Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar 27. febrúar 2025 16:31 Um helgina koma sjálfstæðismenn saman til fundar til að varða leið flokksins til næstu framtíðar. Samhliða því mikilvæga verkefni að móta stefnu flokksins munu þátttakendur á landsfundi kjósa nýja forystu. Í framboði til formanns eru tvær öflugar konur og er það mikið lán fyrir stjórnmálaflokk að svo sterkir einstaklingar vilja leiða hann til góðra verka fyrir land og þjóð. Á þessum tímamótum tel ég mikilvægt að til forystu verði sá einstaklingur valinn sem líklegur er til að sameina, styrkja og stækka Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki einungis mikilvægt fyrir sjálfstæðismenn, heldur einnig mikilvægt fyrir íslenska þjóð sem á allt sitt undir því að auka verðmætasköpun til að standa undir þeirri velferð sem við viljum búa við í okkar ágæta samfélagi. Á þessu hefur Guðrún Hafsteinsdóttir mikinn skilning enda hefur reynsla hennar úr atvinnulífinu mótað hennar sýn á hversu mikilvægt er að efla og styrkja verðmætasköpun íslensks atvinnulífs til að standa undir þeim velferðarkerfum sem við njótum hér. Við Guðrún áttum um langt árabil frábært samstarf innan Samtaka atvinnulífisins og sátum saman í stjórn og framkvæmdastjórn. Einnig áttum við samstarf innan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna um árabil áður en hún lagði af stað í stjórnmálin. Með reynslu sína frá vettvangi atvinnulífsins og lífeyrismála hefur hún sýnt í störfum sínum sem alþingismaður og ráðherra, að þar fer fram einn öflugasti stjórnmálamaður landsins dag. Hún er heilsteypt, ábyggileg og traust, er fæddur leiðtogi sem býr yfir sameinandi afli í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er ákveðin og lætur verkin tala og hrífur samstarfsmenn með sér eins og góðum leiðtoga sæmir. Hún er mikill mannasættir og það hefur berlega komið í ljós að undanförnu að hún nær til fólks, sama á hvað aldri það er. Hún er traustur vinur sem ég teysti fullkomlega í þetta verkefni. Nú þegar sjálfstæðismenn standa á tímamótum og velta fyrir sér framtíðinni, þá er svarið augljóst í mínum huga – Guðrún Hafsteinsdóttir ! Höfundur er formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Verslun Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Um helgina koma sjálfstæðismenn saman til fundar til að varða leið flokksins til næstu framtíðar. Samhliða því mikilvæga verkefni að móta stefnu flokksins munu þátttakendur á landsfundi kjósa nýja forystu. Í framboði til formanns eru tvær öflugar konur og er það mikið lán fyrir stjórnmálaflokk að svo sterkir einstaklingar vilja leiða hann til góðra verka fyrir land og þjóð. Á þessum tímamótum tel ég mikilvægt að til forystu verði sá einstaklingur valinn sem líklegur er til að sameina, styrkja og stækka Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki einungis mikilvægt fyrir sjálfstæðismenn, heldur einnig mikilvægt fyrir íslenska þjóð sem á allt sitt undir því að auka verðmætasköpun til að standa undir þeirri velferð sem við viljum búa við í okkar ágæta samfélagi. Á þessu hefur Guðrún Hafsteinsdóttir mikinn skilning enda hefur reynsla hennar úr atvinnulífinu mótað hennar sýn á hversu mikilvægt er að efla og styrkja verðmætasköpun íslensks atvinnulífs til að standa undir þeim velferðarkerfum sem við njótum hér. Við Guðrún áttum um langt árabil frábært samstarf innan Samtaka atvinnulífisins og sátum saman í stjórn og framkvæmdastjórn. Einnig áttum við samstarf innan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna um árabil áður en hún lagði af stað í stjórnmálin. Með reynslu sína frá vettvangi atvinnulífsins og lífeyrismála hefur hún sýnt í störfum sínum sem alþingismaður og ráðherra, að þar fer fram einn öflugasti stjórnmálamaður landsins dag. Hún er heilsteypt, ábyggileg og traust, er fæddur leiðtogi sem býr yfir sameinandi afli í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er ákveðin og lætur verkin tala og hrífur samstarfsmenn með sér eins og góðum leiðtoga sæmir. Hún er mikill mannasættir og það hefur berlega komið í ljós að undanförnu að hún nær til fólks, sama á hvað aldri það er. Hún er traustur vinur sem ég teysti fullkomlega í þetta verkefni. Nú þegar sjálfstæðismenn standa á tímamótum og velta fyrir sér framtíðinni, þá er svarið augljóst í mínum huga – Guðrún Hafsteinsdóttir ! Höfundur er formaður Samtaka verslunar og þjónustu.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun