Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar 23. febrúar 2025 17:31 Þórður Snær Júlíusson, fyrrverandi frambjóðandi til þings og starfandi þingmaður í líklega dagpart eftir að Alþingi kom saman, telur plasttappamálið sem rætt var á Alþingi ekki útrætt. Hann skrifar um það grein á visir.is, undir yfirskriftinni „Áfastur plasttappi lýðræðisins“. Þar gerir hann mikið úr því að þetta þjóðþrifamál (sem teygir anga sína reyndar um alla Evrópu) hafi verið til umræðu í þinginu í 4 klukkustundir og 36 mínútur. Ég skil að honum sárni tímalengdin, enda hefur hún líklega farið fram úr þeim tíma sem hann sjálfur sat á Alþingi eftir að það kom saman eftir kosningar. En ég skil yfirskriftina ekki, þ.e. hvað spurningin um plasttappana hefur með lýðræði að gera. Og ég skil eiginlega heldur ekki að Þórður Snær geri úr því opinbert mál, og það langt mál, að honum sárni tímalengdin. Greinin er ekki kjarnyrt. Kjarnyrt þýðir stuttort, gagnort og beitt. Eeeen ... mér þykir samt vænt um að Þórður Snær tekur þetta þjóðþrifamál upp á arma sína. Ég hef nefnilega viðbótartillögur handa honum til að berjast fyrir úr stóli framkvæmdastjóra þingflokks. Ég hef hugsað þetta mikið, þetta með tappana. Enda er þetta samevrópskt áherslumál, eins og Þórður Snær bendir réttilega á. Þetta mun upphaflega til komið út af því að tapparnir áttu það áður til að villast frá flöskum sínum. Næsta skref hlýtur því að vera að beita hvern þann sektum sem rýfur naflastrenginn milli flöskunnar og tappans. Enda færir Þórður Snær rök fyrir því í grein sinni að slíkt væri eðlilegt næsta skref, þó hann nefni það ekki berum orðum. Ég vil einnig, fyrir hönd frústraðra Tupperware* eigenda, beina því til Þórðar Snæs að berjast fyrir að fyrirtækinu verði gert að setja sams konar naflastreng milli dollunnar og loksins svo að hægt verði að útrýma vandamálinu með loklausar dollur og lok sem ekki passa á neitt. Aðrir plastdolluframleiðendur fylgi svo í kjölfarið. Og krafa verði um rammgerða keðju milli glerkrukku og loks. Og að lokum, til að koma í veg fyrir hið hvimleiða sokkaát þvottavéla: að svipaður naflastrengur, af hæfilegri lengd, verði settur á milli tveggja samstæðra sokka til að koma í veg fyrir öll sokkapara-skilnaðarmál. Ef lengdin er rétt stillt mun sú hliðarverkun verða að allir sem ganga í sokkum verða eftir breytinguna með kvenlegra göngulag en áður (og þarf þá ekki lengur þröng pils til að ná þeim áhrifum fram). Þórður Snær tilfærir undir lok greinar sinnar sína söguskýringu á því hvers vegna tillaga orkumálaráðherra um að ríkið ákveði fyrir fólk hvort tappar skuli áfastir flöskum sínum eða ekki sé svo gáfuleg að ekki eigi að sóa tíma þingsins í að ræða hana. Ég veit ekkert hvort skýringin sem Þórður Snær setur fram sé réttari en túlkun hans á upplýsingum úr sjúkraskýrslum, eða gamlir palladómar hans um þjóðþekkt fólk, nú eða skýringar hans varðandi (þáverandi) kvenmannsleysi sitt. En tel, af fenginni reynslu, ekki rétt að trúa gagnrýnislaust því sem hann setur fram. Ef hins vegar skýringin skyldi vera rétt og að stjórnarliðar hafi alls ekkert viljað ræða þetta, þá má alveg velta fyrir sér hvort stjórnarliðar hafi næga stjórn á liði sínu eða ekki. Margir áttu aðild að þessari meintu tímaeyðslu og skorti þar ekki þátttöku stjórnarliða. *Ef Tupperware skyldi farið á hausinn, eins og einhverjir fréttamiðlar hafa haldið fram, þá má alltaf gera þessa kröfu í þrotabúið. Höfundur er áhugakona um þjóðþrifamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Ingunn Björnsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson, fyrrverandi frambjóðandi til þings og starfandi þingmaður í líklega dagpart eftir að Alþingi kom saman, telur plasttappamálið sem rætt var á Alþingi ekki útrætt. Hann skrifar um það grein á visir.is, undir yfirskriftinni „Áfastur plasttappi lýðræðisins“. Þar gerir hann mikið úr því að þetta þjóðþrifamál (sem teygir anga sína reyndar um alla Evrópu) hafi verið til umræðu í þinginu í 4 klukkustundir og 36 mínútur. Ég skil að honum sárni tímalengdin, enda hefur hún líklega farið fram úr þeim tíma sem hann sjálfur sat á Alþingi eftir að það kom saman eftir kosningar. En ég skil yfirskriftina ekki, þ.e. hvað spurningin um plasttappana hefur með lýðræði að gera. Og ég skil eiginlega heldur ekki að Þórður Snær geri úr því opinbert mál, og það langt mál, að honum sárni tímalengdin. Greinin er ekki kjarnyrt. Kjarnyrt þýðir stuttort, gagnort og beitt. Eeeen ... mér þykir samt vænt um að Þórður Snær tekur þetta þjóðþrifamál upp á arma sína. Ég hef nefnilega viðbótartillögur handa honum til að berjast fyrir úr stóli framkvæmdastjóra þingflokks. Ég hef hugsað þetta mikið, þetta með tappana. Enda er þetta samevrópskt áherslumál, eins og Þórður Snær bendir réttilega á. Þetta mun upphaflega til komið út af því að tapparnir áttu það áður til að villast frá flöskum sínum. Næsta skref hlýtur því að vera að beita hvern þann sektum sem rýfur naflastrenginn milli flöskunnar og tappans. Enda færir Þórður Snær rök fyrir því í grein sinni að slíkt væri eðlilegt næsta skref, þó hann nefni það ekki berum orðum. Ég vil einnig, fyrir hönd frústraðra Tupperware* eigenda, beina því til Þórðar Snæs að berjast fyrir að fyrirtækinu verði gert að setja sams konar naflastreng milli dollunnar og loksins svo að hægt verði að útrýma vandamálinu með loklausar dollur og lok sem ekki passa á neitt. Aðrir plastdolluframleiðendur fylgi svo í kjölfarið. Og krafa verði um rammgerða keðju milli glerkrukku og loks. Og að lokum, til að koma í veg fyrir hið hvimleiða sokkaát þvottavéla: að svipaður naflastrengur, af hæfilegri lengd, verði settur á milli tveggja samstæðra sokka til að koma í veg fyrir öll sokkapara-skilnaðarmál. Ef lengdin er rétt stillt mun sú hliðarverkun verða að allir sem ganga í sokkum verða eftir breytinguna með kvenlegra göngulag en áður (og þarf þá ekki lengur þröng pils til að ná þeim áhrifum fram). Þórður Snær tilfærir undir lok greinar sinnar sína söguskýringu á því hvers vegna tillaga orkumálaráðherra um að ríkið ákveði fyrir fólk hvort tappar skuli áfastir flöskum sínum eða ekki sé svo gáfuleg að ekki eigi að sóa tíma þingsins í að ræða hana. Ég veit ekkert hvort skýringin sem Þórður Snær setur fram sé réttari en túlkun hans á upplýsingum úr sjúkraskýrslum, eða gamlir palladómar hans um þjóðþekkt fólk, nú eða skýringar hans varðandi (þáverandi) kvenmannsleysi sitt. En tel, af fenginni reynslu, ekki rétt að trúa gagnrýnislaust því sem hann setur fram. Ef hins vegar skýringin skyldi vera rétt og að stjórnarliðar hafi alls ekkert viljað ræða þetta, þá má alveg velta fyrir sér hvort stjórnarliðar hafi næga stjórn á liði sínu eða ekki. Margir áttu aðild að þessari meintu tímaeyðslu og skorti þar ekki þátttöku stjórnarliða. *Ef Tupperware skyldi farið á hausinn, eins og einhverjir fréttamiðlar hafa haldið fram, þá má alltaf gera þessa kröfu í þrotabúið. Höfundur er áhugakona um þjóðþrifamál
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar