fallið er mikið í launum – áhyggjulausa ævikvöldið er ekki alveg eins og það ímyndaði sér. Íbúðin sem þau ætluðu að kaupa sér á því verði sem þau fengju fyrir fjölskylduhúsið dugir vart til kaupa á íbúð í fjölbýli. Eða að ekki finnst húsnæði við hæfi þar sem fasteignafélög hafa keypt upp allar íbúðir í heilu stigagöngunum og ætla með eignirnar í útleigu og innheimta himinháa leigu til að standa undir kostnaði vegna lántöku og arði til hluthafa. Svo ekki sé talað um þau himinháu laun og hlunnindi sem forsvarsmenn þessara félaga skammta sér undir liðnum „starfskjarastefna“ á aðalfundi. Mörg þessara félaga starfa að tilstuðlan lífeyrissjóðanna (okkar). Sem betur fer hefur flest launafólk haft fyrirhyggju fyrir eftirlaunaárunum. Margir uppskera vel með séreignarsparnaði sínum. Mikil kjarabót sem komst á með samningum verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og ríkisvalds. Ástæða er til að hvetja öll til að nýta sér sparnað til séreignar og fá þannig kjarabót sem nýtist síðar á lífsleiðinni eða við greiðslu íbúðar. Hér eru upptalin nokkur atriði sem varðar okkur öll í landinu á öllum aldri. Atriði sem hvetja okkur til að halda nýrri ríkis- og borgarstjórn við efnið. Bera virðingu fyrir okkur þegnunum. Látum vinnubrögðin í kringum „græna gímaldið“ verða okkur öllum víti til varnaðar – hvernig ekki eigi að koma fram íbúa borgarinnar eða landsins alls. Náum fram réttlæti við íbúðabyggingar með breyttum vinnubrögðum. Það að braska með lóðir þannig að sumir græða er ekki réttlát ráðstöfun af hálfu nokkurs sveitarfélags. Skortur á virðingu gagnvart þeim sem eldri eru og fá skertar „bætur“ frá almannatryggingum verður að taka á hið fyrsta. Á þetta þurfum við að minna á. Auðvitað getum við í „hendur falið honum“ og látið verkalýðsforystunni það eftir að fylgjast með og halda „stjórnum“ landsins við efnið. En við erum sterkari saman þó hagur hvers um sig sé undir viðkomandi kominn, þó verðum við að viðurkenna að við treystum öðrum allt of mikið fyrir okkar hag. Þá er eins gott að þau sem við treystum fyrir kjörum okkar og félagslegri stöðu standi undir kröfum okkar, já og standi við kröfur okkar. Framundan eru kosningar í stærsta stéttarfélagi landsins VR. Í framboði til formanns eru fjórir einstaklingar. Einn af þeim er Halla Gunnarsdóttir starfandi formaður félagsins. Tryggjum Höllu góða kosningu og bætum Höllu í frábæran hóp íslenskra forystukvenna, sem formaður stærsta stéttarfélags landsins VR. Höfundur er formaður öldungaráðs VR.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun