Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar 25. febrúar 2025 10:31 Nú er ég tiltölulega ungur kennari, þó ég sé kominn á fertugsaldurinn og með nokkuð stuttan kennsluferil. Flestir samkennara minna erum töluvert eldri. Þar sem ég er forvitinn að eðlisfari var nokkuð sem vakti forvitni mína varðandi kennarastarfið. Hvers vegna er aldursbilið svona mikið. Hvar eru allir hinir ungu kennararnir? Af hverju skortir jafn mikilvæg aðföng og kennara? Kempurnar á kennarastofunni svöruðu öll afdráttarlaust. Það er nóg til af kennurum. Það langar bara fæsta að vinna við það. Þetta kom svo flatt upp á mig að ég ákvað að hvort þessi fullyrðing ætti sér stoð í raunveruleikanum. Í framhaldinu renndi ég lauslega yfir tölur um brautskráða nemendur úr grunnskólafræðum og öðru sambærilegu námi Háskóla íslands ásamt því sem ég gat fundið í fljótu bragði frá hagstofu. Það sem kom í ljós var í sjálfu sér ekki óvænt. Árið 2023 störfuðu 5911 einstaklingar við kennslu í grunnskólum landsins. Af þeim voru 4805 með kennsluréttindi. Meðalaldur umræddra kennara var rétt sunnan við fimmtugt. Það gefur augaleið að það er engin blússandi sigling á endurnýjun í stéttinni. Frá því að gamli Kennó og Háskóli Íslands sameinuðust árið 2008 hafa brautskráðst þaðan rúmlega 2000 einstaklingar í grunnskólakennarafræðum eða öðru sambærilegu. Meginþorri þeirra útskrifaðist við upphaf eða lok þess tímabils. Á árunum 2009-2011 var framleiðni aðfanga mest, en þá brautskráðust rúmlega 900 mögulegir grunnskólakennarar. Líklegast voru allir að drífa sig að klára námið áður en dyrunum að þriggja ára náminu var skellt í lás. Næstu ár kúvendist svo hlutfall þeirra sem útskrifuðust, en næsta tæpa áratug framleiddum við eitthvað í kringum 600 kennara. Gróflega 60 á ári. Þessi þróun fór eitthvað öfugt ofan í stjórnvöld og þau gripu til ýmissa ráða til að sporna við þessu. Komdu að kenna var áberandi en skilaði þó tæplega fleiri útskrifuðum kennurum. Það var ekki fyrr en átakið Fjölgum kennurum 2019 með launuðu starfsnámi, hvatningarstyrk, vali á tveim námsleiðum og lagabreytingu um leyfisbréf þvert á skólastig að tölurnar byrjuðu að sniglast upp á við. Fyrstu tvö árin var brautskráning áfram dræm en svo fóru seglin að þenjast. Árin 2021-2023 brautskráðust samtals 537 svo loksins farið að glitta í tölur sem komust nálægt upphaflegri framleiðni. Það hefur þó ekki gengið að lokka bróðurpart brautskráðra til vinnu. Það gengur meira að segja brösuglega að fá ómenntaða einstaklinga til að brúa bilið. Kíkið bara auglýsingar á Alfreð.is Þá velti ég fyrir mér hversu margir þeirra sem brautskráðust hafi raunverulega skilað sér inn í kennslu. Mikill hluti nýliða virðist einhverra hluta vegna sjá sér betri farborða á öðrum vinnustöðum en grunnskólum. Og þá er ég bara að tala um vinnustaðina sem hið opinbera er með á snærum sér en ekki almenna markaðinn. Vinnustaðir sem bjóða upp á sambærileg laun og kjör eru til að mynda sundlaugar, félagsmiðstöðvar, vínbúðin, sambýli og búsetuúrræði fyrir fatlaða, skrifstofustörf hjá sveit og borg, ásamt ýmsum innivinnum hjá skóla-og frístundasviði í Borgartúni. Það er semsagt samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara. Og skólarnir eru því miður bara að tapa þeirri baráttu. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Kennaraverkfall 2024-25 Vinnumarkaður Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nú er ég tiltölulega ungur kennari, þó ég sé kominn á fertugsaldurinn og með nokkuð stuttan kennsluferil. Flestir samkennara minna erum töluvert eldri. Þar sem ég er forvitinn að eðlisfari var nokkuð sem vakti forvitni mína varðandi kennarastarfið. Hvers vegna er aldursbilið svona mikið. Hvar eru allir hinir ungu kennararnir? Af hverju skortir jafn mikilvæg aðföng og kennara? Kempurnar á kennarastofunni svöruðu öll afdráttarlaust. Það er nóg til af kennurum. Það langar bara fæsta að vinna við það. Þetta kom svo flatt upp á mig að ég ákvað að hvort þessi fullyrðing ætti sér stoð í raunveruleikanum. Í framhaldinu renndi ég lauslega yfir tölur um brautskráða nemendur úr grunnskólafræðum og öðru sambærilegu námi Háskóla íslands ásamt því sem ég gat fundið í fljótu bragði frá hagstofu. Það sem kom í ljós var í sjálfu sér ekki óvænt. Árið 2023 störfuðu 5911 einstaklingar við kennslu í grunnskólum landsins. Af þeim voru 4805 með kennsluréttindi. Meðalaldur umræddra kennara var rétt sunnan við fimmtugt. Það gefur augaleið að það er engin blússandi sigling á endurnýjun í stéttinni. Frá því að gamli Kennó og Háskóli Íslands sameinuðust árið 2008 hafa brautskráðst þaðan rúmlega 2000 einstaklingar í grunnskólakennarafræðum eða öðru sambærilegu. Meginþorri þeirra útskrifaðist við upphaf eða lok þess tímabils. Á árunum 2009-2011 var framleiðni aðfanga mest, en þá brautskráðust rúmlega 900 mögulegir grunnskólakennarar. Líklegast voru allir að drífa sig að klára námið áður en dyrunum að þriggja ára náminu var skellt í lás. Næstu ár kúvendist svo hlutfall þeirra sem útskrifuðust, en næsta tæpa áratug framleiddum við eitthvað í kringum 600 kennara. Gróflega 60 á ári. Þessi þróun fór eitthvað öfugt ofan í stjórnvöld og þau gripu til ýmissa ráða til að sporna við þessu. Komdu að kenna var áberandi en skilaði þó tæplega fleiri útskrifuðum kennurum. Það var ekki fyrr en átakið Fjölgum kennurum 2019 með launuðu starfsnámi, hvatningarstyrk, vali á tveim námsleiðum og lagabreytingu um leyfisbréf þvert á skólastig að tölurnar byrjuðu að sniglast upp á við. Fyrstu tvö árin var brautskráning áfram dræm en svo fóru seglin að þenjast. Árin 2021-2023 brautskráðust samtals 537 svo loksins farið að glitta í tölur sem komust nálægt upphaflegri framleiðni. Það hefur þó ekki gengið að lokka bróðurpart brautskráðra til vinnu. Það gengur meira að segja brösuglega að fá ómenntaða einstaklinga til að brúa bilið. Kíkið bara auglýsingar á Alfreð.is Þá velti ég fyrir mér hversu margir þeirra sem brautskráðust hafi raunverulega skilað sér inn í kennslu. Mikill hluti nýliða virðist einhverra hluta vegna sjá sér betri farborða á öðrum vinnustöðum en grunnskólum. Og þá er ég bara að tala um vinnustaðina sem hið opinbera er með á snærum sér en ekki almenna markaðinn. Vinnustaðir sem bjóða upp á sambærileg laun og kjör eru til að mynda sundlaugar, félagsmiðstöðvar, vínbúðin, sambýli og búsetuúrræði fyrir fatlaða, skrifstofustörf hjá sveit og borg, ásamt ýmsum innivinnum hjá skóla-og frístundasviði í Borgartúni. Það er semsagt samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara. Og skólarnir eru því miður bara að tapa þeirri baráttu. Höfundur er grunnskólakennari.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun