Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar 26. febrúar 2025 08:00 „Mér fannst hann alltaf vera í röngum flokki. En það þarf að vera gott fólk í öllum flokkum. Líka í Sjálfstæðisflokknum. Og þá rann það upp fyrir mér að hann væri akkúrat í réttum flokki.“ Þetta sagði borgarfulltrúi Pírata við mig í erfidrykkju Egils Þórs, eiginmanns míns heitins, fyrr á þessu ári. Mér þótti afar vænt um þessi orð og þau voru áhrifarík, þar sem oft hefur verið hvað lengst á milli þessara tveggja flokka hvað málefni varðar, og átök á milli þessara flokka hafa ætíð verið mikil. Egill var grjótharður Sjálfstæðismaður alla tíð en með óvenjulegan bakgrunn. Hann var ódæmigerður Sjálfstæðismaður, en mikill fengur fyrir flokkinn. En hvað fær manneskju til að ná svona vel til fólks með jafn ólíkar skoðanir og lífsviðhorf og hún sjálf? Einlægur áhugi á fólki Það sem skiptir máli svo að fólki finnist það tilheyra, vera hluti af einhverju, er að því sé sýndur einlægur áhugi á lífi þess og persónu. Dómharka og eigin viðhorf eru lögð til hliðar í samtali en í staðinn er viðmælendum sýnd virðing og áhugi. Þannig upplifir fólk ánægju með sjálft sig eins og það er. Það fær samþykki fyrir því að vera eins og það er og þannig komast gildi viðkomandi raunverulega til skila, þar sem viðkomandi er ekki að reyna að þóknast viðmælanda sínum. Skilningur og samkennd Í samtalinu er ekki hlustað og gefin endurgjöf heldur er hlustað af áhuga og sýnd samkennd. Endurgjöf eða ráðleggingar eru gefnar, ef óskað er eftir því. Vilji til góðra verka Þegar ágreiningur kemur upp er reynt að finna flöt á máli sem allir geta sætt sig við. Stundum þarf að taka af skarið með erfiðar ákvarðanir er varða lög, réttlæti og/eða almannahag. Ég er ekki svo ólík Agli mínum að því leyti að fólki finnst ég gjarnan vera í „röngum flokki“. Ég deili þó grunngildum með flokknum og trúi á að stefna hans muni leiða þjóðina til meiri farsældar. Ég er ekki hinn dæmigerði Sjálfstæðismaður en í flokknum þurfa líka að vera ódæmigerðir sjálfstæðismenn. Flokkurinn þarf að halda áfram að taka vel á móti öllu því fólki sem hefur trú á stefnunni, sama hvaðan það kemur. Lukka flokksins Í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins eru nú tvær afar frambærilega konur. Báðar eru þær virkilega duglegar, ákveðnar og klárar konur. Þær hafa báðar sína kosti og búa báðar yfir miklum leiðtogahæfileikum. En nú stendur flokkurinn á krossgötum. Landsfundarfulltrúar þurfa að velja sér formann sem þykir líklegastur til að ná að sameina flokkinn aftur. Stuðla að virkni innan flokksins og samvinnu þeirra sem tilheyra grasrótinni. Bjóða hið ódæmigerða Sjálfstæðisfólk aftur velkomið í starfið, því annars heldur flokkurinn bara áfram að minnka. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur góða reynslu af því að sameina fólk úr ólíkum áttum. Hún býr yfir þessum mannkostum sem ég taldi upp hér að ofan sem eru afar verðmætir í samskiptum sem eru jú grunnurinn að góðum árangri. Hún kemur inn í átök sem gerjast hafa í flokknum í áratugi, án þess að tilheyra öðrum hvorum arminum. Ég tel að slíkur aðili sé bjartasta von flokksins til að sameinast á ný. Höfundur er ljósmóðir og f.v. varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
„Mér fannst hann alltaf vera í röngum flokki. En það þarf að vera gott fólk í öllum flokkum. Líka í Sjálfstæðisflokknum. Og þá rann það upp fyrir mér að hann væri akkúrat í réttum flokki.“ Þetta sagði borgarfulltrúi Pírata við mig í erfidrykkju Egils Þórs, eiginmanns míns heitins, fyrr á þessu ári. Mér þótti afar vænt um þessi orð og þau voru áhrifarík, þar sem oft hefur verið hvað lengst á milli þessara tveggja flokka hvað málefni varðar, og átök á milli þessara flokka hafa ætíð verið mikil. Egill var grjótharður Sjálfstæðismaður alla tíð en með óvenjulegan bakgrunn. Hann var ódæmigerður Sjálfstæðismaður, en mikill fengur fyrir flokkinn. En hvað fær manneskju til að ná svona vel til fólks með jafn ólíkar skoðanir og lífsviðhorf og hún sjálf? Einlægur áhugi á fólki Það sem skiptir máli svo að fólki finnist það tilheyra, vera hluti af einhverju, er að því sé sýndur einlægur áhugi á lífi þess og persónu. Dómharka og eigin viðhorf eru lögð til hliðar í samtali en í staðinn er viðmælendum sýnd virðing og áhugi. Þannig upplifir fólk ánægju með sjálft sig eins og það er. Það fær samþykki fyrir því að vera eins og það er og þannig komast gildi viðkomandi raunverulega til skila, þar sem viðkomandi er ekki að reyna að þóknast viðmælanda sínum. Skilningur og samkennd Í samtalinu er ekki hlustað og gefin endurgjöf heldur er hlustað af áhuga og sýnd samkennd. Endurgjöf eða ráðleggingar eru gefnar, ef óskað er eftir því. Vilji til góðra verka Þegar ágreiningur kemur upp er reynt að finna flöt á máli sem allir geta sætt sig við. Stundum þarf að taka af skarið með erfiðar ákvarðanir er varða lög, réttlæti og/eða almannahag. Ég er ekki svo ólík Agli mínum að því leyti að fólki finnst ég gjarnan vera í „röngum flokki“. Ég deili þó grunngildum með flokknum og trúi á að stefna hans muni leiða þjóðina til meiri farsældar. Ég er ekki hinn dæmigerði Sjálfstæðismaður en í flokknum þurfa líka að vera ódæmigerðir sjálfstæðismenn. Flokkurinn þarf að halda áfram að taka vel á móti öllu því fólki sem hefur trú á stefnunni, sama hvaðan það kemur. Lukka flokksins Í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins eru nú tvær afar frambærilega konur. Báðar eru þær virkilega duglegar, ákveðnar og klárar konur. Þær hafa báðar sína kosti og búa báðar yfir miklum leiðtogahæfileikum. En nú stendur flokkurinn á krossgötum. Landsfundarfulltrúar þurfa að velja sér formann sem þykir líklegastur til að ná að sameina flokkinn aftur. Stuðla að virkni innan flokksins og samvinnu þeirra sem tilheyra grasrótinni. Bjóða hið ódæmigerða Sjálfstæðisfólk aftur velkomið í starfið, því annars heldur flokkurinn bara áfram að minnka. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur góða reynslu af því að sameina fólk úr ólíkum áttum. Hún býr yfir þessum mannkostum sem ég taldi upp hér að ofan sem eru afar verðmætir í samskiptum sem eru jú grunnurinn að góðum árangri. Hún kemur inn í átök sem gerjast hafa í flokknum í áratugi, án þess að tilheyra öðrum hvorum arminum. Ég tel að slíkur aðili sé bjartasta von flokksins til að sameinast á ný. Höfundur er ljósmóðir og f.v. varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun