„Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Andri Már Eggertsson skrifar 26. febrúar 2025 23:15 Einar Jónsson, þjálfari Fram, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Vilhelm Fram vann þriggja marka sigur gegn Aftureldingu 36-33 eftir framlengingu. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var afar ánægður með sigurinn og var spenntur að mæta Stjörnunni í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn. „Það var aðalatriðið að vinna leikinn og koma okkur í þá stöðu að geta unnið þennan titil. Við vorum betri í framlengingunni og við vorum yfir eiginlega allan tímann og Afturelding komst í fyrsta skipti yfir undir lok leiks. Ég ber mikla virðingu fyrir Aftureldingu og ég er hrikalega ánægður að hafa klárað þetta.“ sagði Einar Jónsson í viðtali við Vísi eftir leik. Aðspurður út í hvað breyttist þegar Afturelding skoraði fjögur mörk í röð og komst yfir í fyrsta sinn í venjulegum leiktíma fannst Einari hans menn vera klaufar. „Við vorum smá klaufar og ég hefði viljað sjá betri markvörslu fyrri part seinni hálfleiks þar sem mér fannst við vera spila góða vörn. Ofan á það vorum við ólíkir sjálfum okkur þar sem við vorum með 6-7 tapaða bolta í seinni hálfleik sem er ekki okkar leikur en hrós á Aftureldingu sem gerði þetta vel og það var erfitt að spila við þá.“ „Þetta var eins týpískur leikur á milli Fram og Aftureldingar eins og hugsast getur. Þetta eru nánast undantekningarlaust geðveikir leikir og maður hafði trú á því að þetta gæti orðið svona eins og þetta var.“ Einar taldi það afar mikilvægt að hans lið hafi tekið frumkvæðið í framlengingunni og komist þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar. „Einhverjir vildu byrja með boltann en ég sagði nei við byrjum með boltann í seinni hálfleik. Mér finnst það miklu betra þar sem við skoruðum undir lok fyrri hálfleiks og þeir reyndar skoruðu grísamark og við í rauninni áttum að komast fjórum yfir þegar við byrjuðum með boltann í seinni hálfleik og skoruðum. Vörnin var frábær og ég held að það hafi verið grunnurinn í þessu.“ Fram mætir Stjörnunni í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn og Einar sagði að það myndi ekki skipta neinu máli að hans menn hafi spilað í 70 mínútur á meðan hinn leikurinn í undanúrslitum fór ekki í framlengingu. „Nei það er svo langt í þetta, tæp vika. Við mætum ferskir og þetta á ekki að hafa nein áhrif.“ Hvaða þýðingu myndi það hafa fyrir Einar og félagið að verða bikarmeistarar þar sem Framarar hafa ekki orðið bikarmeistarar í karlaflokki í tuttugu og fimm ár. „Það myndi hafa mikla þýðingu. Við ætluðum að koma okkur í þessa stöðu og núna verðum við að klára þetta fyrir okkar stuðningsmenn og okkar fólk. Okkur langar virkilega að vinna titla hérna og við munum gefa allt í það,“ sagði Einar að lokum. Fram Powerade-bikarinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern Sjá meira
„Það var aðalatriðið að vinna leikinn og koma okkur í þá stöðu að geta unnið þennan titil. Við vorum betri í framlengingunni og við vorum yfir eiginlega allan tímann og Afturelding komst í fyrsta skipti yfir undir lok leiks. Ég ber mikla virðingu fyrir Aftureldingu og ég er hrikalega ánægður að hafa klárað þetta.“ sagði Einar Jónsson í viðtali við Vísi eftir leik. Aðspurður út í hvað breyttist þegar Afturelding skoraði fjögur mörk í röð og komst yfir í fyrsta sinn í venjulegum leiktíma fannst Einari hans menn vera klaufar. „Við vorum smá klaufar og ég hefði viljað sjá betri markvörslu fyrri part seinni hálfleiks þar sem mér fannst við vera spila góða vörn. Ofan á það vorum við ólíkir sjálfum okkur þar sem við vorum með 6-7 tapaða bolta í seinni hálfleik sem er ekki okkar leikur en hrós á Aftureldingu sem gerði þetta vel og það var erfitt að spila við þá.“ „Þetta var eins týpískur leikur á milli Fram og Aftureldingar eins og hugsast getur. Þetta eru nánast undantekningarlaust geðveikir leikir og maður hafði trú á því að þetta gæti orðið svona eins og þetta var.“ Einar taldi það afar mikilvægt að hans lið hafi tekið frumkvæðið í framlengingunni og komist þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar. „Einhverjir vildu byrja með boltann en ég sagði nei við byrjum með boltann í seinni hálfleik. Mér finnst það miklu betra þar sem við skoruðum undir lok fyrri hálfleiks og þeir reyndar skoruðu grísamark og við í rauninni áttum að komast fjórum yfir þegar við byrjuðum með boltann í seinni hálfleik og skoruðum. Vörnin var frábær og ég held að það hafi verið grunnurinn í þessu.“ Fram mætir Stjörnunni í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn og Einar sagði að það myndi ekki skipta neinu máli að hans menn hafi spilað í 70 mínútur á meðan hinn leikurinn í undanúrslitum fór ekki í framlengingu. „Nei það er svo langt í þetta, tæp vika. Við mætum ferskir og þetta á ekki að hafa nein áhrif.“ Hvaða þýðingu myndi það hafa fyrir Einar og félagið að verða bikarmeistarar þar sem Framarar hafa ekki orðið bikarmeistarar í karlaflokki í tuttugu og fimm ár. „Það myndi hafa mikla þýðingu. Við ætluðum að koma okkur í þessa stöðu og núna verðum við að klára þetta fyrir okkar stuðningsmenn og okkar fólk. Okkur langar virkilega að vinna titla hérna og við munum gefa allt í það,“ sagði Einar að lokum.
Fram Powerade-bikarinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern Sjá meira