Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson og Björg Ásta Þórðardóttir skrifa 27. febrúar 2025 09:03 Undanfarið eitt og hálft ár höfum við oft verið spurð hvernig Guðrún Hafsteinsdóttir sé í raun og veru. Hvernig er að vinna fyrir hana? Hvernig manneskja er hún? Er hún eins köld og hún kemur fyrir í sjónvarpi? Líklega vakna þessar spurningar vegna þess að í fjölmiðlum virðist hún oft nokkuð alvörugefin og sumir kalla hana Ísdrottninguna – og það virðist ekki hafa neitt með fjölskyldufyrirtækið Kjörís að gera. Það er þó ef til vill óhjákvæmilegt að vera alvörugefin þegar unnið er með erfiða og umdeilda málaflokka eins og dómsmálaráðuneytið hefur á sinni könnu. En Guðrún er alls ekki köld, heldur þvert á móti. Hún er drífandi, hún er sanngjörn og lausnamiðuð, en fyrst og fremst alveg einstaklega hlý og skemmtileg. Hún hefur óþrjótandi áhuga og trú á fólki. Hún er manneskjan sem finnur alltaf leiðir til að koma málum í gegn og leysa þau mál sem á hennar borð koma. Ekki með hörku og yfirgangi heldur samvinnu og samtali. Það er hennar eðli að byggja upp, hrósa fólki og skapa jákvæðan liðsanda. Hún veit að árangur næst aðeins með sterkri liðsheild og að fólk verði að vera með í för til að hægt sé að ná settum markmiðum. Þess vegna átti hún ávallt gott samstarf við starfsfólk ráðuneytisins og með henni ríkti góður starfsandi. Guðrún hefur sannað að hún er stjórnmálamaður sem lætur hlutina gerast. Þegar hún tók við embætti dómsmálaráðherra töldu margir að þyngstu mál hennar myndu aldrei ná fram að ganga. Þvert á hrakspár og mikla andstöðu kom hún útlendingafrumvarpinu í gegn. Hún fékk samþykktar breytingar á lögreglulögum sem ítrekað höfðu strandað í þinginu – allt frá árinu 2007 þegar Björn Bjarnason, þá dómsmálaráðherra, lagði málið upphaflega fram. Það er dæmi um hennar festu og getu til að vinna með fólki, sama hvaða skoðanir það hefur og sama hversu erfið málin eru. Þrátt fyrir að vera ákveðin og staðföst hefur hún alltaf haldið í sína einlægu og hlýju persónu. Hún er ekki manneskja sem þykist vera önnur en hún er. Hún snobbar ekki fyrir fólki, hún gengur inn í herbergi og heilsar öllum af sömu einlægni. Hún hugsar vel um fólkið sitt og á gott samstarf við þingmenn allra flokka og starfsfólk þingsins. Hún veit að til þess að ná árangri í stjórnmálum, til hagsbóta fyrir land og þjóð, þarf að sameina fólk frekar en að sundra því. En svo að við svörum spurningunni sem lögð var fram í upphafi, hvernig er Guðrún Hafsteinsdóttir? Hún er ákveðin en umburðarlynd. Hún er framsækin en yfirveguð. Hún er kröfuhörð en sanngjörn. Hún er samheldin en aldrei stjórnsöm. Hún er hreinskiptin en nærgætin. Hún er ófeimin að taka slaginn en alltaf lausnamiðuð. Hún gengur ekki á eftir sviðsljósinu heldur gefur öðrum pláss. Hún er stöðug, staðföst og trú sjálfri sér. Sjálfstæðisflokkurinn býr við þau forréttindi að hafa tvær öflugar konur í framboði til formanns, sem báðar hafa sýnt styrk og forystuhæfni. Við, sem höfum unnið náið með Guðrúnu, vitum að hún er ekki einungis frábær ráðherra heldur líka leiðtogi sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á að halda. Hún er venjuleg kona úr Hveragerði sem lætur verkin tala og nær árangri. Hún hefur staðfestu, kraft og hjarta til að leiða flokkinn áfram. Það er ekki bara okkar sannfæring, heldur líka trú okkar á framtíðina. Nú er tíminn til að sameinast og taka skrefið fram á við – með Guðrúnu í fararbroddi. Höfundar eru fyrrum aðstoðarmenn Guðrúnar Hafsteinsdóttur í dómsmálaráðuneytinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Sjá meira
Undanfarið eitt og hálft ár höfum við oft verið spurð hvernig Guðrún Hafsteinsdóttir sé í raun og veru. Hvernig er að vinna fyrir hana? Hvernig manneskja er hún? Er hún eins köld og hún kemur fyrir í sjónvarpi? Líklega vakna þessar spurningar vegna þess að í fjölmiðlum virðist hún oft nokkuð alvörugefin og sumir kalla hana Ísdrottninguna – og það virðist ekki hafa neitt með fjölskyldufyrirtækið Kjörís að gera. Það er þó ef til vill óhjákvæmilegt að vera alvörugefin þegar unnið er með erfiða og umdeilda málaflokka eins og dómsmálaráðuneytið hefur á sinni könnu. En Guðrún er alls ekki köld, heldur þvert á móti. Hún er drífandi, hún er sanngjörn og lausnamiðuð, en fyrst og fremst alveg einstaklega hlý og skemmtileg. Hún hefur óþrjótandi áhuga og trú á fólki. Hún er manneskjan sem finnur alltaf leiðir til að koma málum í gegn og leysa þau mál sem á hennar borð koma. Ekki með hörku og yfirgangi heldur samvinnu og samtali. Það er hennar eðli að byggja upp, hrósa fólki og skapa jákvæðan liðsanda. Hún veit að árangur næst aðeins með sterkri liðsheild og að fólk verði að vera með í för til að hægt sé að ná settum markmiðum. Þess vegna átti hún ávallt gott samstarf við starfsfólk ráðuneytisins og með henni ríkti góður starfsandi. Guðrún hefur sannað að hún er stjórnmálamaður sem lætur hlutina gerast. Þegar hún tók við embætti dómsmálaráðherra töldu margir að þyngstu mál hennar myndu aldrei ná fram að ganga. Þvert á hrakspár og mikla andstöðu kom hún útlendingafrumvarpinu í gegn. Hún fékk samþykktar breytingar á lögreglulögum sem ítrekað höfðu strandað í þinginu – allt frá árinu 2007 þegar Björn Bjarnason, þá dómsmálaráðherra, lagði málið upphaflega fram. Það er dæmi um hennar festu og getu til að vinna með fólki, sama hvaða skoðanir það hefur og sama hversu erfið málin eru. Þrátt fyrir að vera ákveðin og staðföst hefur hún alltaf haldið í sína einlægu og hlýju persónu. Hún er ekki manneskja sem þykist vera önnur en hún er. Hún snobbar ekki fyrir fólki, hún gengur inn í herbergi og heilsar öllum af sömu einlægni. Hún hugsar vel um fólkið sitt og á gott samstarf við þingmenn allra flokka og starfsfólk þingsins. Hún veit að til þess að ná árangri í stjórnmálum, til hagsbóta fyrir land og þjóð, þarf að sameina fólk frekar en að sundra því. En svo að við svörum spurningunni sem lögð var fram í upphafi, hvernig er Guðrún Hafsteinsdóttir? Hún er ákveðin en umburðarlynd. Hún er framsækin en yfirveguð. Hún er kröfuhörð en sanngjörn. Hún er samheldin en aldrei stjórnsöm. Hún er hreinskiptin en nærgætin. Hún er ófeimin að taka slaginn en alltaf lausnamiðuð. Hún gengur ekki á eftir sviðsljósinu heldur gefur öðrum pláss. Hún er stöðug, staðföst og trú sjálfri sér. Sjálfstæðisflokkurinn býr við þau forréttindi að hafa tvær öflugar konur í framboði til formanns, sem báðar hafa sýnt styrk og forystuhæfni. Við, sem höfum unnið náið með Guðrúnu, vitum að hún er ekki einungis frábær ráðherra heldur líka leiðtogi sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á að halda. Hún er venjuleg kona úr Hveragerði sem lætur verkin tala og nær árangri. Hún hefur staðfestu, kraft og hjarta til að leiða flokkinn áfram. Það er ekki bara okkar sannfæring, heldur líka trú okkar á framtíðina. Nú er tíminn til að sameinast og taka skrefið fram á við – með Guðrúnu í fararbroddi. Höfundar eru fyrrum aðstoðarmenn Guðrúnar Hafsteinsdóttur í dómsmálaráðuneytinu.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun