„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar 24. febrúar 2025 16:04 „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” sagði Shrek og nú langar manni að segja það sama við kennara. Já, það virðist að samtöl Kennarasambandsins og Sambands sveitarfélaga séu nú á stigi leikrits og brandara. En kennurum finnst þetta alls ekki fyndið lengur. Á föstudaginn fengum við – enn og aftur – skell í andlitið þegar tillaga ríkissáttasemjara, sem Kennarasambandið hafði samþykkt, var hafnað. Nú virðist sem enginn ætli að standa við samkomulagið frá 2016, og vill enginn heldur undirrita nýtt samkomulag sem hentar okkur kennurum. Sífelldar ábendingar um sumarfrí og frítíma eiga að „láta okkur skilja“ að við þurfum ekki launahækkanir. Hér er átt við kennara í grunn- og framhaldsskólum, því leikskólar eru aðeins lokaðir í einn mánuð, sem er jafn langt orlof og aðrir á vinnumarkaði fá. Þannig að þegar talað er um að kennarar séu ekki í tómum skólunum yfir sumartímann, þá á það aðeins við um skólastig ofar en leikskóla. Auk þess er helmingur af þessum tíma skráður sem endurmenntun og við berum þá skyldu að bæta færni okkar og þróa kennsluaðferðir. Enginn telur þann tíma sem kennarar eyða á kvöldin og um helgar í að lesa sér til um nýjustu kennsluaðferðir, notkun nýjustu tækni í kennslu, taka þátt í námskeiðum og vefráðstefnum, svara tölvupóstum, skrifa og búa til kennslugögn því ekki gefst tími til þess í vinnunni – vegna daglegra mála (aga- og samskiptavandamála sem þarf að leysa strax), skipulagðra og óvæntra funda, námskeiða sem oft enda ekki fyrr en eftir kl. 16.00. Þegar kennarar setjast loks í sófann að kvöldi til, þá er hann líklega samt „í skólanum“ – skipuleggjandi næsta dag, veltir fyrir sér hvernig foreldri mun svara, eða hvort einhver nemandi muni aftur valda ónæði í kennslustund. Í leikskólum veltir kennarinn fyrir sér hversu margt samstarfsfólk mun vanta daginn eftir, því helmingur barnanna hóstar og hnerrar – sem, samkvæmt fráfarandi borgarstjóra, hefur víst ekkert með það að gera að kennarar veikjast oft, svo ekki sé rætt um myglu sem finnst í nær öllum skólabyggingum á höfuðborgarsvæðinu. Þannig mætti segja að þetta sé ekki sumarfrí heldur tími tekinn út áunninn vinnustundum. Flestir kennarar vinna aukavinnu, því launin duga ekki til framfærslu fjölskyldu. Þú getur ekki borgað í matvörubúð eða greitt rafmagnsreikninginn með aðgangskorti í sund eða safn. Eða er það eitthvað sem kennarar einir kunna ekki? Það sem Kennarasamband Íslands berst fyrir er loforðið frá 2016 um að jafna laun kennara við laun annarra sérfræðinga með sambærilega menntun. Ekki meira, ekki minna. Í dag er kennaralaun um 40% lægri en laun annarra faghópa með 5 ára háskólanám (og ekki endilega með fjölda viðbótarnáms eins og kennarar). Kennarar stóðu strax við sinn hluta samningsins og jöfnuðu lífeyriskjör sín við önnur opinber störf. Það þýðir að af mánaðarlaunum kennara (dæmi: 500.000 kr. brúttó til einföldunar) er greitt sama hlutfall í lífeyrissjóð og af launum sérfræðinga (dæmi: 900.000 kr.). Jöfnun launa átti því ekki bara að vera sanngjörn umbun fyrir vinnuna, heldur líka leiðrétting á framtíðarlífeyri. Því kennari ER sérfræðingur í sínu fagi. Kennsla snýst ekki bara um að kenna – heldur skiptir einnig máli aðferðafræði, eldmóður, hugmyndaauðgi, sköpunargleði og margir aðrir hæfileikar sem einkenna kennara sem hafa ástríðu fyrir starfi sínu. Kennari á Íslandi þarf líka að vera sálfræðingur, námsráðgjafi, tæknifræðingur, námsefnahöfundur og útgefandi, skipuleggjandi viðburða, sáttasemjari í agamálum, stundum hjúkrunarfræðingur sem bætir um sár og blæðinga, eða jafnvel foreldri fyrir börn sem fá ekki næga athygli heima. Stundum þarf kennarinn líka að vera dómari og löggumaður í slagsmálum nemenda eða slökkviliðismaður þegar nemandi kveikir í ruslatunnu. Í leikskólum sér kennari einnig um þrif til dæmis þegar barn kastar upp eða hendir fötunum sínum um fataklefann og neitar að taka þau saman – og ekki má gleyma sandinum á gólfinu. Að auki þarf kennari að geta unnið með nemendum og foreldrum af ótal þjóðernum og menningarheimum. Vert er að nefna fjölda nemenda með greiningar og eykst í öfugu hlutfalli við fjölda fagaðila og sérfræðinga í menntastofnunum, en störfum þeirra eru oft sinnt af andlega þreyttum kennurum. Já, kennari er sérfræðingur – og oftast fjölhæfur. Á netinu birtast nú fleiri og fleiri færslur þar sem kennarar með margra ára reynslu og ástríðu fyrir starfinu annaðhvort segja upp störfum eftir „skellinn“ á föstudaginn eða íhuga það alvarlega. Hvert stefnirðu, Ísland? Ertu virkilega ekki nægilega efnað fyrir gott menntakerfi þar sem hæfir sérfræðingar fá mannsæmandi laun fyrir vinnu sína? Hvenær áttar þú þig á því að fjárfesting í menntun í dag mun skila sér margfalt í framtíðinni? Því það eru kennarar sem móta komandi kynslóðir starfsfólks (og atvinnurekenda). Eða ætlarðu síðar að greiða atvinnuleysisbætur til þeirra sem útskrifast úr skólum án hæfra kennara og verða óvinnufærir? „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Kæru fulltrúar sveitarfélaganna við samningaborðið – þetta atriði er á næstu síðu í handritinu sem þið eruð að skrifa. Hvernig ætlið þið að tryggja að þetta leikritið endi ekki sem hryllingssaga? Höfundur er kennari og varaþingmaður Flokks Fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” sagði Shrek og nú langar manni að segja það sama við kennara. Já, það virðist að samtöl Kennarasambandsins og Sambands sveitarfélaga séu nú á stigi leikrits og brandara. En kennurum finnst þetta alls ekki fyndið lengur. Á föstudaginn fengum við – enn og aftur – skell í andlitið þegar tillaga ríkissáttasemjara, sem Kennarasambandið hafði samþykkt, var hafnað. Nú virðist sem enginn ætli að standa við samkomulagið frá 2016, og vill enginn heldur undirrita nýtt samkomulag sem hentar okkur kennurum. Sífelldar ábendingar um sumarfrí og frítíma eiga að „láta okkur skilja“ að við þurfum ekki launahækkanir. Hér er átt við kennara í grunn- og framhaldsskólum, því leikskólar eru aðeins lokaðir í einn mánuð, sem er jafn langt orlof og aðrir á vinnumarkaði fá. Þannig að þegar talað er um að kennarar séu ekki í tómum skólunum yfir sumartímann, þá á það aðeins við um skólastig ofar en leikskóla. Auk þess er helmingur af þessum tíma skráður sem endurmenntun og við berum þá skyldu að bæta færni okkar og þróa kennsluaðferðir. Enginn telur þann tíma sem kennarar eyða á kvöldin og um helgar í að lesa sér til um nýjustu kennsluaðferðir, notkun nýjustu tækni í kennslu, taka þátt í námskeiðum og vefráðstefnum, svara tölvupóstum, skrifa og búa til kennslugögn því ekki gefst tími til þess í vinnunni – vegna daglegra mála (aga- og samskiptavandamála sem þarf að leysa strax), skipulagðra og óvæntra funda, námskeiða sem oft enda ekki fyrr en eftir kl. 16.00. Þegar kennarar setjast loks í sófann að kvöldi til, þá er hann líklega samt „í skólanum“ – skipuleggjandi næsta dag, veltir fyrir sér hvernig foreldri mun svara, eða hvort einhver nemandi muni aftur valda ónæði í kennslustund. Í leikskólum veltir kennarinn fyrir sér hversu margt samstarfsfólk mun vanta daginn eftir, því helmingur barnanna hóstar og hnerrar – sem, samkvæmt fráfarandi borgarstjóra, hefur víst ekkert með það að gera að kennarar veikjast oft, svo ekki sé rætt um myglu sem finnst í nær öllum skólabyggingum á höfuðborgarsvæðinu. Þannig mætti segja að þetta sé ekki sumarfrí heldur tími tekinn út áunninn vinnustundum. Flestir kennarar vinna aukavinnu, því launin duga ekki til framfærslu fjölskyldu. Þú getur ekki borgað í matvörubúð eða greitt rafmagnsreikninginn með aðgangskorti í sund eða safn. Eða er það eitthvað sem kennarar einir kunna ekki? Það sem Kennarasamband Íslands berst fyrir er loforðið frá 2016 um að jafna laun kennara við laun annarra sérfræðinga með sambærilega menntun. Ekki meira, ekki minna. Í dag er kennaralaun um 40% lægri en laun annarra faghópa með 5 ára háskólanám (og ekki endilega með fjölda viðbótarnáms eins og kennarar). Kennarar stóðu strax við sinn hluta samningsins og jöfnuðu lífeyriskjör sín við önnur opinber störf. Það þýðir að af mánaðarlaunum kennara (dæmi: 500.000 kr. brúttó til einföldunar) er greitt sama hlutfall í lífeyrissjóð og af launum sérfræðinga (dæmi: 900.000 kr.). Jöfnun launa átti því ekki bara að vera sanngjörn umbun fyrir vinnuna, heldur líka leiðrétting á framtíðarlífeyri. Því kennari ER sérfræðingur í sínu fagi. Kennsla snýst ekki bara um að kenna – heldur skiptir einnig máli aðferðafræði, eldmóður, hugmyndaauðgi, sköpunargleði og margir aðrir hæfileikar sem einkenna kennara sem hafa ástríðu fyrir starfi sínu. Kennari á Íslandi þarf líka að vera sálfræðingur, námsráðgjafi, tæknifræðingur, námsefnahöfundur og útgefandi, skipuleggjandi viðburða, sáttasemjari í agamálum, stundum hjúkrunarfræðingur sem bætir um sár og blæðinga, eða jafnvel foreldri fyrir börn sem fá ekki næga athygli heima. Stundum þarf kennarinn líka að vera dómari og löggumaður í slagsmálum nemenda eða slökkviliðismaður þegar nemandi kveikir í ruslatunnu. Í leikskólum sér kennari einnig um þrif til dæmis þegar barn kastar upp eða hendir fötunum sínum um fataklefann og neitar að taka þau saman – og ekki má gleyma sandinum á gólfinu. Að auki þarf kennari að geta unnið með nemendum og foreldrum af ótal þjóðernum og menningarheimum. Vert er að nefna fjölda nemenda með greiningar og eykst í öfugu hlutfalli við fjölda fagaðila og sérfræðinga í menntastofnunum, en störfum þeirra eru oft sinnt af andlega þreyttum kennurum. Já, kennari er sérfræðingur – og oftast fjölhæfur. Á netinu birtast nú fleiri og fleiri færslur þar sem kennarar með margra ára reynslu og ástríðu fyrir starfinu annaðhvort segja upp störfum eftir „skellinn“ á föstudaginn eða íhuga það alvarlega. Hvert stefnirðu, Ísland? Ertu virkilega ekki nægilega efnað fyrir gott menntakerfi þar sem hæfir sérfræðingar fá mannsæmandi laun fyrir vinnu sína? Hvenær áttar þú þig á því að fjárfesting í menntun í dag mun skila sér margfalt í framtíðinni? Því það eru kennarar sem móta komandi kynslóðir starfsfólks (og atvinnurekenda). Eða ætlarðu síðar að greiða atvinnuleysisbætur til þeirra sem útskrifast úr skólum án hæfra kennara og verða óvinnufærir? „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Kæru fulltrúar sveitarfélaganna við samningaborðið – þetta atriði er á næstu síðu í handritinu sem þið eruð að skrifa. Hvernig ætlið þið að tryggja að þetta leikritið endi ekki sem hryllingssaga? Höfundur er kennari og varaþingmaður Flokks Fólksins
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun