Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir, Guðrún Ásta Friðbertsdóttir, Karen Ragnarsdóttir og Lísa Lotta Björnsdóttir skrifa 24. febrúar 2025 14:01 Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar, forseta sveitarstjórnar í Fjarðabyggð og stjórnarmanns í Sambandi íslenskra sveitarfélaga Kæri Jón Björn. Við, undirritaðar, formaður Kennarasambands Austurlands, formaður svæðadeildar félags leikskólakennara á Austurlandi, formaður Skólastjórafélags Austurlands og formaður stjórnenda leikskóla á Austurlandi skorum á þig sem fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að greina frá þinni afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Í ljósi þeirrar grafalvarlegu stöðu sem er uppi í kjaradeilunni teljum við brýnt að afstaða fulltrúa sveitarfélaganna í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sé algerlega ljós. Ummæli nýkjörins borgarstjóra, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, um að hún hafi stutt þá innanhússtillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram 20. febrúar, sýna að skýr svör eru nauðsynleg. Því krefjumst við þess að aðrir fulltrúar í stjórn sambandsins upplýsi um sína afstöðu. Jafnframt viljum við lýsa yfir vonbrigðum okkar með þann skort á gagnsæi sem hefur einkennt ferlið hingað til. Kennarar og stjórnendur leikskóla eiga rétt á að vita hvort þeirra kjör og starfsskilyrði séu tekin alvarlega af þeim sem hafa áhrif á niðurstöðu kjaraviðræðna. Við væntum þess að þú, sem einn af fulltrúum sveitarfélaganna, takir skýra afstöðu og upplýsir um hana hið fyrsta. Virðingarfyllst, Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir, formaður KSA Guðrún Ásta Friðbertsdóttir, formaður 7. Svæðadeild FLA Karen Ragnarsdóttir, formaður SKAUST Lísa Lotta Björnsdóttir, formaður stjórnenda Leikskóla á Austurlandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Fjarðabyggð Skóla- og menntamál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar, forseta sveitarstjórnar í Fjarðabyggð og stjórnarmanns í Sambandi íslenskra sveitarfélaga Kæri Jón Björn. Við, undirritaðar, formaður Kennarasambands Austurlands, formaður svæðadeildar félags leikskólakennara á Austurlandi, formaður Skólastjórafélags Austurlands og formaður stjórnenda leikskóla á Austurlandi skorum á þig sem fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að greina frá þinni afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Í ljósi þeirrar grafalvarlegu stöðu sem er uppi í kjaradeilunni teljum við brýnt að afstaða fulltrúa sveitarfélaganna í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sé algerlega ljós. Ummæli nýkjörins borgarstjóra, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, um að hún hafi stutt þá innanhússtillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram 20. febrúar, sýna að skýr svör eru nauðsynleg. Því krefjumst við þess að aðrir fulltrúar í stjórn sambandsins upplýsi um sína afstöðu. Jafnframt viljum við lýsa yfir vonbrigðum okkar með þann skort á gagnsæi sem hefur einkennt ferlið hingað til. Kennarar og stjórnendur leikskóla eiga rétt á að vita hvort þeirra kjör og starfsskilyrði séu tekin alvarlega af þeim sem hafa áhrif á niðurstöðu kjaraviðræðna. Við væntum þess að þú, sem einn af fulltrúum sveitarfélaganna, takir skýra afstöðu og upplýsir um hana hið fyrsta. Virðingarfyllst, Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir, formaður KSA Guðrún Ásta Friðbertsdóttir, formaður 7. Svæðadeild FLA Karen Ragnarsdóttir, formaður SKAUST Lísa Lotta Björnsdóttir, formaður stjórnenda Leikskóla á Austurlandi
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar